Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1911, Side 5

Freyr - 01.10.1911, Side 5
I FREYR. 115 mndanskildu þyí, að þeim er oft komið á ein- ^livern skóla, amtsskóla, hússtjóruarskóla eða búnaðarskóla, einn eða tvo vetur. Unglingsár- in eru einatt vandamest, hæði fyrir foreldrana og hörnin. Unglingarnir vilja nú fara að ráða fyrir sér og verða vanstiltari en áður, meðal annars vegna þess, að þeim finst ekki nægilegt tillit vera tekið til sín og lítið vera gert úr vinnu sinni; foreldrarnir gæta ekki nægilega að því að þetta eru ekki lengur börn, heldur stálpaðir unglingar, er verður að umgangast eins og fullorðna. Bændurnir eru venjulega ekki betur settir en svo, að þeir þarfnast að- stoðar þessara stálpuðu unglinga, einkanlega ef þeir ætla þeim að komast á einhvern skóla. Þetta virðist vera gamall vani, en foreldrunum yfirsést í því, að þeir gjalda unglingunum venju- lega ekkert kaup, veldur það óánægju og kemur hún fram í litlum og lélegum vinnubrögðum, og á þessum árum er unglingslundin viðkvæmari en á. öðrum tíma æfinnar. JÞað er einmitt nú á þessum tímamótum, milli æskuáranna og full- ■orðinsáranna, að 'leggja á grundvöllinn undir starfslöngun og dugnað. Það er eðlilegt og mannlegt að sá vinni lítið, sem lítið fær kaup- ið, en aftur á móti mun unglingur sá sem fær gott kaup hafa þá sómatilfinningu, að kappkosta að vinna vel fyrir kaupi sínu. Það er þessvegna mis- ráðið af foreldrunum að gjalda ekki unglingun- um kaup, því peningum þurfa þeir samt sem áður á að halda til ýmislegs, bæði til klæðn- aðar og menntunar o. s. frv. Gjaldið ungling- unum vinnulaun, það liefir í för með sér: 1. Meiri starfslöngun. 2. Meira vinnuþrek. 3. Meiri nákvæmni og athygli. 4. Meiri þekking á því að fara með peninga. 5. Meiri ánægju á heimilinu. 6. Meiri föðurlandsást. '7. Minni útflutning. Það jafnast engin vinna á við þau vinnu- brögð, sem hér hafa verið nefnd, i því, að koma því til leiðar, að sá vitnisburður útlend- inga, hversu oss sé áfátt í nýtni og sparsemi, eigi ekki lengur heima um oss. Aukning þess- ara smá-atvinnugreina mun koma því til leiðar, að vér verðum duglegri og betri borgarar í þjóðfélaginu. Eg las þenna fyrirlestur í norska búnaðar- tímaritinu „For' smaabruk og egne hjem“ og fanst mér, að þótt hann eigi við Noreg, þá gæti hann lika haft sína þýðingu fyrir íslend- inga, þessvegna tók eg mig til og þýddi hann. Einar B.elgason. Heyvinnuvélar og notkun þeirra. Eftir Jón Briem á Oddgeirshólum. Vegna þess að vér Islendingar erum, í samanburði við nágrannaþjóðir vorar, æði skamt á veg komnir með að nota hestkraft vorn til hjálpar mannshöndinni, tel eg mér og öðrum, er reynslu hafa at vélum og notkun þeirra, skylt að láta álit vort í ljósi öðrum til leiðbeiningar. Eg vil fyrst og fremst áminna menn um að venja dráttarhestana vel, og tel eg það eitt af höfuðatriðum vélanotkunarinnar, því án þess geta vélarnau ekki komið að fullum notum. Segjum t. d., að þá er slegið er með vél kemur það oft fyrir, að þá er hestarnir hafa ekki lært að hlýða, að annaðhvort tekur ljárinn ekki eins mikið og hann annars gæti, eða að manir verða á milli ljáfaranna. Hvorttveggja er jafn skaðlegt og munar afar miklu á vinnu á móti því að ljárinn taki alt af eins breitt far og lengd hans leyfir, án þess að skilja eftir á milli ljáfaranna. Svo er einnig við alla aðra vélanotkun nauðsynlegt að hestarnir séu vel vandir. JÞá er nota skal vélar, þarf undir öll-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.