Freyr - 01.04.1909, Qupperneq 11
FRE YE.
59
ýmsum úrgaugi af fiskuru og hvölum, bæði úr
beinunum og öðru sem ekki verður til annars
notað. Við hvalveiðastöðvarnar hér á laDdi
hafa Norðmenn húið til hvalgúanó úr beinum
og ónýtu þvesti hvalanna, og selt það dýru verði
til akuryrkjulandanna. Þessar áburðartegund-
ir hafa í sér mikið af köfnunarefni og einkum
af fosforsýru.
4. Kílisaltpétur, kendur við ríkið Chili í
Suður-Ameríku. Hefir efni þetta fundist þar,
og víðar í allþykkum lögum í jörðinni. A
seinni árum hafa ógrynni af þessum áburði
verið fLatt til allra akuryrkjulanda, og voru
menn farnir að óttast að saltpéturslögin mundu
bráðutn þrjóta. Aburður þessi hefir i sér 15—
16°/0 af köfnunarefni. —
5. Brennisteinssúrt ammomak fá menn þar
sem ljósgas er unnið úr steinkolum. Hefir það
í sér alt að 20% af köfnunarefni, og er því
kostamikili áburður. En stundum getur verið
nokkuð í því af skaðlegu efni, sem er nefnt
Rhodonammonium.
6. Ýmsar tegundir af fosfórsúrum sóltum eru
hafðar til áburðar, vegna fosfórsýrunnar sem í
þeim er. Eru þau nefnd ýmsum nöfnum, og
hafa mismunandi mikið af fosfórsýru 10—50%.
Eást þessi efni úr ýmsum steintegundum, sem
sumpart, eru steinrunnar leifar af fornaldardýr-
um. Einnig er þessi áburður búinn til úr beina-
ösku. Ýms af þessum efnum eru nefnd Sítper
fosfat.
7. Kalísölt eru mikið höfð til áburðar. Eru
þau unnio úr jarðlögum á Prússlandi. Hafa
þau ýms nöfn, og hafa mismunandi mikið í
sér af kalíi frá 9% upp að 50%. —
8. Kalksaltpétur er nýlega uppfundin köfn-
unarefnis-áburður. Líkist hann mjög Kílísalt-
pétri. Hefir viðlíka mikið köfnunarefni, og
hefir reynst að flestu jafnoki hans, og er enn
þá viðlíka dýr. Þessi uppgötvun er afar þýð-
ingarmikil vegna þess að menn þóttust sjá, að
Kílísaltpéturinn mundi þrjóta áður enn langt
um liði, og sáu ekki neinn áburð sem gæti
komið í staðinn fyrir hann. Var þá auð-
sætt að skortur á köfnunarefnisáburði hlyti að
hafa hinar ískyggilegustu afleiðingar fyrir jarð-
ræktina og fyrir hagsæld mannkynsins. En
fyrir fáum árum tókst vísindamönnunum að
finna ráð til þess að ná köfnunarefni andrúms-
loptsins í samband við kalk, og er notað til
þess rafurmagn sem framleitt er með vatnsafli.
Eins og menu vita er andrúmsloftið ótæmandi
köfnunarefnis uppspretta, svo héðan af þart
ekki að óttast neinn skort á köfnunarefnisá-
burði. Þar að auki er ekki ólíklegt, að aðferð-
in, sem nú er höfð til þess að búa til kalksalt-
péturinn, verði endurbætt smámsaman, svo að
hann gæti lækkað í verði með tímanum, og
orðið ódýrari en Kílísaltpéturinu hefir verið.
Bændur í öðrum löndum hafa lengi keypt
ýmsan verzlunaráburð f'yrir ógrynni fjár, og telja
þeir hann mesta bjargvætt í búskapnum. Hús-
dýra áburðurinn hrekkur þar skamt til að halda
í rækt öllu því laodi, sem menn hafa uudir.
Eg hefi lengi haft þá skoðun, að hér á landi
mundi reka að því sama og annarstaðar, að
áburðarskorturinn yrði versti þröskuldurÍDn
fyrir framförum jarðræktarinnar ef að húsdýra-
áburður væri eingöngu notaður. Eg hefi fyrir
löngu rekið mig á það, að ekki er hægt að
stækka túnin stórkostlega á hverju ári, og um
leið að halda þeim við í góðri rækt, með hús-
dýraáburðinum einum. Að vísu er verzlunar-
áburðurinn dýr þegar hann er kominn hingað
í gegnum margar hendur. Sumarveðráttan hjá
oss er líka mun óhagstæðari fyrir ræktarjurt-
irnar en í nágrannalöndunum, og sumarið er
stutt. I þriðja lagi eru afurðir sveitabúanna i
miklu minna verði hér en annarstaðar. Þetta
alt vekur nokkurn vafa um það hvort að það
muni vera tilvinuandi fyrir oss að kaupa verzl-
unaráburðinn til að bera hann á túnin. Úr