Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1911, Side 8

Freyr - 01.10.1911, Side 8
118 FE.EYR. nð hefir ræktun þessara matjurta .aukist á síð- ari árum, en eftirspurnin fer samt altaf vaxandi. Kem’ir það sjálfsagt til aftvennu: fólkið fjölg- ar hér í höfuðstaðnum og við sjávarsíðuna yfir- leitt, og ætla má að menn séu farnir að borða meira af matjurtum en menn gerðu áður. Það •er ágætt, þess þurfum vér með. Islendingar •éta langt um of lítið af garðávöxtum. Þeir yrðu hraustari og þeim liði betur ef þeir borð- uðu meira af þeim. Þessar 2 nefndu matjurtategundir: gulróf- urnar og kartöflurnar, eru óefað þær sem mesta og almennasta rækt á að leggja við hér á landi, en það er þó miklu fieira sem hægt er að rækta, og vér eigura auðvitað að rækta það alt, en leggja náttúrlega mesta stund á það arð- samasta. Nú vil eg nefna eina matjurtategundina, sem vér ætlum að fara að leggja alúð við, það eru gulrœtur. Þær hafa að vísu alloft áður verið nefndar og mælt vel með þeim, en árang- urinn af því er sama sem enginn. Eg get því ekki vænst þess að menn kippist við, þegar menn sjá þær nefndar hér, og fari nú alment að sýna þeim þann sóma sem þær eiga skilið. En ef ske kynni að nokkrir menn, sem þessar línur lesa, tækju sig til og fengju sér gulróta- fræ fyrir vorið og sáðu því fyrstu daga maí- mánaðar, þá myndu þeir fá álitlega uppskeru em haustið. Það mætti sá þeim fyr, en nauðsyn- legt er það ekki. Gulræturnar verða að vísu ekki sérlega stórar, 10—15 kvinta stærð kallast góð, en þeim er sáð svo þétt, að fjöldinn gerir það að verkum að uppskeran verður, miðuð við blett- inn, alt að því eins mikil eias og af gulrófum. Kétt er að velja gulrótunum hlýtt pláss í garð- inum, liggjandi móti sól. Þær mega standa í garðinum fram eitir hausti og þó að frjósi, sak- ar það ekkert, ef að eins er hægt að ná þeim upp áður en frostið sest að. Það hefir fátt skeð og fáar framkvæmdir verið fyrirhugaðar á þessu ári svo, að aldaraf- mælis Jóns Sigurðssonar hafi ekki verið minst, Mættum vér ekki lika, sem rófurnar ræktura, tala með eins og hitt fólkið og taka það veru- lega í okkur, að láta nýtt tímabil í sögu garð- yrkjunnar renna upp á þessu ári og láta nú ekki lenda við orðin tóm. Það ætti ekki að koma fyrir oftar, að ekki fengjust gulrófur þegar 5 kr. eru í boði fyrir tunnuna, né kartöflur þeg- ar 8 eða jafnvel 9 kr. eru 1 boði. Það eru Sunnlendingar sem drýgstir ættu að yera í þessura efnum, veldur því veðráttu- farið. Láti þeir nú sjá að þeir séu Sunnlend- ingar. Einar Helgason. §§> Góður blettur. Eg var að ljúka við að ganga frá uppsker- unni úr lítilli kartöflunýlendu, sem fóstri minn, Björn hreppstjóri Bjarnarson í Grafarholti, tók til ræktunar í vor, og af því hvað illa var spáð fyrir henni af flestum hefi eg gaman af að skýra frá hvernig hún hefir reynst. Landið var óræktarholt. Sumt af blettin- um var deigt moldarflag, en hitt smágrýtt mel- börð, að nokkru leyti með moldarskán yfir og gróin grastoppum, alt ójafnt og hnjótótt. Dæld var nálægt miðju með vatnsuppgangi. Byrjað var á því að grafa ræ3Í fram úr dældinni, og var það fylt með smágrjóti, sem ofan á lá í blettunum. Því næst var landið jafnað með sjálfu sér, og grjóti, er upp kom, kastað úr og auk þess bætt í nokkru af aðfluttri mold og ösku. Svo var plægt og herfað. Um miðjan júní var búið að setja í blettinn. Þaðvargjört þannig, að mokuð var upp skora meðfram snúru, sem strengd var enda milli. Yoru svo kartöfl- urnar lagðar í þessa skoru, með tæpu feti á milli; bletturinn er 102 fet á lengd, enaðjafn-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.