Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1911, Side 7

Freyr - 01.10.1911, Side 7
FREYR. 117 rakar liún alt fyrir það á yið 5—6 stúlkur, sé röskur hestur fyrir henni á sæmilega stórum sléttum. 2. Heppilegast tel eg að láta heyið liggja í ljá þar til það er orðið þurt. Hitt getur líka gengið að raka í flekki, að öðru leyti en því, að vélin hreiðir ekki á. 3. Með pöntuninni þarí að taka það frarn, að vélarnar séu þétt tentar — ekki meira en 2 þuml. milli tanna — og að tennurnar séu kantaðar en ekki sivalar. Með þvi að hafa teunurnar kantaðar, eykst styrkleiki þeirra, og er þess þörf á rnikilli mosa- og sinujörð; þar vilja sívalar tennur hogna. Eg hætti svo með ósk um aukna vélanotk- un í landi voru, en jafnframt vil eg mselast til þess við hændur, er fá sér vélar, að þeirfengju sér vana menn til að koma vélunum á stað og kenna þeim mönnum, er þær eiga að nota, en vera helzt ekki að hurðast við það sjálfir, án þess að fá tilsögn, því það er, auk þess að vera stór skaði fyrir eigendurna sjálfa, ef þær eru ekki rétt meðhöndlaðar, rækilegt meðal til, að koma vantrausti og óhug á vólanotkunina hjá öðrum, ef þeir sjá að vélarnar ganga illa. Slíku megum við ekki við. Matjurtarækt. i. Það er sitthvað hausthugi og vorhugi. Þannig er það með svo margt og kemur það líka niður á matjurtaræktinni. Menn finna það hezt á haustin, þegar veturinn er að ganga í garð, hversu gott það væri að hafa nóg af garðávöxtum til vetrarins, en áhuginn dofnar venjulega smátt og smátt, eftir því sem fram á veturinn líður, og á vorin er þetta svo þráfald- lega fallið í gleymsku. Þá er engu sáð, eða þá aðeins í litlu garðholuna, sem ekki er nándar nærri nógu stór til að geta gefið nægilega upp- skeru handa heimilinu. Gamla sagan endur- tekur sig altaf á haustin ; uppskeran í langflest- um stöðum lítil eða engin. Þannig er þessu varið enn, haustið 1911. Vitaskuld hefir sumarið verið kalt, en uppskera af rófum og kartöflum hefir þó verið alt að því í meðallagi, þar sem eg þekki til. Síðustu 10 árin hefir ekki verið önnur eins eftirspurn eftir garðávöxtum hér i Iteykjavík eins og nú í haust. Mest er spurt um gulróf- urnar. JÞær hafa verið seldar hér á 5 kr. tunn- an og hjá sumum ef til vill dýrara og allir seldu upp strax, það sem þeir áttu. Það hefði mátt selja miklu nieira en gert hefir verið, því fjölda margir hafa ekki fengið hragð. Þetta ætti að vera hvöt fyrir menn að láta ekki fara svona næsta haust. Nóg er landið og nóg er þörfin, og hagnaður er í því að geta selt gul- rófnatunnuna á 5 kr. Væntanlega láta menn skortinn, þann sem nú er, verða sér að kenn- ingu, og gleyma því ekki í vor, þegar sólin er búin að þíða vetrarklakann.-------Sá sem engu sáir, ekkert uppsker. Svona er það nú með gulrófurnar, en með kartöflur er nokkuð öðru máli að gegna. Þær má altaf fá utanlands frá ef skortur er á þeim heimafyrir. Það er ósköp handhægt að fara í búðina og kaupa þær; en skemtilegra og arð- vænlegra væri að rækta þær sjálfur. JÞað hefir verið með meira móti eftirspurn eftir kartöflum i haust hér fyrir sunnan. Hafa allir sjálfsagt getað selt upp, sem aflögu áttu. Akurnesingar munu vera húnir að selja það sem þeir ætla og hafa fengið 8 kr. eða vel það fyrir tunnuna heima hjá sór. Það hafa sumir álitið, að ekki væri til neins að fara að rækta gulrófur eða kartöflur i stór- um stíl, því markaðurinn mundi strax fyllast um of. En það er öðru nær en svo sé. Nokk-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.