Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1925, Síða 10

Freyr - 01.11.1925, Síða 10
FRE YR 96 g skera (»snitta«) nýjan skrúfugang á öxul- inn og sraíða nýja ró. Stundum er þetta þó látið slarka svo lengi, að götin á spöð- unum (eða diskunum), sem öxullinn gengur í gegn, slitna og víkka svo mikið að spað- arnir geta snúist um öxulinn, þó hann hreiíist ekki. Þá er ekki framar viðgerðar von, nema að smíða nýjan öxul gildari, og laga götin á spöðunum. Ef gert er við losið á spöðunum undir eins og það byrjar, þarf ekki annars með en að herða vel á rónum með stórum skrúflykli eða rörtöng. En þetta má ekki dragast uns slit er byrj- að. Ef ekki er annars kostur, má nerða á rónum með meitli og hamri, en það skemmir rærnar, og er því neyðarráð. | PJægingamaður kvartaði undan því við mig að á herfi sem jeg hefði útvegað »bil- uðu« spaðarnir, losnuðu. Hann hafði notað mörg heríi, en að eins á einum atað náði hann i »svo góðan smið, að hann gat gert við það«!! Hr'yggilegra dæmi um úrræðaleysi manna og vautrú á eigin getu, held eg sé vand- fundið. Eða kannske það sé réttnefndara trassaskapur? Þessi nefnda »bilun« er ekki frekar bilun heldur en það er bilun, að skeifa losnar undir hesti ferðamanna, og við- gerðin langt um vanda minni en að »tylla undir hest«. Sá maður, sem vinnur með jarðyrkjuverkfærum og ekki lagar lítilræði sem þetta, en lætur það siaika, er ekki fullfær í starfl sínu; sist af öllu fær um að stunda umferða-jarðvinslu. En þetta með herfin, gefur efni og ástæðu til að hugsa um það hve afarilla íle3t sveitaheimili eru stödd með áhöld til smáviðgerða. Menn halda að þeir geti ekki dittað að nokkrum hiut, afla sér ekki og eiga ekki tæki til neins sliks. Til alls þarf s m i ð. Þetta bakar mörgu heimili drjúg óþarfa" útgjöld, margt er keypt að sem mætti heirna gera, ef menn ættu örfá einföld og tiltölulega ódýr smíðatól. Vand- inn er minni en menn halda, ef trúin og viljinu til að reyna, fyrirfinst. Þó landbúskapur okkar íslendinga sé fremur fábreyttur, gildir það eigi að síður hjer en annarstaðar, að menn reyni að hjálpa sér sjálfir, og nota þá krafta sera fyrir bendi eru. Hverníg fer um ræktun- ina? Hvernig fer um það að byggja yfir fólk og fjenað, forða og búsáhöld, ef menn reyna ekki að hjálpa sér sjálfir? Ef fag- menn eiga alt að vinna, og bænduruír að borga, Islenskir bændur eru ekki miður vinnu- viti gæddir en bændur í nágrannalönd- unum, en þá skortir oft leikni og úrræða vilja. Hvernig á að þroska þá eiginleg- ieika hjá bændaefnunum. — Orðið er laust. Að hjálpa sér sjálfur og vera ekki upp á aðra kominn, — það er ekkert mont eða »merkilegheit«; rnenn eru ekki Iakari fjelagsbræður eða samvinnumenn fyrir því. Að hjálpa sér sjalfur, það er skylda hvers tnatms, bygð á og kuúð fram af sjalfsbjargarhvötmui. — Og sá sem er duglegur að hjáipa sér sjáifur, er aiia jafnan fús og fijótur tii að hjálpa öðrum. Þeirra mannkosta þörfoumst við í strjál- bygðinni. 14. október 1925. Á. E. G.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.