Freyr - 01.10.1911, Side 3
Búbót — uppeldisbót.
Agrip af fyrirlestri eftir Tandberg búnaðarmálastjóra.
Útlendingar segja einatt að oss skorti skiln-
ing á því hversu mikla þýðingu nýtni og spar-
semi liefir fyrir velferð vora; að vér kappkost-
um ekki að ná neinu ákveðnu marki, með dugn-
aði og þrautseigju; að vér gefura oss tilviljun-
inni um of á vald, og leiði það til þess, að
draga um of úr tveim fiinum þýðingarmestu
eiginleikum mannlífsins: iðjusemi og sparsemi.
Báðir þessir eiginleikar fylgjast oftast að, af
því þeir byggjast á sömu Hfsskoðun báðir. Eitt
af því, sem skapar varanlegasta gæfu fiér í
heimi, er getan til að hjálpa sjálfum sér og
öðrum, en til þess að megna slíkt útheimtist
nokkur velmegun og hún á rót sína í hinum
tveim nefndu eiginleikum.
Þar sem vér óskum þess allir, að hiu upp-
vaxandi kynslóð, sem á að taka við af oss,
geti orðið eins giftusöm og framast er unt, orðið
•duglegir og góðir þegnar þjóðfélagsins, þá hvílir
■sú skylda á oss, að beina þroska æskulýðsins
í þá stefnu, sem vænleg er til þess, að þessar
óskir vorar geti ræzt.
Vér erum alt of hrædd við það að nota
börnin til nytsamra starfa. Auk skólaverunnar
sjálfrar eyða þau tímanum til að leika sér og
slæpast. I öðrum löndum ríkir alt önnur skoð-
un á þessu. Barn, sem er orðið 8—10 ára
gamalt, má varla nokkurn tíma vera iðjulaust.
Þar vinna börnin langtum meira en hér heima,
að ýmsum störfum, bæði innan húss og utan,
en venjulega fá þau dálitla borgun þegar þau
hafa verið dugleg, ekki eingöngu með orðum
og góðgerðum, heldur líka með aurum, svo að
þau geti sjálf keypt sér ýmislegt smávegis, sem
þau þarfnast, en þó verður altaf eitthvað af
aurunum að leggjast í sparisjóðinn.
Þegar börnin fara að nálgast fermingar-
aldurinn þurfa þau við og við að halda á pen-
ingum, hafi þau enga, verða þau að biðja for-
eldrana um þá. Það er oft sárt að þurfa að
biðja, og stálpaðir unglingar taka sér það nærri,
þeim finst það vera betl. Það er skapraun,
sem foreldrarnir verða að létta af börnunum,
eftir því sem hægt er. Eg hugsa að vér öll-
saman finnum til þess, hvílík ánægja og bless-
un fylgir þeim peningum, sem vér höfum heið-
arlega unnið fyrir, fram yfir það sem þeir pen-
ingar veita, er vér fáum að gjöf eða á annan
hátt.
Auðvitað er ekki öll vinna við hæfi barna.
Erfið vinna, vandasöm og ábyrgðarmikil, heyrir
til hinum fullorðnu, en auk þess er á hverju
heimili, bæði til sjós og sveita, mikið að gera,
sem börnin bæði geta unnið og eiga að vinna
og það ekki eingöngu til að spara vinnu full-
orðna fólksins heldur fyrst og fremst sjálfra
þeirra vegna. Það sem börnin læra af nytsömum
störfum verður þeim ætíð tíl góðs síðar á æf-
inni. Börnin eiga að hjálpa til að þvo og
matreiða, bera á borð, gera við ýmislegt, vinna