Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.1909, Side 6

Freyr - 01.11.1909, Side 6
126 EREYB. Sýningin var vel sótt, enda bezta veður um daginn. 12. Á Heiðarbce í Þingvallasveit, 12. okt. — Sýningin var fyrir Grafning og Þingvalla- sveit. Sýningargripimir voru 14 kýr, 4 naut, 8 hryssur, 2 graðhestar, 90 ær og 12 hrútar. Verðlaun voru veitt fyrir 3 naut; svart, 2 ára, frá Halldóri Einarssyni, Kárastöðum (2. verðl.); svarthöfðótt, 2. ára, frá Jóni Svein- hjörnssyni, Bíldsfelli (2. verðl.) og svartskjöld- ótt l3/4 árs frá Kolbeini Gruðmundssyni, Úlf- ljótsvatni (3. verðl.) — Ejórar kýr fengu 2. verðl. og 8 fengu 3. verðl. Kýrnar voru flest- ar fallegar og góðar mjólkurkýr. Rauður hestur, 2 vetra, 49'/2 þuml. á hæð frá Kolbeini á Úlfljótsvatni fekk 3. verðl. 4 kr. Magnús Magnússon, Yillingavatni fekk 2. verðl. fyrir jarpa hryssu 7 vetra, 52l/2 þuml. á hæð. Ein hryssa fekk 3. verðl. — Ejórir hrútar fengu 2. verðl. og aðrir fjórir fengu 3. verðl. Eyrir 4 ær voru veitt 1. verðl. 3 kr. Voru 2 af þeim frá Kárastöðum, 1 frá Hannesi í Skógar- koti og 1 frá Eiriki á Heiðarbæ. Onnur verðl. voru veitt fyrir 16 ær og 20 ær fengu 3. verol. Hafa þá 8 hrútar hlotið verðlaun og 40 ær alls. Sauðtéð var langflest úr Þingvallasveitinni. Var það fallegt fé og frernur jafnt. I þessum hreppum hefir ekki verið haldin sýning áður; en sýuingiu tókst vel, einkum þegar þess er gætt, hvað orðið var áliðið. Hér hefir nú verið minst á sýningarnar, er haldnar hafa verið þetta árið. Er þarfljótt yfir sögu farið, og ekki getið nema hinshelzta. Yrði hitt oflangt mál, ef lýsa ætti hverri ein- stakri sýuing nákvæmlega. Víða er getið um hvað verðlaunin, er veitt voru, hafi verið há. En til frekari skýringar og athugunar fyrir aðra skal þess getið, að á hreppasýningum eru verðlaunin fyrir kýrvana- lega 12 kr. (]. verðl.), 8 kr. (2. verðl.) og 4 kr. (3. verðl.). Eyrir hryssur eru þau, 10 kr., kr. 6,50 og kr. 3,50. Fyrir ær, 3 kr., 2 kr. og 1 kr. Erá þessu er að vísu ofurlítið breytt einstöku sinnum; en hlutfallið látið vera hið sama. Að því er karldýrin snertir, eru verðlaun- in ætíð litið eitt hærri. Eyrir naut eru þau 15 kr., 10 kr. og 5 kr.; fyrir hesta 12 kr., 8 kr. og 4 kr.; og fyrir hrúta 5 kr., kr. 3,50 og 2 kr. Að öðru leyti má geta þess, að verðlaunin eru miðuð, og eiga að miðast við verðmæti hverrar skepnutegundar. Sigurður Sigurðsson. Nýtt sauðfjárræktarbú. A síðasta sýslunefndarfundi fyrir Vestur- Húnavatnssýslu (9.—13. marz s. 1.) var til um- ræðu stofnun sauðfjárkynbótabús þar í sýslunni. Eggert Leví, bóndi á Osum mun hafa orðið fyrstur til að hreyfa þessu máli, og að hans tilhlutun komst það fyrir sýslufund. Sýslu- nefndin hét styrk til búsins fyrir sitt leyti ef Lanbúnaðarfélagið vildi styrkja það, eins og vanalegt er, þegar um sauðfjárkynbótabú er að ræða. Sýslunefndin ákvað nú að gefa mönnum kost á að sækja um að taka að sér búið. Þeir urðu 6 alls er það gerðu. Það voru alt myndarbændur og góðir fjármenn. Einn með- al þeirra var Guðmundur Björusson, Hvarfi í Víðidal. UmsókD hans fylgdu vigtartöflur og meðmæli nokkura bænda þar í nágrenni við hann, er þektu fé hans. Af vigtartöflunni sést meðal annars, að í fyrra haust var meðalvigt á 38 dilkum, 86 pd. Sá þyngsti var 100 pd., og þar næst voru 3, er vigtuðu 97 pd. hver.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.