Freyr - 01.04.1909, Side 14
€2
ERE 5TR.
„Eundinum er það Ijóst, að undirrótin undir
kaupstaðarskuldum og verzlunarólaginu er skort-
ur á framleiðslu kjá bændum, og telur því eina
ráðið til þess að hér komist lagfæring á, að
bændur leggi sig meira í framkróka með að
auka jarðargróður og búpeningsafurðir, og nota
sér betur en hingað til þá björg, sem fá má
úr sjónum, víða upp við landsteina, Til þess
að ráða bót á þeim vandræðum, sem fyrir hendi
eru, álítur fundurinn nauðsynlegt, að bændur
nú þegar komi á samtökum hjá sér með verzl-
un sína og tryggi vörukaupmönnum fullnaðar-
borgun í haust.“ Samþykt var og eftirfarandi
tillaga með öllum greiddum atkvæðum.
„Fundurinn leggur til, að hver hreppur stofni
kaupfélagssjóð. „Aktíur“ (eða árstillög) skulu
vera 10 kr. Skal sjóður þessi vera undir um-
sjón hreppsnefnda fyrst um sinn þar til frekari
ráðstöfun verður gerð“.
Kosnir voru 3 menn i nefnd til að hrinda
þessu máli í framkvæmd, séra Lárus Halldórs-
son á Breiðabóisstað, Hallur bóndi Kristjáns-
son á Gríshóli og Baldvin bókavörður Berg-
vinsson í Stykkishólmi.
Guðmundur Eggerz sýslumaður flutti fyrir-
lestur um „sveitir og sveitalíí;“ talaði hann
einkum um húsakynni, þrifnað og kossa. Var
gerður hinn bezti rómur að máli hans. Urðu
miklar umræður um kossana og vildi fundurinn
útrýma þeim þjóðarósið.
Kvenréttindamálið og aðflutningsbannið
voru umræðuefni á samkomum þessum.
Stofnað var jarðræktarfélag fyrir Stykkis-
hólm og kosnir í stjórn þess Guðmundur Egg-
erz sýslumaður, Guðmundur Guðmundsson hér-
aðslæknir og Jó afat Hjaltalin snikkari.
Óskað var eftir sámskonar fræðslu frá Bún-
aðarfélagi Islands í Stykkishólmi framvegis.
Því miður fékk eg ekki tækifæri til að
íerðast þar um sýsluna, að eins snöggva ferð
upp í Helgafellssveit. Eftir því sem mér kom
fólk það fyrir sjónir, sem sótti samkomurnar,
hefir því verið borin of illa sagan undanfarin
ár. Það hefir verið talað um meiri amlóðaskap
í Snæfellsnessýslu en annarsstaðar hér á landi,
en þeir, sem eg sá, voru mannvæulegir skírleiks-
menn, og virtust hafa fullan áhuga á þeim um-
bótamálum, sem rædd voru.
Einar Helgason
Landbrugets Ordbog
heitir bók, sem er að koma út á dönsku. Húd
er í tveggja arka heftum, er hvert kostar 50
aura. Heftin verða um 100, og áútgáfunniað
verða lokið eftir 2—3 ár. Hitstjórnina hafa á
hendi 8 menn ; er það einvalalið úr flokki land-
búnaðarmanna og visindamanna þeirra, er standa
landbúnaðinum nærri. Af þessum mönnum
mun prófessor C. 0. Jensen vera kunnasturhér
á landi, maðuriuD, er vér eigum að þakka
bráðapestarbóluefnið.
Bókin er í orðabókar formi og má, eftir
stafrófsröð, leita aö flestu því, er viðvíkur land-
búnaði. Hvað fyrir sig er ýtarlega skýrt í sem
styztu lesmáli. í bókinni eru margar myndir.
Þegar eg er að 'blaða í heftunum sex, sem
út eru komin og athuga hvað eg eigi nú helzt
að minnast á, verður fyrir mér ákvœðisvinna (akk-
orðsvinna). Hún ryður sér meir og meir til
rúms, er kemur til af þvi, að verkafólkið heimt-
ar hærri laun en áður hafa tíðkast. Erfiðleik-
arnir koma mest fram við það, að ákveða
hæfilega vinnu fyrir ákveðna borgun og í því
að tryggja sér það að vinnan verði vel og trúlega
af hendi leyst. Smátt og smátt fá menn æfingu
í þessu og ákvæðisvinna verður æ almenDari.
í Danmörku er þetta vinuufyrirkomulag orðið
alment við rófnarækt, fjósaverk, skurðagröft,
áburðarakstur og uppskeruvinnu.