Freyr - 01.04.1909, Blaðsíða 12
60
f R E Y R.
því verður auðvitað ekki leyst mema með ýtar-
legum tilraunum hér á landi. iPað laud sem
vér getum helzt dregið dæmi af í þessu etni
er Rorvegur, sem þó hefir miklu hlýrra og
lengra sumar eu ísland — en þar, í Norvegi
þykir verzlunaráburður eigi vel við grasrækt.
I Norvegi hrúka menn nú víða mjög mikið af
verzlunaráburði, og víðtækar tilraunir eru þar
gerðar til að sanna nytsemi hans. Bastian
II. Larsen yfirkennari við búnaðarskólann í Asi,
sem stjórnar öllum tilraununum, segir í skýrslu
am tilrannirnar fyrir árið 1907, að tilraunirnar
hafi sýnt: að það borgi sig betur að bera verzl-
■unaráburð á graslendi heldur en að bera á það
húsdýraáburð. JÞetta er nú auðvitað ekki nóg
sönnun fyrir oss, en það bendir þó í þá átt
að verzlunaráburður muni geta átt við hjá
okkur til túnræktar. Og ef það sannaðist með
innlendum tilraunum, að gróðavænlegt sé að
kaupa verzlunaráburð til túnræktar, þá væri
mikið unnið. En auvitað ættum vér engu að
síður að hirða vel ,drýgja og nota vel allan
þann áburð, sem vér höfum, því vér þurfum að
halda á öllum okkar iunlenda áhurði, og miklu
af hinum útlenda líka, ef að túnin okkar eiga
að komast í viðunandi rækt, og að stækka svo
að um muni.
Eyrir fáum árum var byrjað á að reyna
mokkrar tegundir af verzlunaráburði við gróðr-
arstöðvarnar í Reykjavík og á Akureyri. Það
sem helzt hefir verið reynt er kílisaltpétur,
brennisteinssúrt ammoníak, súperfosfat með 50°/0
fosfórsýru, og kalísalt með með 379/0 kalí. Við
gróðrastöðvarnar, sem eg nefndi, eru nú árlega
gjörðar tilraunir með þessar og fleiri tegundir
verzlunaráburðar. Tilraunir þessar eru aðeins
fárra ára gamlar, og tæplega nógu víðtækar
onn, enda er nú verið að færa út kvíarnar í
þessu efni — fjölga tilraunastöðvunum og gjöra
tilrauuirnar fullkomnari og yfirgripsmeiri en
þær hafa verið. Má því vænta þess, að áður
mörg ár líða fáist full vissa um það hve arð-
vænlegt sé að brúka verzlunaráburð til túnræktar
og áreiðanlegar leiðbeiningar um notkun hans.
En það sem þessar tilraunir ná, sýnast þær nú
þegar að gefa góðar vonir um verzlunaráburð-
inn.
Kartöfluræktin á íslandi.
Það er skrafað og skráð um framfarir, og
framfarirnar eru miklar í mörgu, frá því sem
hefir verið,- en hvort allar framfarirnar, sem
framfarir eru kallaðar, eru sannar framfarir, til
hags og efiingar eiustakling og þjóðinni f heild
sinni, læt eg ósagt. Hagfræðisskýrslur lands-
ins benda á • framfarir í mörgu, en
þær benda aftur á margt, sem sýnir
enga eða mjög litla framför um langt skeið.
— Eg vil aðeins benda á garðræktina hér á
landi. Hvað garðræktin er gömul hér
veit eg ekki, —1 því ekkert sérstakt rit hefir
verið skráð um garðrækt Islendinga frá fyrstu
tíð — en að líkindum má telja, Björn próf.
Hallórsson í Sauðlauksdal, Magnús Ketilsson
sýslum. í Búðardal, o. fl. góða búhölda 18. aldar-
innar, vera forfeður garðræktarinnar hér á landi.
En þó við sleppum þessum merku
mönnum, er voru brautryðjendur margra
búnaðarframf'ara hér, og færum oss nær
þeim tíma, er vér lifum á, þá sjáurn vér, að
framförin i garðræktinni er mjög lítil, þótt heyri
hún til aðalatvinnuvegi landbóndans, — land-
búnaðinum. — — Því hefir verið haldið fram,
til skamms tíma, að Island væri hrjóstugt laud,
kalt og gæðasnautt, að visu er þetta sannleik-
ur, en það er þó ekki eins hrjóstugt og gæða-
snautt sem margur hyggur, hér er mörg holan,
sem kallað er, og hún stór, er bíður þess, að