Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1925, Blaðsíða 4

Freyr - 01.11.1925, Blaðsíða 4
90 FREÝÍt 1 Jóhannes bóndi Sigurðsson Hóli Fnjóska- dal skrifar mór: »Mér reyndist ljárinn ómögulegur, jeg brýndi og dró, og dró og brýndi, og ekkert dugði, hann fjekkst alls ekki til að bíta nema fyrstu Ijáförin. Jeg fleygði honum frá mjer uppgefinn bæði á sál og likama og óskaði, »að þessi skítur hefði aldrei til landsins komið«. Einnig hefi ég heyrt að reynsla sumra annara væri sú, að er þeir sáu ljáinn leist þeim þannig á hann, að ekki mnndi svara kostnaði að slá hann í orfið og gáfu sér þessvegna ekki tíma til þess, og gætí sjálfsagt Búnaðarfélagið fengið þá ef það vildi«. Er ég Jóhannesi mjög þakklátur fyrir ummælin, því hann er einasti maður sem óbeðinn heSr sent mjer álit sitt um ljáina. — En margur heSr látið það ógert þó ég haS beðið, bæði munnlega og skriflega. KaupfélagsBt. Sig. Bjarklind á Húsavík ritar um ljáina: — — — Jeg heS alls ekki getað fengið menn til að kaupa Ijá- ina, og það sem menn hafa mest á móti þeim er, »að þurfa að leggja þá á« Jeg hefi aðeins selt 4 st. og dómarnir um þá eru jafnmargir ljáunum«. Loks er hór greinargerð frá Ágústi bónda í Birtingaholti: »í fyrra sumar, 1924, sendi verkfæra- ráðunautur Búnaðarfélags íslands, Árni G. Eylands, mjer 2 ljái til reynslu, norska einjárnunga. Ljáir þessir höfðu góða herslu og bitu vel; að miklum mun betur en ljáblöðin bresku. Ég sagði sveitungum mínum og Seir- um af þessum ljáum og báðu þeir mig að útvega til næsta sumars um 100 samskon- ar ljái. Fékk jeg þá í vor hjá Á. G. E. og voru þeir notaðir í sumar sem leið á 35 bæjum. Ekki er hægt að segja að ljáir þessir fengi einróma lof; dómararnir voru mís- jafnir og þó held ég að ljáirnir hafi ver- ið mjög líkir hver öðrum a. m. k. voru 10 ljáir, sem notaðir voru á mínu heimili mjög líkir og allir góðir. Sjerstaklega var bitið endingargott, þurfti sjaldan að brýna, því Ijáirnir eru harðir og sljógvast seint. Það sem ég hygg að valdið hafi því að ljáirnir reyndust ekki öllum vel, er það, að marga bæi vantaði góða hverS- steina, tii þess að leggja Ijáina á, en dengslu eða klöppun þola þeir ekki vegna hörku. Mjer reyndist það svo að ljáirnir bitu illa, ef þeir voru illa lagðir á, en þar á móti ágætlegu ef þeir voru egg- þunnir. Því veitti ég líka eftirtekt að að sumir menn brýndu ljái þessa óþarflega oft og lengi og skemdu með því bitið. Væri mönnum nær að taka sér hvíldir við sláttinn á annan hátt en að hvíla sig við óþarfa brýnslu. Þeir sem vilja nota þessa ljái verða að hafa góða hverfisteina, stigna með bdðum fótum; þá tekur á- leggingin ekki lengri tíma en klöppun sú á ljáblöðunum sem nú tiðkast. Eftir minni reynslu og ýmsra annara á þessum ljáum, tel ég mikinn vinning í að fá þá í stað ljáblaðanna, eins og þau eru nú orðin. Einkum ættu þeir, sem hafa harðslegnar engjar eða sendnar að fá sér þá; á grýtta jörð eru þeir þó of harðir. Ljáirnir eru Jéttir og liðlegir og fara vel i orfi; á sumum voru þjóin þó í grennra lagi og bakkarnir aftantil; brotn- uðu þar sumir. Hr. Árni G. Eylands sendi mér aftur i sumar ljái til reynslu frá annari Ijáasmiðju í Noregi. Eru það líka einjárnungar. Ég hafði ekki tækifæri til að reyna þá Ijái til fullnustu, en ég held að mér sé þó óhætt að segja að þeir jafnist tæplega á við hina fyrri; eru ekki nærri eins harðir. Það er þarft verk hjá verkfæraráðu-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.