Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.1938, Qupperneq 17

Freyr - 01.04.1938, Qupperneq 17
FRÉYfi Um reyni. a. Almenn atriði. Reynirinn er fagurt, beinvaxið tré. Ætti að vera reynilundur við hvern bæ í fram- tíðinni. Getur tréð þrifist um land allt, ef því er sómi sýndur. Flestir kannast við hve fagran og hlýlegan blæ tré geta gefið bæjunum eða húsunum. Hér í Reykjavík er talsvert um reyni, en hann þrífst all- misjafnt, og er honum hér hætt við ýms- um sveppakvillum. Eru sum reynitrén mjög ljót, öll með æxlum og sárum. Veld- ur pví bæði loftslagið og ónóg umhirða. Það er reyndar eðlilegt að talsvert beri á reynikvillum hér. Reykjavík liggur á nesi og er hér óstöðug veðrátta og mjög næð- ingasamt, en rakir, hálfsaltir hafvindar eiga illa við rnörg tré. Þarf því reynirinn að fá sérstaklega góða umhirðu til að vega á móti þessum slæmu vaxtarkjörum. Mold- in þarf að vera frjó og djúpunnin og ekki of blaut. Þegar um fá tré er að ræða, er sjálfsagt að grafa talsvert djúpar holur, láta í þær góða mold og gróðursetja svo tré í þennan undirbúna jarðveg. Þessi undirbúningur margborgar sig, trén þríf- því að stytta eða lengja daginn, eins og áð- ur er minnst á. Úti er oft ekki hægt að koma slíku við. Er þá um að gera að ná í tegund, sem er ónæm eða lítt næm fyrir birtunni að þessu leyti, samanber Manda- rínbaunir. Þarf nauðsynlega að athuga þetta við innflutning nýrra tegunda frá öðru breiddarstigi. Kuldanum hér á landi hefir jafnan verið kennt um vanþrif slíkra plantna. Er það stundum rétt, en óheppi- leg birta á oft engu síður sök á þessu. Spyrjið því bæði um hitann og breiddar- stigið. Reykjavík, síðasta vetrardag 1938 Ingólfur Davíðsson. 63 ast miklu betur en ella, þegar svona er í haginn búið fyrir þau. Svo þarf helzt að láta áburð í kringum þau árlega. Vel hirt tré þola sjúkdóma mikið betur; en komist kyrkingur í þau, láta kvillarnir heldur ekki á sér standa. Vaxtarlag trjánna má mikið laga, með því að binda þau við prik í upp- vextinum og skera af þeim kræklóttar og of þéttar greinar. Þarf að byrja á þessu í tíma og líta eftir árlega. Greinunum neð- an til á stofninum skal smáfækkað. Vex tréð þá meira í hæðina en annars. Jafnan skal gera þetta að vorinu eða vetrinum, meðan trén eru í vetrarhvíld, og bera ætíð koltjöru, mál eða plöntuvax á sárin. Gróa þau þá fljótt og vel. b. Reynikvillar. 1. Rauðar vörtur (Nectria cinnabarina). Þær ásækja reyni, ribs o. fl. trjáplöntur. Koma rauðar vörtur á greinarnar, oft fyrst á dauðar greinar. Bezt er að skera vörtugreinar af og brenna þær, til að hindra frekari smitun. Þarf að aðgæta þetta árlega. Duga þá skurðlækningarn- ar vel. 2. Sár og æxli (Nectria galligena). Al- gengur sjúkdómur á reynitrjám. Þetta er sveppasjúkdómur, eins og rauðu vörturn- ar. Sýkist tréð vanalega þannig, að svepp- urinn kemst inn í vanhirt sár eða t. d. kal- skemmdir. Er sárið oft alldjúpt, og nokk- urn veginn kringlótt að lögun. Stundum sigrar tréð sveppinn og myndast þá æxli. Athugið trén í tíma. Skerið- sárin vel hrein með beittum hníf og berið volga koltjöru á þau á eftir. Allar kalnar og skemmdar greinar skal einnig skera af á hverju vori. 3. Reyniviðarsveppar (Cytospora-Val- sa). Börkur trjánna verður rauðbrúnn, hálflaus og oft með dökkum rákum. I þess- um veiku blettum sjást örlitlar, dökkar doppur. Varnir eru hinar sömu, vægðar- lausar skurðlækningar. Nokkur vörn gegn

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.