Freyr - 01.04.1909, Qupperneq 15
FREYR.
63
G-risjun og ein hreinsun túrnipsrófna er
borguð með 15—20 aurum fyrir hverja 100
faðma í rófnaröðum. Eyrir að taka upp 100
faðma langa röð af túrnips, er borgað 10—15
aurar.
Eyrir að taka upp kartöflur er venjulegt
að borga ýmist með 8. eða 9. hverri tunnu eða
kartöfluröð; en sé borgað með peningum, þá
25—30 aurar fyrir hverja tunnu.
Ejósaverk, með mjöltum þrisvar á dag og
fötuþvotti, eru venjulega borguð með 55 -65 aur-
irm f'yrir hver 100 pd. af mjólk. Auk þess er
oft gefin uppbót fyrir hvern lifandi kálf og
fyrir hverja kú, sem ber í þrem síðustu mánuð-
um ársins.
Borgun sú, sem hér hefir verið nefnd, er
miðuð við það að verkamaðurinn leggi sér sjálf-
ur til fæði.
Á einúm degi, með 10 tíma vinnu, er þetta
álitin hæfileg vinna:
Að 2 hestarplægi, 7—8” djúpt, 6—10 skeppur1).
— 2 — herfi með venjul. herfum 6—8tunDur.
— 1 maður slái á engi 4—8 skeppur.
__ 1 — stingi upp með spaða 50—80 □ fðm.
Meðal annars er i þessum heftum greiui-
leg leiðbeining í því að þekkja aldur hesta.
í»ar er mikið um áburðarlög, andir og erfða-
festu, kynbætur og hvað annað. Síðast í 6.
heftinu byrja béin.
Bókin verður auðsjáanlegafróðleg og gagn-
leg, auðvitað ekki sízt fyrir þá, sem hafa það
starf með höndum að fræða almenning um
landbúnað. E. H.
«
Jarðræktarfélag Reykjavikur.
Aðalfundur þess var haldinn 5. marz.
Sjóður félagsins er 1705 kr. 36 aurar. Eélags-
menn eru 67. Unnin dagsverk í félaginu síð-
astliðið sumar 990, af 25 félagsmönnum. Það-
er miklum mun minni jarðabótavinna en áður
hefir verið. Yar allmikið rætt um það á fund-
inum af hverju það stafaði og kom mönnum
saman ura, að það væri aðallega vegna hærri
vinnulauna en áður hafa tíðkast, og jafnframt
mundi orsökin vera að nokkru leyti sú, að síð-
ustu árin hafa ýmsir gert sér von um að græða
á námugrefti og með þvl hefir hugurinn dreg-
ist frá ræktun landsins.
Samþykt var að greiða sömu verðlaun_fyrir
unnar jarðabætur og tiðkasýhefir undanfarin.
ár, 2,50 kr. fyrir hver 10 dagsverk.
Eélagsstjórninni var falið að útvega plæg-
ingamann í vor og haust, má verja úr félags-
sjóði í því skyni alt að 100 kr., þó ekki meir
en 20 aura á hvert plægingadagsverk.
Panta skyldi nokkuð af k.alksaltpétri frá
Noregi, svo félagsmönnum gefist kostur á að-
reyna hann, má veita úr sjóði félagsins lítils-
háttar uppörfunarstyrk í því skyni.
Minst var á það, að skilyrðin um ræktun
erfðafestulandi, frá þvi um aldamótin, mundu
viða vanhaldin.
Fífuhvammur.
Svo heitir jörð hér nærri Reykjavík, eign
V. Bernhöfts tannlæknis. Undanfarin ár hefir
hann haft þar bú í félagi við Einar Gunnars-
son cand. phil., nú er hann orðinn einn um
það. Hefir Bernhöft ráðið til sin ráðsmann við
búið, Ingólf Jónsson frá Jarlsstöðum í Bárðar-
dal. Hann kom í vor frá Ameríku, eftir 6 ára
dvöl þar. Meðan Ingólfur var þar vestra, starf-
aði hann mikið að jarðrækt, svo hann er þaul-
æfður við að beita hestum við ýmiskonar
‘) 8 skeppur af landi = 1 tunna = 14000 □ áln.
vinnu.