Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1938, Síða 13

Freyr - 01.04.1938, Síða 13
FRE YE 59 fjárskipti, er byggist á aðflutningi fjár úr kostaríkum sauðf járhéruðum í rírðar- sveitir, verði stór búhnykkur? Verður með nokkurri vissu hægt að segja, hvar takmörk skuli sett, þegar jafn alvarlegt spor er stigið sem niðurskurðurinn er? Er ekki að óttast, að þar verði útkoman svipuð og með girðingarnar, þannig, að stöðugt þurfi að færa út kvíarnar. Eg er ekki í neinum vafa um það, að með nið- urskurði er verulegt óheillaspor stígið, spor, sem menn eiga eftir að iðrast sár- lega að hafa stigið eða verið valdir að, að var nokkurntíma stigið. Manni verður að spyrja, hvar orsak- anna sé að leita á því öngþveiti, sem þetta pestarmál er komið í. Einn mikils ráðandi maður í þessu máli hefir haldið því fram við mig á op- inberum vettvangi, að sig varðaði ekkert um það, hvaða sjúkdómur væri hér á ferðinni. Það, sem mestu máli skipti, væri vitanlega það, hve margt fé dræp- ist af völdum veikinnar. Eg var hins veg- ar á gagnstæðri skoðun vegna þess fyrst og fremst, að á meðan ókunnugt væri um uppruna og eðli veikinnar, væri með öllu vonlaust um góðan árangur í baráttunni við þennan óvin, það væri líkast því að berjast við vofu. Auk þess liggja engar skýrslur fyrir, er sanni það, að sá mikli fjárfellir sé ,,mæðiveikinni“ að kenna, heldur bendir flest til þess, að hávaði fjárins fari úr lungnadrepinu. En „varðar mest til allra orða, að und- irstaðan rétt sé fundin“. í þessu máli tel eg, að undirstaðan sé ekki rétt fundin, eða með öðrum orðum, að flest allt, sem gert hefir verið í málinu, sé byggt á röng- um forsendum. Það eru hinar opinberu rannsóknir, sem allt þetta mál hvílir á. Þeim hefir óspart verið hampað og hald- ið á lofti í helztu blöðum þessa lands og fyrir þær sakir, öðrum fremur, hafa menn almennt lagt trúnað á þær sem óskeikulan páfaúrskurð. Eg hefi hins vegar, bæði í ræðum og ritum, reynt að gera mönnum skiljanlegt, að niðurstöð- ur þessara rannsókna þoli ekki faglegan dóm, því að hér sé ekki um nýjan eða áður óþekktan sjúkdóm að ræða, heldur gamlan, landlægan sjúkdóm. Byggist þetta álit mitt á meir en aldarfjórðungs gamalli dýralæknisreynslu minni og þeim rannsóknum, sem eg hefi gert, og hafa fært mér heim sanninn um það, að ,,mæðiveikin“ sé ekki sjálfstæður sjúk- dómur, heldur blátt áfram þáttur annars sjúkdóms, sem almennt nefnist hér á landi lungnadrep eða lungnapest, og al- gengur er um víða veröld, bæði í sauðfé og svínum. Faglega nafn hans er: Septi- cæmia hæmorrhagica. Allt hjal um það, að ,,mæðiveikin“ sé sama og afríkska sauðfjárveikin Jaagziekte, er borizt hafi til landsins með karakúlhrút frá Þýzka- landi, er eðlilega markleysa ein, þegar þess er gætt, að á Þýzkalandi er Jaagzi- ekte ekki til og hefir aldrei verið þar. Fyrir þessu hefi ég í höndum óvéfengj- anlegar sannanir. Verður þá og að litlu hafandi smitferill sýkinnar í allar áttir frá Deildartungu. Það atriði út af fyrir sig hefir þó haft sínar örlagaríku afleið- ingar í baráttunni gegn veikinni hing- að til. — Þessi litla spegilmynd af þeirri ,,vís- indamennsku“, sem allt þetta mál hefir í raun og veru hvílt á hingað til, ætti að nægja til þess, að mönnum mætti skilj- ast, að hér er ekki allt eins og ætti að vera, og því rík ástæða til að söðla um og taka málið allt öðrum tökum en hing- að til og þá fyrst og fremst að fá úr því skorið, hvort ég hafi á réttu máli að standa um uppruna og eðli „mæðiveik-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.