Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1938, Síða 14

Freyr - 01.04.1938, Síða 14
60 F R E Y R Minkaeldi. Minkar, eða sundmerðir eru lítil, lagleg loðdýr, ýmist Ijósbrún, brún eða dökkbrún að lit. Stærð þeirra er um það bil eins og hálfvaxinn köttur. Aðalheimkynni þeirra eru hin norðlægari lönd hnattarins, svo sem Norður-Ameríka og Síbería. Mink- arnir eru slungin og grimm veiðidýr og sækja bráð sína bæði til lands og lagar. Þeir veiða fugla og fiska í fljótum og vötn- um og yfirleitt öll þau dýr, sem þeir geta ráðið við, stærðarinnar vegna. Hungur og harðir vetur hinna norðlægu landa virðist ekki geta grandað þessum dýrum að neinum mun, en vegna ótak- markaðrar veiði á undanförnum árum hef- ir þeim fækkað ískyggilega mikið. Þessi ótakmarkaða veiði hefir stafað af því, hvað minkafeldir hafa hin síðari ár verið eftirsótt grávara á öllum skinnamarkaði heimsins. Fyrir tiltölulega fáum árum síðan var fyrst farið að ala minka í loðdýragörðum, sem arðsöm loðdýr. f Kanada og Banda- ríkjum Norður-Ameríku er minkaeldi nú rekið í stórum stíl, enda er svo talið, að einmitt frá þessum löndum komi á heims- markaðinn þeir beztu minkafeldir, sem enn eru fáanlegir. Hingað til lands voru minkar fyrst fluttir árið 1931. Hlutafélagið „Refur“ í Reykjavík hafði forgöngu um þennan inn- flutning og rekur nú allmikið minkabú í nágrenni Reykjavíkur. Þessi sjö ára innar“. Það skiptir í rauninni mestu máli. Ég er viss um, að þá mundi sparast mörg krónan, sem ella færi fyrir lítið í þeirri vonlausu baráttu, sem nú er háð. Alþingi, 18. apríl 1938. Sig. Ein. Hlíðar dýralæknir. reynzla, sem þegar er fengin um minka- eldi hér á landi, spáir góðu um framtíð- ina. Dýrin eru heilbrigð í bezta lagi og fjölgun þeirra hefir verið í góðu meðal- lagi, borið saman við erlenda minkagarða. Félagið ,,Refur“ hefir fóðrað sína minka nær eingöngu á nýjum, hráum fiski, með ágætum árangri. Erlendis er þetta þó talin of einhæf fóðrun. Þar er talið ómissandi að nokkur hluti fóðursins sé nýtt, hrátt kjöt, en þó mismunandi mik- ið eftir árstíðum og tegundum dýranna. Þá er og talið nauðsynlegt að gefa lítils- háttar grænmeti, mjólk og hrá egg á sum- um tímum árs. En hvernig sem á því stendur, þá virðast þessar kenningar ekki koma heim og saman við þá reynzlu, sem H.f. Refur hefir fengið í þessum efnum, því eins og fyr er sagt hefir félagið fóðr- að sína minka á eintómum hráum fiski mánuðum og misserum saman með ágæt- um árangri. Hvað þessu kann að valda verður ekki frekar farið út í hér, en ef til vill leysa galdrar vísindanna þá gátu á sínum tíma. En óneitanlega gefur þetta bendingar um einhvern dulinn kraft þeirra næringarefna, sem dýr þessi fá í þeim fiski, sem veiðist í norðlægum höf- um. Minkarnir eru paraðir saman á tíma- bilinu frá 8. marz til 6. apríl. Meðgöngu- tími þeirra er talinn að vera 45—60 dag- ar, eða um 52 dagar að meðaltali. Ungarn- ir fæðast því í maí og júní á vorin. Frjó- semi dýranna er nokkuð mismunandi. Ungarnir geta orðið allt frá einum og upp í tíu. Fjórir ungar undan hverju kvendýri að meðaltali þykir góð útkoma. C. M. Övre- bö, einn af beztu minkaræktarmönnum í Noregi, telur meðaltalið oftast liggja á milli 3 og 4 i/2, þar sem minkaeldi er ann- ars rekið af þekkingu og dugnaði. Ungarnir eru fljótir að vaxa. Þeir ná venjulega fullum þroska á 3—4 mánuð-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.