Einherji


Einherji - 27.02.1979, Blaðsíða 3

Einherji - 27.02.1979, Blaðsíða 3
Þriðjudagunnn 27. febr. EINHERJI A ákvæðisvinna rétt á sér? í tilefni af þessari spumingu átti umsjónarmaður þáttarins eftirfarandi viðtal við trúnað- armann „Vöku“, Steinunni Bergsdóttur í Siglósíld, en það er eini vinnustaðurinn í Siglu- firði, þar sem tekið hefur verið upp launahvetjandi vinnufyrir- komulag (Bónuskerfi). B. Nú eru liðin nœrri tvö ársíðan bónus var tekinn upp í Siglósíld. hverjir eru kostir og gallar bón- uskerfisins?. S. Ég tel að það þurfi að endurskoða þetta söluskatt. Á bæjarstjómarfundi þann 11. janúar s.l. fluttu þeir Bogi SigurbjömsSon og Skúli Jónasson, eftirfarandi tillögu, sem samþykkt var einróma í bæjarstjóm. „Bæjarstjóm Siglufjarðar samþykkir að krefjast þess að sanngjam og réttmætur hluti verðjöfnunargjalds verði greiddur Rafveitu Sig'ufjarðar. Kröfur sínar byggir bæjarstjómin á því, að Rafveita Siglufjarðar hefur nýlokið við viðbótarvirkjun Neðri-Skeiðfoss, og því þungar greiðslubirðar vegna afborgana og vaxta gengis- tryggðra lána og vísitölu- bundins láns fyrstu árin. Verði ekki fallist á þessa kröfu bæjarstjórnar, sér bæj- arsjóm Siglufjarðar engar frambærilegar forsendur til að krefja Rafveitu Siglu- fjarðar um verðjöfnunar- gjald með tilliti til fjárhags- stöðu Rafveitunnar. Samþykkt að fela raf- veitustjóra og rafveitunefnd að vinna að framgangi þess- arar samþykktar við stjóm- völd.“ Eins og tillagan ber með sér gerir bæjarstjóm nú kröfu til að fá réttmætan hluta verðjöfnunargjalds greiddan til rafveitunnar, ella engar frambærilegar forsendur fyrir þessari gjaldheimtu. Að undanfömu hefur raf- veitustjóri verið í Reykjavík og fylgt eftir við þingmenn og stjómvöld, framgangi þessarar samþykktar, en Iðnaðarráðuneyti, þing- mönnum og fjölmiðlum var kynnt samþykktin, þegar eftir að þessi stefna hafði verið mörkuð Enn hefur málið ekki ver- ið afgreitt frá efri deild Al- þingis, og alls óljóst um framgang þess, en á meðan er verðjöfnunargjaldið að minnsta kosti ekki nema 13%. Þá kemur stóra spuming- in, ef verðjöfnunargjaldið verður hækkað í 19% og stjómvöld hafna kröfu bæj- arstjómar um réttmætan hluta til handa Rafveitu Siglufjarðar, hvert verður næsta skrefið. í því tilfelli á, að mati Einherja, að taka síðari lið samþykktarinnar til gaum- gæfilegrar athugunar, því við svo búið má ekki standa. kerfi mjög vel og breyta ýmsu. I svona stórum hópum eru afköst mjög misjöfn og vekur það óánægju, að allir fá jafna greiðslu. B. Nú er starfað hér í hópbónus, hvort telur þú betra fyrirkomu- lag hópbónus eða einstaklinga- bónus? S. Ég er fylgjandi einstaklings- ákvæði, þar fær hver það sem hann afkastar. B. Hvað hafa konur í bónus, svona að meðaltali á viku? (Hvað mest?) S. Meðaltal þrjá síðustu mán- uði framleiðslunnar munu hafa verið um 18.000 á viku, en þá em ekki fullnýttar vélar og fólk í hliðarstörfum, hæst hefur orðið rúmlega 21.000,-. B. Heldur þú að það ríki ein- hugur hjá starfsfólkinu með bónuskerfið? S. Það var gerð könnun á vilja starfsfólks fyrir ákvæðinu, áður en það var tekið í notkun og vom aðeins tveir á móti af rúmlega 70 manns, sem þá unnu hér, nú munu þeir vera í meirihluta, sem vilja heldur einstakhngsákvæði. B. Að lokum, Steinunn, af hverju telur þú að ekki fleiri vinnuveitendur á Siglufirði hafi tekið upp launhvetjandi vinnu- fyrirkomulag (Bónuskerfi)? S. Það er sjálfsagt margar ástæður eins og óhagkvæmt húsnæði og lítill vilji forsvars- manna fólksins fyrir ákvæðis- vinnu. Leiðrétting (Þankabrot launþega) í síðasta þætti verkalýðs- mála, var gert að umræðuefni verðtrygging lífeyrissjóðs opin- berra starfsmanna, og hver greiddi þá upphæð raunveru- lega. Þau mistök urðu í prentun. að upphæðir misrituðust, þar sem þær voru teknar beint úr fjárlögum en þar eru allar upp- hæðir í þúsundum. Verðtrygging samkvæmt fjárlögum ársins 1978 var kr. 1.890.925.000.- (einn miljarður átta hundruð og níutíu miljónir níu hundruð tuttigu og fimrn þúsund) og samkvæmt fjárlög- um ársins 1979 kr. 3.585.039.000.- (þrír miljarðar fimm hundruð átatíu og fimiw miljónir þrjátíu og níu þúsund) Takið eftir mismuninum á milli áranna. Enginn fulltrúi frá Alþýðu- flokknum eða Alþýðubanda- laginu hefur svarað þankabrot- um launþega í þættinum, en blaðið bauð pláss í þessum þætti um verkalýðsmál, til svara. Er ef til vill lítið um svör? ritstj. LÁN í ÓLÁNI Það óhapp skeði í fimmtudagskvöld, þegar verið var að flytja vélina úr „Blátindi SK“ til Sauðár- króks að hún rann út af pallinum á vörubíl þeim er flutti hana. Ekki mun hafa verið vel um hana búið því að við eitthvert hnjask út af ójöfnu á götunni valt hún út af hlið bílsins og hafnaði á götunni Múnaði ekki nema fáein- um sentimetrum að hún lenti á jeppabifreið í eigu Konráðs Baldvinssonar og mesta mildi að ekki varð fólk fyrir því þama eru oft böm að leik og ekki þarf að efa að þama hefði orðið stórslys, því vélin er um fimm smálestir að þyngd. Lagmeti til annarra landa Vörumerkið Iceland Waters er nú þegar þekkt víða um heim fyrir framúrskarandi gæði, enda er hráefni Iceland Waters niðursuðunnar af tiltöiulega ómenguðum veiðisvæðum Norður-Atlantshafsins. Iceland Waters er fyrst og fremst merki íslensks útflutnings á lagmeti — vörum sem seldar eru á vegum Sölustofnunar Lagmetis. Lagmeti Iceland Waters fæst einnig í völdum matvöruverzlunum hérlendis. SÖLUSTOFNUN LAGMETIS « ICEL4ND ^WflTERS argus

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.