Einherji


Einherji - 30.11.1970, Blaðsíða 6

Einherji - 30.11.1970, Blaðsíða 6
6 EINHERJI Mánudagur 30. nóvember 1970. Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi 1895 STARFRÆKIR: 1970 MATVÖRUDEILD VEFNAÐARVÖRUDEILD BÓKABÚÐ B Y GGIN G A V ÖRUDEILD UMBOÐ FYRIR SAMVINNUTRYGGINGAR • VÖRUFLU TNIN G AR • BIFREIÐAVERKSTÆÐI ® VARAHLUTAVERZLUN • ESSO-UMBOÐ • AFGEIÐSLA FYRIR SKIPADEILD S.I.S. EIMSKIP OG RÍKISSKIP REYKJAVÍK—BLÖNDUÓS Notfoerið yður þjónustu vora — Kjarabarátta eða „stigamennska“ Framhald af 5. síðu margra hyggja, að þær lýsi eigi að síður viðhorfum flokks hans til kjarabaráttu láglaunafólks. Þá segir Halldór: „Dæmi munu finnast á voru landi, að verkfalisheimild hafi ver- ið samþykkt með sjöttahlula skráðra félaga í viðkomandi verkalýðsfélagi.11 Þá er nú þao. Ekki ætla ég að mæla bót sinnuleysi þeirra, sem heima sátu. Og trúlega mun það ekki hafa stafað af því, að þeim þætti kaup sitt of hátt, eða þeir gætu ekki hugsað sér að fá einhverja hækkun þess vegna. Kannske kann Halldór einhverjar sög- ur um það, að þessir heima- kæru hafi orðið á eftir öðr- um að taka á móti hækkun- um, sem unnizt hafa í verk- föllum. Þetta sjöttaparts- dæmi Halldórs sannar ekki óréttmæti verkfalla. Það sannar þvert á móti tilfinn- anlega vöntun á stéttvísi og félagsþroska. Og það sannar ennfremur, að þeir sem sátu heima í stað þess að fara og greiða atkvæði með verk- fallsheimild, kjósa að láta aðra fara út og erja fyrir sig akurinn, en hirða síðan uppskeruna fyrirhafnarlaust. Halldór má auðvitað mæla slíkum lífsbjargaraðferðum bót, ef honum finnst það mannlegt og skynsamlegt. Það væri í rökréttu fram- haldi af því, að kalla i kjarabaráttu láglaunaf ólks ,,skemmdarstarfsemi“ og ,,stigamennsku“. Eg geri pað ekki. Halldór segir að landbún- aðarvörur hækki sjálfkrafa við launahækkanir verkalýðs. Þá hlýtur það að vera rétt. En ætlar samt Halldór að gera svo lítið úr sér að taka á móti verðhækkunum, sem óbeint hafa orðið til fyrir „skemmdarstarfsemi“ og „stigamennsku“, verkföllin á síðastliðnu vori, og gerast þar með hluthafi í glæpn- um ? Og af hverju skrifar Halldór ekki grein í Norðan- fara og varar bændur við að taka á móti þessum skratta, eins og karhnn sagði. Það veltur á miklu, að vera sjálfum sér samkvæm- ur, þegar rokið er upp til handa og fóta að bjarga landinu undan gæfusmáu | stjórnarfari. En ég fyrir mitt leyti vil taka skýrt fram, að ég ann bændum þeirra hækk- ana, sem orðið hafa á afurð- um þeirra lögum samkvæmt. • ! Tel ég þá þeirra maklega og þeim muni ekki af veita fjárhagslega í allri þessari dýrtíð, sem stjórnin hefur steypt yfir land og fólk. Að lokum kem ég svo að kafla í grein Halldórs um nýjar leiðir í verkfallsmál- um. Málið hefur löngum verið talið einfalt og auðleyst, enda afgreiðir Halldór það með 17 línum. Einhverjum hefði nú kannske dottið í hug, að þær mættu ekki færri vera, þótt ég fyrir mitt leyti telji þær nógu margar. „Síðast en ekki sízt“ segir Halldór, „sé svo sett á fót samstarfs- nefnd, er vinni að útreikn- ingum, hve hátt kaup at- vinnuvegirnir eru færir um að greiða og séu þá verkföll óheimil, fari kröfurnar fram yfir það eðlilega mark“. Það er eins og mig minni, að ég hafi heyrt eitthvað svipað þessu áður. Mér kemur í hug sagan af litla drengnum, sem sendur var í kaupstaðinn. Þegar hann kom á ákvörð- unarstað, hafði hann gleymt hver sendi hann og hvað hann átti að erinda. Halldór hefur hvorugu gleymt, at- vinnurekendavaldinu, sem sendi hann og erindi þess hefur hann dyggilega komið á framfæri. G. H. — Ég fékk aftur minn græna hatt Framhald af 4. síðu enda þótt það sé nauðsyn- legt að 'hafa nóg handa á milli, til að geta látið sér og símrm líða þolanlega. En fyrst af öllu ber manni að vera maður, í gegnum allt, sem að höndum ber. — Hvað telur þú þína mestu gæfu í lífinu? — Konuna mína og börn- in. Þar eru stærstu sólskins- blettirnir. Og brennheitar bænir móður minnar, þegar ég fór út í lífið. — Nú hefur þú mikinn áhuga fyrir ljóðum og kannt mikið af þeim. Hefur aldrei verið ort um þig? — Þegar ég var að fara frá Laugum, skrifaði Þor- geir Sveinbjarnarson þetta erindi í vísnabókina mína og skyldi ég það svo, að það ætti að vera mannlýsing mín: Svo undarlega sterkur svo undarlega veikur svo undarlega fljótur, en þó svo seinn. Svo undarlegan mann ég veit ei neinn. — Ertu svo búimi að sætta þig við umhverfið, Sigurður? —• Ég hef kynnst hér mörgu ágætu fólki og bland- að geði við marga, og tel mig raunar ekki eiga annars staðar heima. Eins og við- horf mitt er í dag, kysi ég helzt að bera beinin hérna uppi á Nöfunum, þar sem ég gæti skyggnzt upp i Tindastól og séð hvemig „sóhn sælu og friðar“ fóðr- ar hann gulli sínu. 1 nóv. 1970. G. H. LÆKNflSKIPTl Þeir samlagsmenn, sem vilja hafa læknaskipti frá næstu áramótum, snúi sér til skrifstofu sam- lagsins 1. til 24. desember n. k. Sýna þarf samlags- skírteini, þegar læknaskipti fara fram. Siglufirði, 27. nóvember 1970. Sjúkrasamlag Siglufjarðar.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.