Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1938, Blaðsíða 15

Freyr - 01.04.1938, Blaðsíða 15
F R E Y R 61 um. Slátrunin fer fram í nóvember og desember, en getur þó í sumum tilfellum dregist fram yfir áramót. Á þessum tíma árs verða feldirnir beztir og fallegastir. Annars eru gæði feldanna og þar af leið- andi verðmæti þeirra ákaflega mismun- andi. Beztu minkafeldir munu á síðast liðnu ári hafa verið seldir fyrir 150—160 ísl. kr., og beztu minkabú í Noregi og Sví- þjóð munu á síðast liðnu ári hafa selt minkafeldi sína um og yfir 100 ísl. kr. að meðaltali. Af öllum minkafeldum, sem á markaðinn hafa komið, á tveim síðast liðn- um árum, mun þó ekki yfir 15—20 % hafa náð svo háu verði. Meginhlutinn, eða 80— 85 %, lendir í mikið verðlægri flokkum, og sumt af þeim getur meira að segja ver- ið lítils virði, einkum það sem kemur frá Síberíu og Japan, en þaðan er talið að komi talsverður hluti af hinum lakari teg- undum þeirra minkafelda, sem á markað- inn koma ár hvert. Góðir og verðmiklir minkafeldir eiga að vera dökkbrúnir að lit. Bak, síður og kvið- ur þarf að vera sem allra jafnast að hára- lagi og öllu útliti, það gefur feldinum í heild mikið meira verðgildi. Undirhárið eða búkhárið (Underpelsen) þarf að vera þykkt og lífmikið, með bláleitum eða blá- gráum lit. Vindhárin (Dekkhaarene) eiga að vera dökkbrún eða nær svört að lit, þétt og silkimjúk, en helzt ekki of löng, með fögrum tinnudökkum blæ. Minkaeldi fer nú hraðvaxandi í mörg- um norðlægum löndum, vegna þess hvað feldir minkanna eru eftirsótt og verðmikil grávara. Margir óttast þess vegna offram- leiðslu, og er það auðvitað ekki að ástæðu- lausu. En eitt er alveg víst, að ísland hef- ir óvenjulega góð skilyrði til þess að gera Minkaeldi að glæsilegum atvinnuvegi, vegna hinna góðu og auðugu fiskimiða við strendur landsins og vegna sérstaklega góðrar aðstöðu til framleiðslu á ódýru Birta og ræktun. Árið 1920 kom út merkileg ritgerð eft- ir Ameríkumennina Garner og Allard. Þeir sönnuðu þar, að daglengdin, þ. e. birtan, hefir geysimikil áhrif á blaðvöxt og blómgunartíma jurtanna. Höfðu þeir gert tilraunir með sojabaunategundirnar Mandarín, Peking og Biloxi. Ef baunirn- ar voru látnar spíra á haustin eða vet- urna, þegar lengd dagsins var 9(4—12 tímar, þá var vaxtartími þeirra um 25 dagar, þar til þær báru blóm. En ef nú Biloxibaunir voru látnar spíra í marzlok, varð tíminn frá spírun til blómgunar lengri en áður, nú þegar daglengdin var yfir 12 tíma. Væru baunirnar loks látnar spíra seinna á sumri, þegar dagur var lengstur, þá blómguðust þær ekki fyrr en eftir 146 daga. Blaðvaxtartíminn hafði lengst mikið, en blómgun seinkað. Þegar kjöti. En aðalfóður minkanna er kjöt og fiskur, einkum þó það síðarnefnda. Lofts- lag og tíðarfar hér á landi virðist eiga vel við þessi dýr, ef þau aðeins eru vernduð fyrir sól og regni, en ofmikið sólskin og regn hefir upplitandi áhrif á blæfegurð feldanna. Minkastofninn hér á landi skiptir nú aðeins nokkrum hundruðum dýra. Eftir tæpan áratug ætti hann að geta skipt hundruðum þúsunda. Fóður dýranna er ódýrara og betra hér á landi en í nokkru öðru landi veraldar, sem annars hefir að- stöðu og skilyrði til minkaeldis. Það er þess vegna enginn draumur að gera ráð fyrir því, að framþróun þessa at- vinnuvegar hér á landi verði með svo skjótum hætti, að eftir tiltölulega stuttan tíma verði útflutningsverðmæti minka- felda komið upp í margar milljónir króna. Björn Konráðsson.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.