Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1909, Síða 13

Freyr - 01.04.1909, Síða 13
FE.EYR. 61 vera tekin til ræktunar, og gefa margfaldan á- vöxt, ef sómi er sýndur. En hverju er að kenna að garðræktin er ekki betur stunduð, en hún er, eða þekking alþýðunnar er jafn áfátt í garð- rækt sem er? Svarið að þessu, get eg hvergi fundið annað en, að skólunum og skólafyrir- komulaginu sé um að kenna. Garðrækt ætti að vera skyldunámsgrein við alla alþýðuskóla vora, eins og hún er við marga alþýðuskóla nágrannaþjóðanna, og hverjum alþýðuskóla ætti að fylgja skólagarður, þar sem nemenöur fengju verklega tilsögn og æfingu samhliða bóklega náminu. Ef íslendingar elska og virða land- ið og trúa á framtíð þess, þá verður það að koma fram í öðru en stjórnmálaþrasi um sjálf- stæði. £>að verður að koma fram í því, að glæða þá krafta, sem til eru og fullkomna þá. Efla viljann, auka þekkinguna og verklega kunn- áttu svo vér getum notfært oss það, er móður- jörð vor hefir að bjóða. Eftir Landshagsskýrsl- unum 1900—1906 hefir uppskera af kartöflum og rófum í tunnum og aðfluttar kartoflur í tunn- um og krónum verið þessi. Ár. Uppskera tn. Aðfluttar kartöflur. kartöflur rófur tunnur krónur 1900 17453 18977 4290 39725 1901 12457 14784 4425 39730 1902 15497 20609 5334 46557 1903 13642 13139 5823 53219 1904 27377 20630 6002 55743 1905 25097 16133 5945 53348 1906 18646 11449 7611 63949 Eftir skýrslunni hefir kartöfluuppskeran orðið í þessi 7 ár 130169 tn. en aðfluttar kart- öflur 39429 tn., eða sem næst, að fiutt hefir verið inn 3 af þeim kartöflum er landsmenn hafa þurft og hafa þeir þó að sjálfsögðu þurft miklu meiri kartöflur en þetta og er slíkt hörmulegt, þar land er nóg og það mikið gott fyrir kart- öflurækt, er liggur ónotað, en til landsins eru fluttar kartöflur fyrir tugi þúsundir króna, er landsmenn, beint fleygja út úr landinu í stað þess að taka þær sjálfir. Hvenær kemur sú tíð er landsmenn fæða sig sjálfir að garðávöxtum og hvenær kemur sú tíð, að meðal útfluttra afurða, verði garðá- vextir fyrir tugi þúsunda á ári. Okkur þarf ekkert að dreyma til þess að þetta verði, það þarf ekkert annað, en auka þekkinguna á gagn- semi garðyrkjunnar og það strax, með því að gera hana að skyldunámsgrein í skólunum, og veita verðlaun fyrir mesta uppskeru af garðávöxtum af góðum stofni og koma á fót garðyrkjufélagi fyrir alt landið. Gfarðyrkjumálið er vert að athuga. Elliöi G. Norðdal. Fyrirlestra í gróðurrækt, 7 talsins, hélt undirritaður, dagana i 1.—13. marz, í Stykkishólmi. Sýslumaður Guðmundur Eggerz hafði fyrir hönd bænda þar vestra farið þess á leit við Búnaðarfélag Islands að eg yrði sendur vestur, hafði hann og sent út fundarboð og sóttu þvi fyrirlestrana menn úr flestum hreppum sýslunnar. Á þá hlýddu um 60 manns þegar fæst var, en um 120 flest. CTmræðufundir voru haldnir á eftir fyrirlestr- unum og var þá jafnan rætt um þau efni sem fyrirlesturinn hafði hljóðað um og ýmislegt fleira viðvíkjandi jarðræktinni. Ennfremur voru nokk- ur fleiri mál tekin til umræðu. Hjálmar kaupmaður Sigurðsson hóf umræð- ur um verzlunarmál og var það mikið rætt. Kom fram svolátandi álit frá nefnd þeirri, sem kosin var til að íhuga það mál:

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.