Freyr - 01.10.1911, Side 9
FBEYR.
119
aði fóru 110—115 kartöflur i röðina. Þá yar
næst stráð áburði (vetrarmykju) yfir. Því næst
var snúran færð um tæpa alin; breiddin er 60
fet, en raðirnar urðu 35. Uppmokstrinum úr
næstu skoru eða röð var dreift yfir áburðinn i
kinni fyrri, og svo koll af kolli. Útsæðið í
hverja röð voru tæp 6‘/„ pd., svo í blettinn
bafa farið um 226 pd. útsæðis.
Blettur þessi liggur í hægum halla móti
nónstað. Skyndigirðing með 2 vírstrengjum var
sett í kring. í þetta sinn kom svo sem enginn
arfi í hann.
Um miðjan ágúst var byrjað að taka upp
til matar, og eyddist úr 3 röðum til september-
loka. Úr hinum 32 var tékið nú um mánaða-
mótin sept.— okt.
Voru að jafnaði 98 pd. úr röð, en það
gerir 15,18 falda uppskeru.
Þessi blettur, úr óræktarholti, hefir því gef-
ið rúma tunnu af hverjum 10 Q föðmum (170
□ £, 17«/, tn.). Kartöflu-uppskeran hefir
orðið úr þessum bletti um 17‘/2 tunna, og ef
áætlað er að tunnan kosti 8 kr. hefir hann gefið
í arð „brúttó“ 140 kr. Kartöflurnar voru frem-
ur jafnar, fátt smátt, og hinar þyngstu um 40
kvint. Voru 10—40 undir grasi. Þær eru
þéttar og góðar, enda er jarðvegurinn nú eftir
blöndunina að meiri hluta sendinn.
Útsæðið var innlent, mest héðan, en í 8
röðum af Akranesi.
Eins og allir vita, var sumarið eitt hið
kaldasta, og vaxtartíminn ekki nema rúmir 3
mánuðir. Þess vegna hefir blettur þessi hepn-
ast langt fram yfir það, sem vænta mátti.
Svona getur landið okkar veitt börnum sinum
brauð. Ef viljann og viðleitnina til íramfara og
framsóknar vantar ekki, þá má mikið yrkja
landið, og fá ríkulegan ávöxt iðju sinnar, enda
þótt náttúran sé óblíð stundum.
Pétur Eyvindsson.
Myndarleg fjárrétt.
„Það er býsua myndarleg rétt, sem þið
hafið bygt hér“, heyrði eg búnvetnskan bónda
segja í Þverárrétt, fimtudaginn 21. september,
þegar fyrst var réttað í hinni nýju steinsteyptu
rétt, er bændur þeir, sem eru í Þverárréttar upp-
rekstrarfélagi, hafa bygt í sumar. Og það er
sannmæli, sem húnvetnski bóndinn sagði. Kétt-
in er einstök f sinni röð, og bendir eftirkom-
endunum inn á þá braut, sem nú er að byrja
og þeir eiga að fylgja, en hún er sú: að gera
alt þannig, að þeir og niðjar þeirra hafi þess
fullkomin og varanleg not.
Þverárrétt hin forna var orðin ónýt og
þurfti að byggjast upp, var því i fyrra kosin
nefnd manna til að finna haganlegt réttarstæði
og gera áætlun um kostnað við nýja réttar-
byggingu. Nefnd þessi fann réttarstæðið á
sléttum hörðum mel, rétt hjá Litlu-Þverá, þar
sem gamla póstleiðin iiggur yfir hana. Staður-
inn er einkar vel valinn, melurinn sléttur, þur
og harður, en þó ryklaus; á aðra hönd áin og
á hina Norðtunguskógur, sem prýðir réttarstæð-
ið ekki lítið.
Nefnd þessi lagði til að byggja hina nýju
rétt úr steinsteypu, og á fundi, er haldinn var
að Arnbjargarlæk 16. desember 1910, voru all-
ir, að einum 3 mönnum undanteknum, með því
að byggja réttina úr steinsteypu. Réttin er nú
fullgerð og var nú réttað í henni í haust. Eanst
öllum mikið til um þau þægindi, sem að henni
voru, samanborið við aðrar réttir, og nú mun
enginn þessara 3 manna, sem voru á móti að
steypa hana, iðrast eftir að það var gert.
Réttin er 13000 Q álnir að stærð með
dilkum og rúmar um 15000 fjár. Hún er 24-
hyrningur og eigi ósvipuð kerrubjóli. 23 dilk-
ar eru við réttina og voru þeir allir fullir nú
í haust. Járngrindur eru i öllum dilkdyrum,
en í réttardyrunum er trégrind.