Freyr - 01.11.1925, Síða 13
FRBÝR
99
um koma við í Menetad í Noregi í marz,
taka þar Noregssaltpótur og ef til vill
líka kalíáburð (Dalenkali) og flytja beint
á hafnir kringum land. Fjelli þetta vel
heim við ferðir Goðafoss.
Bændum er það enginn, eða lítill bagi
að panta áburðinn strax eftir áramót, hitt
vegur langtum meira hver þægindi það
eru og öryggi að hafa áburðinn við hend-
ina í tæka tíð.
Flutningur áburðai'ins á vetrarfæri er
engum örðugleikum bundinn frekar en
um aðra þungavöru, og verður víðast
langtum ódýrari en flutningur að vori til.
(Flutningur frá Reykjavík austur yfir fjall
er undantekinn). Geymslan, á höfnum,
kostar lítið, og heima hjá bændum ekkert.
Á höfnunum eru slátrunarhús og geymslu-
hús létthlaðin þegar líður fram á vetur-
inn, og þá er komið autt rúm i hlöðum
hjá bændum.
Það er auðvelt fyrir hvern og einn að
reikna hvað 100 kg. af Noregssaltpétri
gætu orðið ódýrari á höfnum kringum
land, næsta vor, ef varan væri pöntuð í
tíma og flutt beinustu og ódýrustu leið á
hafnirnar.
Þetta er eftirtektarvert fyrir bændui' og
bændaverzlanir, og engir smámunir, hvort
sem talið er í kg. eða krónum.
6. dísember 1925.
I. G. E.
Geltu!
Hvernig á að kenna, — með orðum
ritum, eða gjörðum. Það eru ærnai ástæð-
ur til að missa trúna á orðavaðal og skrif
— ef hún hefir einhver verið. — En
trúna á verkin, fordæmin og fyrirmynd-
irnar, vill margur ógjarnan skera niður
við trog; tregðast við það í lengstu lög.
Það skeði árið 1886. Bóndasonrr af
Suðvesturlandi hafði séð ávinsluherfi notað
erlendis, og fékk búnaðarfélagið í sveit
sinni til að kaupa þennan grip. Hann
notaði heifið þá þegar um voiið á sinu
heimili, og hefir notað slíkt herli æ síðan.
En það l(ið aldarfjórðungur eða nálægt
þvi, uns eina maður bættist við sem not-
aði herfið (i árunum 1908—11) — »og
svo úr því smátt og smátt fleit i«.
Hefði þ(S3i þekking breiðst fljótar ef
hún hefði verið breidd meira íaeð orðum,
— ekki aðallega með verknaði? ætli það
hefði ekki þurft hálfa öld 11 að breiða
hana með orðum einum?
Mjer detla í hug tveir bræður, sem
fóru að fé, og gekk smalamenskan stirð-
lega, því i ð þeir voru hundl lusir. Eldri
bróðirinn var seinfærari og stirðmáll.
Hann hrópiði í sifellu til bróður síns,
þegar erfiðlega horfði: »Gústi, greyið
mitt geltu! Geltu Gústi!«
Okkur v.mtar bagalega verkakenslu og
fyrirmyndii í jarðræktinni. Við erum illa
»hundlausii s við að smala bændum og
búalýð til ræktunarstarfa. Meðan svo er
verðum við sem eigum að vinna, — sem
verkamenn bænda, að leiðbeiningum,
— að örf.v hvern annan til að gelta sem
hæðst, og tíðast. Við verðnm að trúa á
geltið. — Geltu! Geltu! -• Og láta það
sem vind am eyrun þjótf, þó einhver
skjóti því fram, að það s íu ekki bestu
hundarnir scm gelta mest.
— Og ti' lesenda Freys vil jeg segja:
Þó ég sé hérmeð hættur að hafa afskifti
af blaðinu, uð minsta kosti fyrst um sinn,
þá er ég svo sem ekki l.ættur að gelta
fyrir þvi!
Með bestu kveðju
Árni G. EyJands,