Freyr - 01.08.1940, Blaðsíða 3
[
]
]
\fi
MflNfi-ÐRR BLfi-Ð UM LBNDBÚNR-Ð
Nr. 8
Reykjavík, ágúst 1940
XXXV. árg.
Sigurður Sigurðsson
fyrv. búnaðarmálastjóri
8. ágúst 1871 - 1. júlí 1940
Sem ungur maður var Sigurður Sigurðs-
son oftast kenndur við œskustöðvar sínar
og nefndur Sigurður frá Draflastöðum. Nú
orðið eru það ekki nema þeir, sem honum
voru löngum kunnugir, sem vita deili á
þvi nafni.
Síðustu tvo áratugina þekkti hver bóndi
um land allt Sigurð og nefndi eftir því
starfi, er hann þá vann lengstum. — Sig-
urður búnaðarmálastjóri, var kunnur á
hverju býli um land allt og viðast meira
en af afspurn.
Um miðbik œfinnar og léttasta skeið,
var Sigurður nefndur tveim kenningar-
nöfnum á vixl. í Skagafirði og víða um
land: Sigurður skólastjóri, en á Akureyri
og i Eyjafirði: Sigurður í Gróðrarstöðinni.
Þótt þessar skýringar þurfi ekki til þess
að bændalýður landsins minnist Sigurðar
Sigurðssonar, og þótt viðurnöfnin kunni
að geymast mislengi, held ég að nafnið
Sigurður í Gróðrarstöðinni feðmi bezt um
œfi Sigurðar og störf. Yfir því nafni mun
heiðast í hugum þeirra, er bezt þekktu
Sigurð. Allur var starfsferill hans að vinna
með gróðri og fyrir gróður landsins, bænda-
stéttarinnar, landbúnaðarins. Þá gróðrar-
sögu þarf ekki að segja né rekja í FREY.
Stofnun Rœktunarfélags Norðurlands 1903,
forstaða þess og stofnun og rekstur Gróðr-
arstöðvar þess á Akureyri, er að öllu öðru ó-
rýrðu, merkilegasti þátturinn í starfssögu
Sigurðar. Um leið er sá þáttur táknrœnn
um vilja hans og vonir og trú. Allt starf
hans var. gróðrarstarf. Hann vildi bœta
landbúnaðinn og efla. í því var hann óðfús