Einherji


Einherji - 15.12.1970, Blaðsíða 12

Einherji - 15.12.1970, Blaðsíða 12
JÓLABLAÐ 1970 EINHERJI 1 Stundum, þegar ég hef horft á Sjukrahúsið utan úr bænum, þar sem það stendur hátt á hæð og ber við him- inn, dettur mér í hug, að það sé eins og höll í Tíbet. Ég veit ekki hvernig á þessu stendur, en ef til vill er það vegna þess, að ég man enn þá eftir mynd í jóla- kveðju, sem stóð á hárri hæð. I hinum heiðnu hofum Aust- urlanda, sem við köllum svo, hefur fyrr og síðar þróazt andleg menning. Innan vegg- ]a þeirra hafa verið til menn, sem með andlegri þjálfun hafa getað rofið þekkt og viðurkend lögmál efnisheims- ins. Jókarnir svonefndu geta vaðið eld og látið grafa sig lifandi án þess að efnislíkam- ann saki. Og ekki er öll sagan sögð. Pyrr á öldum voru víða um lönd reistar hallir á hæðum, sem voru vamar- virki í styrjöldum og oft óvinnandi, þegar barizt var um frelsi þjóða. Þessar hall- ír standa víða ennþá og vitna um sitt hlutverk. Slíkar fornminjar era ekki til á ís- landi, því Renesansinn eða endurreisn Evrópu hófst á 15. öld, en það þýðir fram- farir í listum, vísindum og iðnþróun eða tæknileg mennt íslenzk tunga hefur eitt orð yfir þetta: menning. Orðið menning tekur þó yfir meira. Það er trú á æðri máttarvöld, en það sem að- skilur mannskepnu frá öðr- um skepnum jarðarinnar er það, að maðurinn veit um sitt æðra eðh en aðrar skepn ur ekki. Loksins á þessari öld hefur renesansinn borizt til íslands. 2 íslendingar eiga nú marg- ar hallir. Við sitjum hér innan virkisveggja. Innan þessara veggja í þessu húsi er háð barátta fyrir þjóð- frelsi. Hér rís menningin hæst í héraði voru. Vísindi og listir rísa hér hæðst og hér er trúboðsstöð. Það er hið þögla trúboð, að sýna trú í verki. Og ekki er hægt að sýna trú betur á annan hátt en að hjúkra sjúkum af alúð og samvizkusemi. Þetta hús er hið lang- stærsta í sýslunni og form þess bæði listrænt og tákn- rænt. Stallarnir í bygging- unni geta táknað leið manns- ',ns tröppu af tröppu upp til Guðs eins og stuðlabergið í turni Hallgrímskirkju. Dagurinn í gær er saga og þeirri sögu verður ekki breytt, en dagurinn á morg- un er hulinn móðu hins ó- komna tíma. Tímaskipti áramótanna hafa alla tíð verið fslend- ingum hugstæð. Þau hafa speglað „trú og vonir lands- ins sona.“ Og skáldin hafa ort hstræn ljóð um þessi tímaskipti. „Sefur þú sveinn og snót, senn koma tímamót, vaknið, ó, vaknið af dvala,“ kvað Matthías. Feður vorir og mæður trúðu því, að álfar færu bú- ferlum á nýársnótt, og þá flvarp a nyarsnott Flutt í Sjúkrahúsi Sauðárkróks 1965. nótt gátu dulrænir menn ráð- ið ýmsar rúnir hins ókomna tíma. Einhvemtíma las ég þjóð- sögu, sem var á þessa leið: Maður nokkur sem dulvís var vakti í kirkju á nýárs- nótt th þess að sjá, hvað margir yrðu jarðaðir frá þeirri kirkju á komandi ári. Lengi nætur varð maður þessi einskis var, en rmdir morguninn opnaðist kirkjan og líkkista var borin inn. Þessi sýn þótti koma heim en á næsta ári var aðeins einn maður jarðaður frá þessari kirkju undir árslok. Það var trú feðra vorra, að oft væri mark að draum- um og vil ég nú segja draum Eiriks í Vallholti. Á fyrstu tugum þessarar aldar bjuggu í Ytra-Vall- holti þeir bræður Eiríkur og Jóhannes. Þeir bjuggu félags búi með foreldrum sínum og var bú þeirra eitt hið stærsta í sýslunni. Sauðfé sitt ráku þeir á Eyvindarstaðaheiði, en það mim hafa verið um fimm hundruð, þegar flest var. Eiríkur fór jafnan í göng- ur á Eyvindarstaðaheiði með húskarla sína, og var fyrirmaður Skagfirðinga þar á heiðinni, enda var hann mikils metinn fyrir marga hluti. Haustið 1926 á laugardag- inn fyrir göngur fór Eirík- ur ásamt fleiri Skagfirðing- um vestur að Fossum. og gistu þeir þar. Næsta dag, gangnasunnudag var farið fram að Herjól í Guðlaugs- tungum. Eiríkur svaf inn í baðstofu á Fossum. Morgun- inn eftir sagði hann draum, sem var á þessa leið. Honum þótti hann vera í baðstofunni þar á Fossum. En þá var barið að dyrum og gekk Ei- rikur fram í göngin, því hon- um fanst, að sá sem kominn var ætti erindi við sig og vildi sér ekki vel. Bæjar- hurðin var lokuð. Komu- maður barði að dyrum í sí- fellu og loks sá Eiríkur að broddur á staf gekk í gegn- um hurðina. Höggin héldu áfram og gatið á hurðinni stækkaði svo mikið, að Ei- ríki fannst, að komumaður mimdi senn komast í gegn um það. Við þetta vaknaði Eiríkur og hljóðaði svo hátt í svefninum að allir glað- vöknuðu sem í baðstofunni sváfu. Um morguninn sagði Ei- ríkur drauminn og þótti hann ekki góður. Hann spáði því, að illa mundi ganga í göngunum. En það fór ekki eftir. Bezta veður var í göng- um og allt gekk vel. En Eiríkur í Valiholti fór ekki oftar í göngur á Eyvindar- staðaiheiði. í júní næsta vor fór Eiríkur að reka gemlinga vestur á Fossdal. í þeirri ferð þótt miklu sé ekki að veiktist hann af brjóst- himnubólgu. Hann andaðist í sjúkrahúsi Sauðárkróks 23 júlí 1927. Enginn veit sína æfina fyrr en öll er, segir máltæk- ið. Og ég veit ekki fremur en aðrir hvenær mín æfi er öh. Ef til vill verður hún öll á komandi ári, ef til vill síð- ar. Eúi það veit ég að mín kynslóð, við sem erum fædd á 1. tug þessarar aldar hverf- um senn. En ég get kannske tekið undir með skáldinu: Mér eru í f jörunni margir hjá, hverfa frá, til ferðar er fjöldinn tregur. Því grunsamlegt er hið gamla far, gátur torræðar leynast þar og skipstjórinn skuggalegur. Ég óttaðist líkamlegar þjáningar, sem oft eru sam- fara skilnaðinum við efnis- heiminn og er mannlegt. Annað óttast ég ekki. Ég get sagt eins og Ólafur Thor- arensen: „Ég verð eftir lík- amsdauðann þar sem fólkið er.“ í umkomuleysi míns ald- urdóms hugsa ég gott til að njóta hjálpar og hjúkrunar í þessu húsi á meðan ég bíð eftir fari í þessari höll vís- inda og lista. Á þessari stund er réttur tími til, að þakka starfsfólki sjúkrahússins fyrir liðið ár. Ég met og virði störf þess og flyt þvi einlægar þakkir. Ég þakka læknum, sem skera botnlanga með vísindalegri nákvæmni. Og alveg eins þakka ég stúlkunni, sem þurrkar rykið, sem alltaf kem ur þó aftur. Öll störf, sem unnin eru af trúmennsku eru mikilvæg. Á þessari stundu hugsa ég með hlýjum huga til Hall- fríðar Jónsdóttur, sem nú er horfin. Um áratugi hafði hún þjónað í sjúkrahúsi voru. Fjöldi manna hafði notið hjúkrunar hennar og fengið heilsuna aftur og fjölda manns hafði hún veitt hinztu þjónustu. Foreldrum mínum báðum veitti hún ná- bjargir. Ég óska starfsfólki sjúkra- hússins gæfu og gengis á komandi ári. Ég óska því árs og friðar. Bjöm Egilsson, Sveinsstöðum. GIRÐING TIL VARNAR SNJÓFLÓÐUM Framhald af 1. síðu Girðingin er úr járnstaur- um, sem á eru strengdir stálvírar og net úr sérstöku gerfiefni fest á. Er þetta eftir norskri fyrirmynd, en þar hafa shkar girðingar gefið góða raun. Siglufjarð- arbær leggur til efnið og tæknilegan undirbúning, en félagar úr Slysavarnadeild- inni, ásamt nemendum úr Gagnfræðaskólanum, tóku að sér að bera efnið uppeftir, sem var mikið og erfitt verk og síðan vinna að uppsetn- ingu girðingarinnar. Er hér um lofsvert fram- tak að ræða, sem þakka ber. Bækur fyrir unga fólkið Siglufjarðarprentsmiðja gefur út. DÍSA. Bók pessi er gerð eftir hinum heimsl>ekktu sjónvarps- kvUímyndum af Dísu ojj Tony Neison geimfara. Bókin er falleg og góð jólagjöf. BONANZA: Ponderosa í hættu. Bók þessi er byggð á einum af hinum heimslveitktu sjónvarps- þáttum um Bonanza. GUSTDB og leyndarmál klofnu furunnar. Bókln er gerð eftir hin- um heimsbekktu sjónvarpsþáttum um hestinn Gust og Jóa vin hans. JONNI KNATTSPYBNUHETJA er saga af djörfum dreng, sem bjargar vini sínum úr miklum vanda og færir liði sínu sigurinn í örlagaríkri knattspymukeppni. LOTTA BJABGAE ÖUUU. Uottu- bækurnar eru eftirlætisbækur allra ungra stúlkna. I»etta er níunda Uottubókin. SIGGA UÆTUB GAMMINN GEYSA. Petta er 16. Siggu-bókin. TABZAN HINN SIGUESÆUI. Páll Sigurðsson íslenzkaði. DlANA VEBÐUB SKYTTU- DBOTTNING. Þetta er 2. Díönu- bókin. Eins og fyrsta Díönu-bókin Merki 14. Uandsmóts U.M.F.Í. á Sauðárkróki 10.—11. júlí 1911 Landsmót U.M.F.Í. 1971 Þriðja hvert ár mætast ungmennafélög hvaðanæva af landinu á Landsmóti UMFÍ og gleðjast við leik og skemmtan og keppni. — Dagana 10.—11. júlí næsta sumar verður 14. Landsmót UMFÍ háð á Sauðárkróki. Ungmennasamband Skaga- fjarðar annast undirbúning og framkvæmd mótsins. Verulegt átak er gert í byggingu íþróttamannvirkja á Sauðárkróki til þess að geta boðið upp á sem bezta aðstöðu til keppninnar. Gerð- ur hefur verið nýr grasvöll- er þessi bólc hrífandí og fögur telpnabók. Fjórar ævintýrabækxu1 fyrir börn: GBENITBÉÐ, gullfaUegt ævin- týri eftir H. C. Andersen. Skreytt heilsíðu litmyndum. SVANIBNIE eftir H. C. Ander- sen. Skreytt á sama hát. ÖSKUBUSKA og BAUÐHETTA ævintýri allra barna. Þessi guilfögru ævintýri em góð jólagjöf fyrir börnin. ur og áhorfendasvæði við hann, og unnið hefur verið að gerð nýrra búningsklefa við sundlaugina, auk ýmissa annarra framkvæmda. For- keppni hefur þegar farið fram í handknattleik og knattspyrnu, og hafa eftir- talin héraðssambönd og fé- lög unnið sér rétt til þátt- töku í úrslitakeppninni næsta sumar: 1 handknattleik; U. 1. A„ H. S. Þ„ og U. M. F. N. I knattspyrnu: U. M. F. K„ U. M. S. K„ U. M. S. S. Forkeppni í körfuknattleik fer fram í janúar. Ungmennafélagar um land allt hugsa gott til þessa móts og undirbúa þátttöku sína af krafti og búast má við fleiri keppendum, en dæmi eru til frá fyrri mót- um. Á Sauðárkróki verður boð- ið upp á glæsilega og vel skipulagða aðstöðu til íþrótta keppninnar. Allt bendir þvi til þess, að 14. landsmótið á Sauðárkróki verði hin glæsilegasta hátíð.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.