Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1938, Síða 4

Freyr - 01.04.1938, Síða 4
50 F R E Y R Þá eru margar ær tvílembdar. ÞaS er ákaflega erfitt að segja, hve mikið fæðist af tvílembingum. Sumstaðar er það lítið, allt niður í 3 %, en svo eru líka bæir, þar sem meiri hluti ánna er tvílembdur, og heil héruð þar sem milli 1/3 og V2 af ánum eiga tvö lömb. Ég tel því að ég áætli sízt of hátt, þegar ég áætla að tíunda hver ær sé tvílembd. Lambavonin gat því verið ærtalan framtalin...................... 525463 Tíunda hver ær tvílembd........ 52546 Alls 630555 En úr búi var slátrað og sett á . . 449458 Mismunur 181097 Frá því mætti draga óframtalda geml- inga ca. 10000 og ær hafðar geldar með vilja ca. 20000. Nokkrir bændur, sérstak- lega í Árnessýslu, hafa þann sið að hafa tvævetlur geldar, til að koma í þær meiri þroska, aðrir, t. d. í Norður-Þingeyjar- sýslu, hafa þær geldar til að gera úr þeim 1. flokks hangikjöt, og enn annarsstaðar, og dreift um land allt, eru einstaka gamal- ær hafðar geldar til þess að fá þær vænni til innleggs í búið að haustinu. Á þennan hátt munu um 20000 ær hafðar lamblausar með vilja, og er vitan- lega ekki lambsvon úr þeim. Það eru því 151097 lömb, sem annað- hvort hafa verið drepin heima á heimilun- um, eða misfarizt á einn eða annan hátt. Ekki liggja fyrir skýrslur um, hve mik- ið af þessum lömbum er drepið heima, en að öðrum leiðum má áætla það nokkuð, og skal það gert í heild með heimaslátrunina síðar. En hvernig er þetta svo með fullorðna féð? Vorið 1935 er talið fram 656113 fjár í landinu. Haustið 1935 er slátrað af full- orðnu fé úr búunum 24212, og vorið 1936 er talið fram af fullorðnu 551720. Af full- orðna fénu, sem til er vorið 1935 er því slátrað úr búunum og til vorið 1936 575932. Vantar því 80181 af því sem fram er talið 1935, og er þá reiknað með því að jafnmargt fé hafi verið til 1935 og 1936, sem ekki var talið fram. Eftir þessu eru það þá 151097 lömb og 80181 kindur fullorðnar eða alls 231278 kindalíf, sem ekki koma fram, og sem ann- að hvort hafa misfarizt eða verið slátrað heima á heimilunum, til búsílags. Af sláturfé frá haustinu 1935 voru flutt- ar út eða rotaðar og sútaðar hér á landi gærur, er samtals voru 442178 talsins. En sláturfjártalan í kaupstaðinn var ekki nema 372040; það eru því 70138 gærur lagðar inn í kaupstað af heimaslátruðu fé. Þetta segir þó ekki til um alla heimaslátr- unina, því nokkuð af gærum er enn rakað heima. Þó er þetta orðið mjög lítið, og í sumum sveitum hreint ekkert, en með því að ætla það 15000—20000 gærur, eða 2—3 gærur á sveitarheimili að meðaltali, þá yrði heimaslátrunin allt að 90000 fjár. Þegar þess er gætt, að um 20000 ær eru eign manna í kauptúnum og kaupstöðum, og þeir eiga flestir ekki fleira en það, að þeir slátra öllum sínum lömbum heima, þá koma 8—10 kindur á hvert heimili í heima- slátrun, og ætla ég að það sé ekki óvarlega áætlað. Það er vitanlegt, að bændur lands- ins leggja allra manna harðast að sér til að reyna að standa í skilum, og því er það að þeir slátra yfirleitt litlu heima. Sumir þeirra slátra engu fé, heldur stórgrip, hesti eða kú, og yfirleitt eru það fullorðnu kindurnar, ærnar og hrútarnir, sem lagð- ir eru í búið, en dilkarnir aftur seldir og lagðir inn í verzlanirnar. Það mun ekki hægt að áætla, hvað mik- ið af vanhaldafénu er fullorðið og hvað dilkar, en það eru 140000 fjár eða von í svo mörgum fjárlífum, sem bændur hafa

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.