Freyr - 01.11.1909, Side 1
Búpeningssýningar áriö 1909
Sýningar á búpeningi eru aðallega tvenns-
konar liér á landi, héraðssýningar og hreppa-
sýningar. Héraðssýningu nefnir maður það,
þegar sýningin er haldin fyrir eina eða fleiri
sýslur i sameingu; en hreppasýning þar á móti
þegar sýningin er haldin fyrir einn eða fLeiri
hreppa saman.
Árið 1908 urðu hreppasýningarnar 18 alls.
Héraðssýning var þá engin haldin. — JÞessar
hreppagýningar voru 2 í Yestur-Skafta-
fellssýslu, 1 í Rangárvallasýslu, 2 i Árnessýslu,
1 í Dalasýslu, 3 í Eyjafjarðarsýslu og 9 i
jllúlasýslunum og Austur-Skaftafellsýslunum.
I ár hafa verið haldnar 12 hreppasýning-
ar, er Landsbúnaðarfélagið hefir haft umsjón
með; en auk þess hafa verið nokkrar sýningar
innan Búnaðarsambands Austurlands. Skýrsla
um þær sýningar hefir enn ekki sést og verð-
ur því slept að minnast frekar á þær. — Þess-
ar hreppasýningar voru: 3 i Árnessýslu,
4 j Borgarfjarðarsýslu, 1 í Dalasýslu, 1 i
Strandasýslu, 1 í Húnavatnssýslu og 2 í Skaga-
fjarðarsýslu. Til sýninganna, sem nú var get-
ið, veitti Landsbúnaðarfélagið 1280 kr.
Auk þessa var haldin héraðssýning að
Þjórsártúni við Djórsárbrú 10. júlí s. 1. Var
ákveðið að sýna þar aðeins naut og graðhesta.
Voru þar sýnd 9 naut og 25 hestar. (Freyr,
VI., 8. bls. 100—101). — Veitti Landsbúnað-
arfélagið 400 kr. til sýningarinnar. En til
sýninga hefir það veitt í ár, alis 2080 kr.
Hér verður nú minst á hreppasýningar
þær, er Landsbúnaðarfélagið hefir haft umsjón
með, og skýrt frá þeim í þeirri röð, sem þær
hafa verið haldnar. Sýningarnar voru þessar.
1. Á Hölum i Hjaltadal 17. apríl. Sýn-
ingin haldin fyrir Hólahrepp. — Sýningarskýrsl-
an getur ekki um, hvað margt hafi verið sýnt
af skepnum. Eu verðlaun voru veitt þar, fyrir
2 graðhesta, 7 hryssur, 9 kýr, 5 hrúta ög 127
ær. Virðist svo, sem allar skepnurnar, er
sýndar vorn, hafi verið verðlaunaðar. En hafi
svo verið, þá er slíkt óvanalegt, og um leið
miður heppilegt. — Ekkert naut hefir að líkind-
um komið á sýninguna, þvi uaumast gat hjá
því farið, að það hefði fengið verðlauu, ef það
hefði verið sýnt. ■— Eyrir 4 kýr voru veitt 2.
verðl., 4 kr., og 3. verðl. 2 kr. fyrir 5 kýr.
Báðir graðhestarnir fá 2. verðl. 6 kr. Voru
þeir hvor fyrir sig •í71/2 þuml. á hæð. Um
aldur ekki getið, og er það nokkur vöntun. —
Fyrir 5 hryssur eru veitt 2. verðl. 4 kr. og 3.
verðl. 2 kr. fyrir tvær. Alduriuu á þeim hefir
verið 6—16 vetra, og hæðin á fiestum kringum
48 þuml. — Eyrir 4 hrúta eru veitt 2. verðl.
2 kr, og einn hrútur fær 3. verðl. 1 kr. Eyrstu
verðl. kr. 1,50 eru veitt fyrir 7 ær; önnur verðl.
kr. 0,50 íyrir 60 ær, og þriðju verðl. kr. 0,25
fyrir aðrar 60 ær.
2' I Gröf í Hofshreppi 24. apríl, og var
sýningin fyrir þann -hrepp. — Verðlaun voru
þar veitt fyrir 10 kýr, 2 graðhesta, 13 hryssur,
8 hrúta og 99 ær. Litur út fyrir hér, eins og
um sýninguna á Hólum, að veitt hafi verið