Einherji


Einherji - 27.02.1979, Blaðsíða 9

Einherji - 27.02.1979, Blaðsíða 9
Þriðjudagurinn 27. febr. EINHERJI 9 ÖLLINN ___ ^ Um skipulag 09 áætlanagerð. Verður komin stólalyfta upp á Hólshyrnu? Eins 02 flestum mun kunn- ugt er nú unnið að gerð aðal- skipulags fvrir Siglufjörð. Staðfest aðalskipulag er síðan 1932 og hefur því oft verið breytt síðan. Má geta sér til um hvort gamalt skipulag sé ekki löngu úrelt. enda hafa .oðið meiri brevtingar á þjóð- félaginu síðustu áratugi en nokkurt annað tímabil í sömi þjóðarinnar. Brevttir lifnaðarhættir og auknar kröfur á öllum sviðum auk breyttra forsenda hafa því kallað á þörf fvrir nýtt aðal- skipulag. Endurskoðun h\ers konar skipulags þarf stöðugt að vera í gangi. annars er hætta á stöðnun. En hvað er aðalskipulag? í reglugerð um gerð skipulagsáætlana ségirað skipulagsáætlun sarnkv. skipulagslögum i>g realuaerð sé uppdráttur að skipulagi til- tekins svæðis ásamt nauðsvn- legum skýringatexta. Skipu- lágsáætlanir eru tvennskonar. annars vegar áætlun um aðal- skipulag. sem tekur vfir skipulagsskyldan stað í heild og hins vegar áætlun um deiliskipulag. sem tekur að jafnaði yfir hluta skipulags- skvlds staðar. í áætlun um aðalskipulag skal k\eða á uni meginatriði varðandi þróun byggðar en í áætlun um deiliskipulag skal í einstökum átriðum kveðið á um notkun og uppbyggingu hlutaðeigandi svæðis innan marka aðalskipulagsins. í að- alskipulagi á að sýna eftirfar- andi atriði: skiptingu bvggðar í íbúðarhverfi. iðnaðarhverfi. athafnarsvæði til fiskverkunar og önnur athafnahverfi eftir tegund starfssemi, flugvelli og hafnarsvæði. svo og staðsetn- ingu opinberra bvgginga og annarra mannvirkja tii al- mannaþarfa svo sem íþrótta- mannvirkjum. barnaheimil- um vmisskonar og margt fleira. Aðalskipulagið á að miða við ákveðið tímabil sem að jafnaði skal vera 20 ár. Því er ætlað að fullnægja áætluðum þörfum og sýna fxrirhugaða jandnotkun til loka skipulags- tímabilsins. Eigi sjaldnar en á 5 ára fresti á áð taka það til endurskoðunar. áætla þarfir að nýju miðað við næstu 20 ár og meta hvort forsendur sem gengið var út frá í upphafi hafi breyst. Á síðustu árum hefur töluvert verið unnið að byggða- og landshlutaáætlun- um hér á landi í framhaldi af breyttri stefnu stjórnvalda í þessum efnum. Má nefna sem dæmi almenna byggðaþróun- aráætlun fyrir Norðurlana vestra og samgönguáætlun fyrir Norðurland frá 1976. Margs konar áætlanagerð hefur færst í vöxt hin síðari ár varðandi skipulag og fram- kvæmdir til lengri eða skemmri tíma í senn. enda er áætlanagerð tæki til.að ná.til-’, teknum féiagsíegum og efna- hagslegum markmiðum og er því hluti stjórnunar. Sumar þessar áætlanir ná til ákveð- inna þátta framkvæmda. t.d. raforkumála, vegamála og hafnarmála (4 ára áætlun) en aðrar snerta framkvæmdir. atvinnu- eða félagsleg mál landshluta eða byggðarlaga. Nauðsynlegt er a'ð við gerð aðalskipulags fyrir Siglufjörð' að hafa hliðsjón af þeim áætl- unum og þeirri þróunarstefnu. sem mörkuð er í þessum framkvæmda- eða byggða- áætlunum hins opinbera og væri þá hægt að byggja á mun traustari grunni varðandi sennilega þróun -í t.d. at- vinnumálum og fólksfjölgun en nú er. Þáttur í gerð skipulagsáætl- unar fvrir Siglufjörð til alda- móta er að skýra og skilgreina atvinnu- og félagsástand á staðnum og þá þróun sem valdið hefur þessu ástandi. Síðan er reynt að ráða í það. hvað þurfi að gera til þess að breyta þróuninni. þannig að í framtíðinni verði þróunin hagstæðari og ástandið á staðnum betra og öruggara. Með öðrum orðum, þá þarf að áætla hvað gera þurfi til þess að afkomuskilyrði batni og hér verði eftirsóknarvert að búa. Þróun Siglufjarðarkaup- staðar hefur um margt verið sérstæð og óvenjuleg frá því að þéttbýli byrjaði að myndast hér upp úr aldamótum. Þann- ig óx íbúafjöldi hér með margföldum meðalvexti þjóð- arinnar allt fram til 1940. 1948 náði íbúafjöldinn há- rnarki 3.100 rrianns en nú um 1.000 íbúum færri. Siglufjörð- ur er kunnastur allra staða hérlendis að langvarandi og illvígum atvinnuvandkvæð- urn. frá því að síldin yfirgaf Norðurlandsmið. Þetta ásamt mörgu öðru t.d. einhæfum at- vinnutækifærum hefur verið einkennandi síðustu áratug- i ina. í ljósi fenginnar reynslu er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir helstu forsendum fyrir skipulag og áætlunum til næstu aldamóta. Almennt orðað er hægt að segja að for- sendur skipulags séu allir 'þættir. er hafa áhrif á skipu- lag, allt sem taka þarf mið af við skipulagningu. Líklega myndu flestir byrja á atvinnu- lífinu í framtíðinni sem helsta áhrifaþætti um þróun byggðar í Siglufirði, hvernig hægt yrði ■að auka fjölbreytni þess og efla. Miðað við sérstöðu Siglu- fjarðar sem áður var getið, verður að leggja á það þunga áherslu að skipulagið sé sveigjanlegt og búi yfir ríkri aðlögunarhæfni. eigi það að vera raunhæft allt skipulags- tímabilið. Eins og komið hefur fram. nær þetta tímabili til alda- móta, eða til ársins 2000. Til er máltæki sem segir eitthvað á þá leið að í upphafi skyldi endirinn skoðaðuri Ætti þá að vera komin tími til að skoða Siglufjörð árið 2000. En áður en við látum ímyndunaraflið ná völdum á okkur er rétt að leggja áherslu á áætlanir til lengri tíma. Þannig mætti t.d. í framhaldi af aðalskipulaginu gera framkvæmdaáætlanir til nokkurra ára í senn t.d. 4ra ára. Slík áætlunargerð tryggir að ekki sé lagt út í margar stórframkvæmdir á sama tíma, eða að unnið sé og framkvæmt langt umfram greiðslugetu eitt árið en lítið Framhald á bls. 6 □ ROI) S I KWAR I □ BEE OEES 20 ORKHKAL HITS: OWGIKAL STARS Alfhóll vill koma á fmrafæ sveitarinnar Miðaldamenn. skemmtun þann 24/2, 1979. BROWNCIRLINTHERIMG 1HB DREADLOCK HOLIDAY " T&fv rrs RAINING fPS'- AQAIN AND AGAJN "" KISSVOU ALLOVER <;« K-tvi □ MIDNIOHT HUSTLE □ VIELAGE PEOPLE

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.