Freyr

Volume

Freyr - 01.11.1925, Page 6

Freyr - 01.11.1925, Page 6
92 FRE YR má fá smíðaða handa okkur stálljái sem eru miklum mun beittari en við eigum að venjast. Vandinn er aðeins að fá ljá- ina með því lagi sem við séum ánægðir með. Vera má að sláttulagið verði líka að breytast? Væri fróðlegt að vita hvert fyr hefir verið notað sama sláttulag, og nú er, meðan dengsluljáir voru notaðir? — Þennan vanda mun þó léttara að leysa heldur en að kenna mönnum að nota góða ljái. — Það kunna fáir, að því er virðist. En þeim, sem ekki vilja eða ekki geta lært það, er be3t að nota framvegis bit- sljóa linkuljái, — og bezt er þeim að æskja hvergi annars betra. Lagið á ljáunum sem eg hefi látið smíða er að sumra dórai fremur gott, en vei getur það batnað ef vit og vílji og reynsla leggja á ráðin að bæta það. 23. janúar 1926. Arni G. Eylands. Jarðráns- eða jarðræktarmenn. i. Búnaðarsaga Islands hefir enn ekki ver- ið skráð til hlítar. En þarft væri, ef einhver fær maður á sviði landbúnaðar og sögu, viidi taka sig til, og skrifa hana vel og ítarlega. Bændum og öðrum land- búnaðarvinum ætti að geta komið það að hinum bestu notum. Þeim gæfist þá kostur á að kynnast hvernig búskapur hefir verið rekinn hjer á ýmsum tímum. Ilvernig landinu hefir hnignað og nátt- . úrugæðin eyðst sökurn óskynsamlegrar jarðnotkunnar. Ilvernig velmegun og efnahag þjóðarinnar heflr farið aftur eftir þvi sem náttúrugæðin eyddust og jarðrán varð víðtækara. Hvernig þjóðin og iand- ið hafa búið hvert að öðru á umliðnum öldum, ef svo mætti að orði komast. Sagan er reynsla og niðurstöður liðinna kynslóða, og henni er þarft að kynnaat fyrir okkur Islendinga.l Það er satt sem Fornólfur kveður:! Mikill er í minningunni meginn styrkur vorri þjóð, til þess að hver kynslóð kunni kjörin sér að skapa góð; bæði til að hafa og hyila og hafna því sem reyat er ília oft eru gömlu fræðin fróð. Ekki þarf að óttast að vel og skipu- lega rituð búnaðarsaga tsl. yrði ekki keypt og lesin. Sveitamenn á íslandi hafa jafnan haft gaman af sögu; og enn í dag er ekkert meir lesið í sveitum en saga og þjóðleg fræði. A. m. k. þar sem jeg þekki til. II. Landbúnaðarsaga okkar íslendinga byrj- ar ekki glæsilega. Hún byrjar sem sé á horfalli og harðindum. Hrafnaflóki gætti þess ekki að afla heyjanna fyrata vetur- inn sem hann dvaldi hér, svo búfje hans fjell um veturinn. Veiðiskapur glæpti hann, enda var hann vikingur mikill. Fordæmi Hrafnaflóka hefir orðið þjóð- inni ærið örlagaríkt. Þar hefir sannast svo átakanlega bið forna, að lengi býr að fyrstu gerð. Hefði Hrafnaflóki byrjað búskaparsöguna jafn glæsilega og Ari sagnaritunina, þá er ósagt nema að íalend- ingar hefðu orðið jafnfrægir fyrir búskap og þeir eru fyrir sagnaritun. — Það er jafnan óvandaðri eftirieikurinn þegar illa er byrjað. Og helst til lengi hefir það viljað brenna við, að menn hafa ekki gætt þess sem skyldi að afla heyjanna — alt fram á siðustu daga. — Færi betur að þeir gættu þess betur eftirleiðis. En þó nú slys þetta henti Hrafnaflóka, þá er þó búnaðarsagan all glæsileg fyrst framan af, a. m. k. á sumum sviðum. Fornmenu voru duglegir til fleiri verka en manndrápa og ránsskapar. Þeir rækt*

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.