Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.1909, Side 3

Freyr - 01.11.1909, Side 3
FREYR 123 að verið hafi fremur góðar, stórar og þrekvaxn- ar. Ummál þeirra fyrir aftan bóga 67—68 þuml., og bæðin 45—48 þuml. Hrossin flest ekki falleg, enda Höfðaströndin ekki hestasveit. Ærnar voru fallegar, og 3umar afbragðsvænar, einkum ærnar frá Arna í Höfðakólum. Hrút- arnir að sínu leyti ekki eins fallegir og ærnar. 5. Að Klausturhólum 10. júni. , Sýningin haldin fyrir Grímsneshrepp. A sýninguna komu 43 kýr, 1 graðkestur 4 vetra, 15 hryssur, 3 hrútur og 80 ær. Verðlaun voru veitt fyrir 20 kýr, graðhestinn, 8 hryssur, alla hrútana og 27 ær. Önnur verðl. voru veitt fyrir 6 kjr og þriðju verðl. fyrir 14 kýr. Rýrnar, sem fengu 2. verðl. voru allar fallegar og jafnar að útliti og gæðum. Þær voru frá Ásmundi Eiríkssyni Heðra-Apavatni Jóni Sigurðssyni Búrfelli, Krist- ni Grtiðmundssyni, Miðengi, Gunnlaugi ;Þor- steinssyni, Kiðjabergi, Þorkeli á Brjámsstöðum og Guðjóni Finnssyni Reykjanesi. Hesturinn f’ekk 3. verðl. 4 kr. Önnur verðl. voru veitt fyrir 3 hryssur, og þriðja verðl. fyrir 5. Voru .þær 5—11 vetra, 50—52 þuml. á hæð flestar þeirra. Fyrir einn hrútinn voru veitt 2. verðl. og 3. verðl. fyrir tvo, fyrir 3 ær voru veitt fyrstu verðl.; þær voru frá Björk, Klausturhól- um og Hólakoti. Sjö ær fengu 2. •verðl. og 17 fengu 3. verðh — Féð var fremur fallegt yfir höfuð. Sýningin hepnaðist vel, enda var veðrið ágætt. Það sem skorti á, var það, hvað fátt kom af karldýrum, aðeins 1 hestur og 3 hrút- ar, en ekkert naut. Munu þó hafa verið til í sveitinni 3—4 naut sýningarbær. — Að öðru leyti var sýningin mjög vel sótt. 6. Á Baugstaðakampi 12. júní. Var sú sýning haldin fyrir 3 neðstu hreppa Flóans, Gaulverjabæjarhrepp, Stokkseyrarhrepp og Eyr- arbakkahrepp. A sýninguna komu 62 kýr, 1 naut, 1 árs, 30 hryssur, 5 graðhestar, 108 ær og 8 hrútar. Verðlaun voru veitt fyrir 26 kýr, 11 hryssur, 3 hesta, 4 hrúta og 30 ær, Nautkálf- urinn þótti of ungur til þess að fá verðlaun. Önnur verðlaun voru veitt fyrir 7 kýr, allar fallegar og þriðju verðl. fyrir 19 kýr. Voru kýrn- ar, sem komu á sýninguna, flestar yfirleitt væn- ar og höfðu góð mjólkureinkenni. Hryssurnar voru hinsvegar tæplega í meðallagi, enda fekk ekki nema ein þeirra önnur verðl. en fyrir 10 hryssur voru veitt 3. verðl. Fáar af þeim voru samt mjög litlar, flestar nálægt 50—öl1/^ þuml. á hæð. Önnur verðl. voru veitt fyrir hestana. Tveir þeirra voru 4 vetra, litföróttur 51 þuml. á hæð frá Einari í Brandshúsum og rauður iafnhár frá Bernharði i Keldnakoti. Þriðjifol- inn var grár, 3 vetra 50 þuml. á hæð, frá Ing- vari á Skipum. — —■ Hrútarnir fengu, 2. verðl. tveir og hinir fengu 3. verðl. Fyrir 10 ær voru veitt 2. verðl. og 3 verðl. fyrir 20 ær. Sýningin fór vei fram og var ágætlega sótt. En það kom það sama fram hér, eins og víða á sýningum annarsstaðar, að lítið er um naut, er þykja vera sýnandi. Saunleikurinn er einu- ig sá, að mjög fátt er orðið um sæmilega fall- eg naut. Menn nota mest bolakálfa til undan- eldis og þá oft illa valda og óálitlega. Er það rnikið mein og gjörir nautpeningsræktinni stórt tjón, hvað lítið er hirt um að vanda val á naut- kálfum, og hvað naut eru notuð ung. Nautgripafélögin eru að vísu undantekn- ing í þessu efni, eiga flest þeirra þroskuð naut og sum þeirra mjög falleg, En þessi félög eru svo fá, enn sem komið er. — Að öðru leyti er nautahaldið í mesta ólagi hjá flestum. Féð sem kom á sýninguna var fremur fal- legt eftir þvi sem gerist í þessum sveitum. Veðrið var ágætt, sýningardaginn, enda var þar komið saman á sýningnna nálægt 500 manns. — Sýningin í Klausturhólnm var og fjölmenn. 7. Á Heydalsá i Strandasýslu, 25. sept.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.