Freyr - 01.11.1909, Side 4
124
FREYR
— Þrír hreppar tóku þátt í þeirri sýniugu,
Eellsbreppur, Kirkjubólshreppur og Hróbergs-
breppur.
A sýninguna komu 2 naut, 24 kýr, 3 grað-
bestar, 18 kryssur, 17 hrútar og 17 ær. Verð-
laun voru veitt íyrir bæði nautiu, 13 kýr, alla
hestana, 10 hryssur, 12 hrúta og 15 ær. —
Björn Halldórsson, Smáhömrum, fekk 1. verðl.
15 kr. fyrir svart naut 2'/2 árs. Hitt nautið
var lx/2 árs, og fékk það 2. verðl. 10 kr,
Isleifur Jónsson, Tindi, fékk 1. verðl. 12
kr. fyrir rauða kú 11 vetra, einkar fallega.
Er hún talin önnur bezta kýrin í sýslunni. —
Onnur verðl. voru veitt fyrir 5 kýr, og 3. verðl.
fyrir 7 kýr.
Björn á Smáhömrum fekk 2. verðl. 8 kr.
fyrir rauðan fola, 2 vetra, 49 þuml. á hæð.
Hinir folarnir fengu 3. verðl. — Fyrir 4 hryss-
ur voru veitt 2. verðl. Tvær af þeim, grá 8
vetra frá Grími í Húsavík, og rauð 5 vetra frá
Tómasi Brandssyni, voru 53 þuml. á hæð. Sex
hryssur fengu 3. verðl.
Sigurður Magnússon, Broddanesi fekk 1.
verðl. 5 kr. fyrir hrút 4 vetra. Mun hann
hafa vigtað talsvert yfir 200 pd. Fjórir hrút-
ar fengu 2. verðl. og 3 verðl. Fyrir 2 ær voru
veitt 1. verðl., önnur verðl. fyrir 5, og 3. verðl.
fyrir 8.
Sýningin fór vel fram, og var sæmilega
sótt, áð því er hross og nautgripi snertir. En
at sauðfé kom fátt á sýninguna. Olli því með-
fram það, að daginn áður var svarta þoka, er
gerði það að verkurn, að sumt af fénu, sem
búið var að taka frá til sýningarinnar, týndist,
og þeir sem.höfðu geymt að smaia til sýning-
arinnar þangað til, fundu ekki það, sem þeir
ætluðu að sýna.
Yfir höfuð voru skepnurnar fallegar. Af
nautgripum báru af kýrin frá Tmdi og nautið
frá Smáhömrum. Hryssurnar voru einnig marg-
ar laglegar. En sauðfé var þó tiltölulega fal-
legast, enda er féð víða i Strandasýslu yfir
höfuð fallegt og vænt.
Sýning þessi að Heydalsá er fyrsta sýn-
ingin, sem haldin hefir verið í Strandasýslu. —
Hannes Jónsson ráðunautur Búnaðarsambands
Vestfjarða var á sýningunni.
8. A ILöli í Hvammssveit í Dalasýslu 28.
sept. SýningÍD var fyrir þá sveit og Fellsströnd.
Dar voru sýnd 2 naut, 24 kýr, 3 graðhestar,
32 hryssur, 49 hrútar og 110 ær. Verðlaun
voru veitt fyrir bæði nautin, 14 kýr, 2 hesta,
10 hryssur, 20 hrúta og 40 ær.
Annað nautið var eign nautgripafólags
Hvamssveitar, og fekk það 1. verðl. 15 kr.
Það er svart á lit, 3 ára, og fremur fallegt.
Hitt nautið fekk 3. verðl.; það var l'/2 árs. —
Fyrir 3 kýr voru veitt 2. verðh og voru það
laglegar kýr með sæmilegum mjólkureinkenn-
um. Ellefu kýr fengu 3. verðl. — Folarnir
fengu báðir 3. verðl. voru þeir 3 vetra og 2
vetra, en þó jafnstórir, 50 þuml. á hæð. Af
hryssunum feDgu fjórar 2. verðl. en 6 fengu
3. verðl.
Fyrir hrút 3 vetra frá Bjarna Jénssyni,
Asgarði voru veitt 1. verðb 5 kr.; var það fall-
eg kind að öllu öðru leyti en því að hann var
kollóttur. Hann mun hafa vigtað um 190 pd.
Sex hrútar fengu 2. verðl. og 13 3. verðl.
Fyrir 6 ær voru veitt 1. verð). 3 kr. Af þeim
voru 4 frá Haunesi HanDessyni, Ytra-Felli, og
2 frá Glerárskógum. Önnur verðl. feDgu 9 ær
og 3. verðl. 25 ær.
Fénaðurinn var yfirleitt fremur fallegur
en nokkuð misjafn, og átti það sér stað um
allar skepnutegundirnar. Sauðfó var einna jafn-
ast, en innan um það voru afbragðs-kindur.
9. Á Sigmundarstöðum í Hálsasveit í Borg-
arfjarðarsýslu, 4. okt., og var sýningin aðeins
fyrir Hálssveitunga. — Sýndar voru þar 7 kýr,
1 naut, 12 hryssur, 5 graðhestar, 56 ær og:
16 hrútar. VerðJaun voru veitt fyrir 6 kýr, —