Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1911, Side 6

Freyr - 01.10.1911, Side 6
116 FREYR. um krÍDgumstæðum að liafa fult vald yfir hest- unum, koma þeim aldrei upp á það að hafa ráðin sjálfir, því þá hafa þeir það til, að verða um of ráðríkir. Atlæti þarf að vera gott, og verður að kenna þeim að hera traust til manns og þekkja ýms orð, er maður talar til þeirra, t. d. þá er þeir eiga að fara á stað eða vera kyrrir, nafn sitt o.. s. frv. Þá, þegar svo er komið, er hestanotkuu vor komin í rétt horf, og hefir það mikið að segja að rétt sé að hest- unum farið í fyrsta sinn, sem þeir éru hafðir fyrir vélum, keuna þeim strax að hlýða og ganga liðugt og ljétt, og tel eg, að á fyrsta degi megi venja flesta hesta svo, að þeir sýni enga mótspyrnu framar, heldur séu sem hvert annað gott verkfæri í höndum manns. Auðvit- að er dugnaður og skynsemi hestanna mjög mismunandi og eru sumir hestar alls óhæfir fyrir vélum, því eitthvað með þvi ljótasta er mað- ur sér er það, þegar alt af er verið að berja hestana, eða þeir eru meðhöndlaðir í reiði og pindir áfram þreyttir. £>að hefir margar slæmar afleiðingar í för með sér. £>á sný eg mér að heyvinnuvéluDum, sláttu- og rakstrarvélum og tek eg fyrst fyrir hina fyrtöldu. Um sláttuvélar skal eg verða fáorður, því þær eru orðnar svo kunnar og útbreiddar með- al almennings, að kosti þeirra vita þvínær allir. Eg ætla því ekki að tala neitt frekar um nyt- semi þeirra, en um notkun þeirra vil eg fara fáum orðum. £>ar eru að mínu áliti ýmsir agnú- ar á, t. d. munu þess dæmi, að maðurinn situr ekki á vélinni o. fl., og er það undir öllum kringumstæðum ekki rétt aðferð. Maður á, undantekningarlaust, að sitja á vélinni, annars er varla möguJegt að stjórna bæði vélinni og hestunum 3vo liðlega sem þarf, auk þess sem vélin verður framþyngri ef maðurinn situr ekki á henni, og þar af leiðandi erfiðari hestunum. Einnig hefi eg heyrt dæmi þess, að menn eru ótrúlega hirðulausir með að halda ljáunum beitt- um og eru það sorglegar afleiðingar hugsunar- og þekkingarskorts. £>etta dæmi hvetur mig til þess, að taka það skýrt fram, að þvínær undantekningarlaust þarf að hvetja Ijáina dag- lega. Hitt mun cil lengdar olraun fyrir hest- ana og mikil vinnutöf. I sambandi við þetta vil eg vekja athygli manna á því, að á síðastliðnu vori útveguðu þeir Loptur Bjarnason og Einar Jónsson járn- smiðir í „Reginn“ á Eyrarhakka, þeim Guðm. Isleifssyni á Stóru-Háeyri og Sig. sýslumanni. Ólafssyni í Kaldaðarnesi sína vélina hvorumr sem til þess eru gerðar að leggja ljáina á. £>ær eru skrúfaðar i sláttuvélarhjólið, þegar lagt er á, og snúið með handafli; hvetjast ljá- irnir bæði fljótt og vel og eiga þessar brýnslu- vélar að mínu áliti, sem hefi reynt aðra þeirra,- áreiðanlega að fylgja hverri sláttuvél. Þessar 2 vékr kostuðu kr. 22,00 hvor, en munu máske fást lítið eitt ódýrari, ef margar eru keyptar í. einu, sem þeir (nefndir járnsmiðir) hafa i hyggju að gjöia fyrir næsta slátt, sérstaklega ef menn óska þess, eða gjöra þeim aðvart með það í tíma, og það álít eg að menn ættu að gjöra. Rakstrarvélina er þörf að minnast á, því eg hefi orðið þess var, að menn bera vantraust til hennar. A sléttum mýrarengjum á hún að mfnu áliti undir öllum kringumstæðum að fylgja, sláttuvélinni, og gengur alstaðar þar sem sláttu- vél verður notuð. Hún kostar í kringum kr. 145,00 og mun engu siður borga sig en sláttu- vélar. Létt einum hesti og mjög auðveld í notkun. Vil eg lauslega minnast lítið eitt á heppi- legustu notkun hennar og ýms önnur atriði í sambandi við hana. 1. £>að þarf að raka tvisvar sama stykkið með henni, annars rakar hún ekki nægilega velc

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.