Einherji


Einherji - 17.12.1972, Síða 3

Einherji - 17.12.1972, Síða 3
JÖLABLAÐ 1972 EINHERJI 3 - Velpófenun yiir mönnnnum Fram'hald af 1. síðu. til alls. Eða auðæfi jarðneskra muna framar en skortur þessa heims gæða, þegar þar kemur, sem mestu varðar, og mannssálin heldur fram til hins ei- lífa. Eins og sagt er að vegir Guðs séu órannsakanlegir, verður ferð mannsins þessa dularfullu lífsins leið ekki sén til hlítar. En von kristinnar lífsskoðunar er sú, að öll eigum vér að verða eitt í dýrð Guðs í upphæðum. Því er sú boðunarviðleitni kirkjunnar, að allir samieinist í andanum í eining helgandi trúar, svo óumræðilega rík af samúð og fagurri Guðsskynjun, að hún getur ekki talað um velþóknun yfir aðeins sumum mönnum á jólunum. Hátíðar- efni þeirra er, að hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom í jarðnesk- an heim til að vera öllum heiminum ljós. I þeirri veröld, sem hann vill lýsa veginn til Guðs, eru fjölbrigði manns- sálnanna svo mikil, að þess er aldrei von, að allir sæi það í sömu leiftrum né veginn eins varðaðan. En vér hljót- um hér að öðlast þann þroska, að vér skiljum, að einn finnur Guð við bjarta fjallasýn í hreinleik og tign sköpunar- innar, en annar við sakramenti kirkju- legrar þjónustu. Og þá virðingu eigum vér að sýna hinum mikla heimssmið, sem er að hreinsa silfrið í mannssálim- um, að vér fyrirlítum hvergi mannlega tilraun, sem gerð er 1 þeirri veru að lifa velþóknun Guðs. Vér komum til hans með svo ólíkum hætti. En einmitt þegar þar er komið, erum vér öll eitt. Sjálfur sagði lausnari vor, að þann, sem til hans kæmi, mundi hann alls ekki reka burt. Þeir voru síðar á dög- um mennirnir, sem tóku sér það drottinvald, að segja oss, hvernig vér ættum að koma til Guðs. Þeir, sem í vorri samtíð og voru félagi vísa oss veginn eftir þeirn mannasetningum, hafa víst gleymt því, að verða eins og böm — en á það eitt minnti hann oss, lausnarinn ljúfi, og minnir oss á hverj- um jólum. Barnslega hugarfarið hið einfalda, sem er heilt og óskipt í Guðs trausti og trú finnur, að velþóknun Guðs yfir mönnunum er altæk, af því að það horfir óvitandi framhjá öllum ásteytingarsteinum og lifir hið himneska á jörðu. Einu sinni lá við, að einstæðings- stúlka, sem alizt hafði upp við vinnu og litla fræðslu fengi ekki fermingu af því, áð hún kunni engin svör við mannasetningum og trúarlærdómum kirkjunnar. En hún varð til þess að opna augu prestsins og safnaðarins, sem höfðu undrazt fákunnandi hennar, er hún leit upp saklausum barnsaugum og sagði: „Þó að ég geti engu svarað spurningum yðar um Jesúm Krist, þá gæti ég samt dáið fyrir hann.“ í huga hennar var frelsarinn það ljós, sem engir jarðskuggar féllu á, ekki kenni- setningar, ekki lærdómur, aðeins hami einn, friður sálar í velþóknun Guðs. — Hversu mjög eigum vér þvi ekki að forðast það að hjúpa Drottinn dýrðar- innar hinu margslungna ívafi manna- setninganna og skyggja yfir skapandi leyndardóm Guðs með þröngsýnum fullyrðingum um takmarkaða velþókn- un hans, eða hleypidómum um það, að nálægð Guðs veru og fyrirgefandi elsku sé ekki að finna, nema eftir fyrirmæl- um manna um helgisiði. Slíkar venjur, jafnt fyrir því, að þær kallast kirkju- legar, eru naumast velþóknanlegar Guði, nema þær séu sá vegur trúarinn- ar, sem barn hans hefur fundið i leitar- þrá hreins hjarta og alls liugar. Litla stúlkan var fáfróð um alla lærdómana um það, hvað mönnum hefur virzt um Krist, — en, að vér værum eins og hún, og gætum dáið fyrir hami. Þá gætum vér einnig Iifað fyrir hann, óháð öllu, nema fölskvalausri skynjun þess, að dýrð í upphæðum og friður á jörðu er velþóknun Guðs yfir mönnunum, sem veitast mun um síðir. Blessuð jól boði oss veru kærleika hans í þessum bernskusporum á vegi vorum itil hins eilífa. Heilög jól færi oss nær því marki, sem hann sýndi oss, heimsins ljós, að er ætlun Guðs í lífi voru á jörðu, þegar dýrð í upphæðum lýsir skammdegið og ljómar svo inni vort, að vér finnum frið trúarinnar og skynjum velþóknun Guðs, sem vakir yfir oss, unz vér verðum öll eitt í augliti hans. Ágúst Sigurðsson, Mælifelli ÁFENGIS- og TÖBAKSVERZLUN RlKISINS TILKYNNIR: Kaupum tómar flöskur merktar ÁTVR í glerið. Heilflöskur á kr. 10,00 Hálfflöskur á kr. 8,00 Móttaka í öllum útsölum vorum úti á landi. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki Frá GEFJUN: Drallon sængur, 3 stærðir Drallon koddar, 3 stærðir Rúmteppi Kaupfélag Skagfirðinga Vefnaðarvörudeild Leikföng Jólakort Myndavélar Filmur Skíði Snjóþotur Ferðaprímusar Bakpokar Svefnpokar Vindsængur Útvarpstæki Plötuspilarar Segulbönd Segulbandsspólur Ritföng KAUPFELAG SKAGFIRÐINGA Byggingavöriidei Id SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 95-5200 Það fæst í BYGGINGAVÖRUDEILDINNI MÚLALUNDUR óskar landsmönnum Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á hðnum árum. MÚLALUNDUR Ármúla 34 — Reykjavík

x

Einherji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.