Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1935, Síða 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1935, Síða 5
TlMARIT V.F.l. 1 935. 33 einfaldar línur, og hins vegar einnig fjórir, en mis- margfaldir termar, tveir einfaldir og tveir þre- faldir, er mynda allt að 6-földum línum. Einnig sýnir myndin, að línur geta og myndast af term- um sínum úr hverri samstæðu, þólt það verði frek- ar að teljast undantekning en regla. Iljá strontium og barium klofnar f-term í seiir.ii samstæðunni einnig i þrennt, og verða þá þrír termar þrefaldir og einn einfaldur i þeirri sam- stæðu. Á sama hátt og lýst var um klofningu alkali- termanna, er hér gerl ráð fyrir, að yfirleitt lýsi sér einkenni alkalisku jarðmálmanna í termurn strontiums og bariums. Af þessum tveim fyrslu dálkum per.kerfisins fæst regla, sem gildir einnig um aðra dálka, að efni með ójöfnu kemisku gildi hafa tvö-, fjór- eða sexfalda terma, en jöfnu gildi tilsvara einfaldir, þrefaldir termar o. s. frv. Þessi regla getur í vissum tilfellum snúist alveg við, s. s. þegar um liin svo kölluðu neistalitrof er að ræða. Hver lofttegund getur nefnilega gef- ið frá sér margskonar litrof, eftir því, á hvern liátt hún er hituð eða fengin til að lýsa. í raf- magns hogaljósi fást þannig algengustu litrofin, sem að ofan er lýst, hogalitrofin, en í rafmagns- neista og' Geisslerpi]iu svokölluð neista-litrof. Likj- ast þau ekkert hogalitrofunum. Þvert á móti er eins og efnabreyting hafi átt sér stað, því að neista- litrofum eins dálks svipar mjög til bogalitrofa næsta dálks fyrir framan í per.kerfinu. (Regla Kossels og Sommerfelds). Neisla-litrof alkalisku jarðmálmanna líkjast þannig i öllum verulegum atriðum bogalitrofum alkalimáhnanna, hafa tvö- falda terma, er skrifa má i hinum einföldu for- múlum alkalimálmanna, fjdgja samskonar reglum um klofningu linanna o. s. frv. Sama er t. d. að segja um kvikasilfur, að það sýnir í neista alla þá helstu eiginleika, sem gullið hefir í hogaljósi. Mælti því ætla, að hér hefði rætsl draumur al- chemistanna, um að breyta algengum efnum í dýra málma. En svo er þó ekki, því efnin, sem þannig eru fram komin, virðast engan tilverurétt eiga nema i glóandi neistanum, og taka jafnskjótt á sig hina fyrri mynd og honum sleppir. II. Atomnujndin. Fyrstu tilraunina til þess að skýra myndun ljóss- ins, gerði Hertz á grundvelli hinnar elektromagnet- isku ljóskenningar Maxwells, er skýrir ljósið sem raf- og segulmagnssveiflur í ljósvakanum. Gerði liann ráð fyrir, að í atomunum væri sveiflandi rafmagnshleðsla, einskonar sendilampi fvrir út- varp, sem kæmi af stað sveiflum i ljósvakanum og myndaði á þann hátt ljós; „sendi“, eftir línu- litrofunum að dæma, hverl atom á sínum vissu bylgjum, er á einlivern hátt stóðu í sambandi við byggingu atomsins, en hvernig, vissu menn ekki. Næsta sporið til þess að skýra uppruna ljóssins og litrof lofttegundanna steig Bohr með atom- kenningu sinni. Það spor varð ekki stigið á hin- um fyrra grundvelli Maxwellskenningarinnar og varð að fara á undan gerbreyting á hugmyndum manna um ljósið. Hafði sú breyting orðið árið 1900, er Planck sýndi fram á, að orkuhlutföllin í litrof- um faslra hluta yrðu hezt skýrð með því að gera ráð fyrir að ljósið myndaðist í smá-skömmtum, en ekki í hvað litlum mæli, sem vera skyldi, eins og áð- ur liafði verið trú manna. Við hugmyndina um C&loiam I. 6Ö 2. mynd. „Termar“ í bogaljósi kalciums. Termarnir eru bæði ein- og þrefaldir. ódeilisagnir efnisins hafði þannig bæzt liugmynd- in um minnsta geislamagn hins lýsandi atoms. Þá höfðu og frá því á dögum Ilertz’s farið fram mikilvægar rannsóknir á byggingu atomanna, sem einkum eru að þakka Lenard og Rutherford. Hér er ekki rúm til þess að geta þessara rannsókna nánar og verður að láta nægja að geta þess, að þær eru hyrningarsteinninn i atom-mynd Bohr’s. Bohr hugsaði sér i samræmi við niðurstöðurRuther- fords, að atomunum svipaði til sólkerfisins; til sól- arinnar svaraði kjarni, sem gæddur væri pósitivri rafmagnshleðslu, en plánetunum tilsvöruðu nega- tivt hlaðnar agnir, elektrónur, er gengju um kjarn- ann undir áhrifum rafmagnslileðslu lians. I vetnis-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.