Freyr - 01.08.1940, Síða 4
114
FREYR
Hólar í Hjaltadal
Af byggingum sem sjást á myndinni eru leikfimishúsið og skólahúsið til vinstri, og fjós og hlaða til
hægri handar við kirkjuna, byggt á skólastjóraárum Sigurðar Sigurðssonar.
og sást ekki fyrir, jafnvel svo að okkur sam-
verkamönnum hans fannst stundum nokk-
uð skorta á að hann greindi rétt leiðir og
úrrœði. Fjörið og áhuginn var. óþrjótandi,
og sjálfum sér hlífði hann aldrei, að hverju
sem stefndi. Þessvegna átti hann allstaðar
vini einnig meðal þeirra, sem ekki áttu
samleið með honum eða jafnvel greindi
á við hann um stefnur og mið i búnaðar-
málum. Allir fundu og skildu hve fram-
faravilji hans var heill og einlœgur, að
efla þá búsœld og búmenningu er gerir
bœndum fœrt að ganga glöðum og reifum
„að göfgandi störfum um byggð og ból.“
Þessvegna verður Sigurðar lengi minnst
um sveitir landsins.
Sigurður Sigurðsson var fæddur að Þúfu
á Flateyjardalsheiði, 8. ágúst 1871, en ólst
upp á Draflastöðum í Fnjóskadal með for-
eldrum sínum Sigurði bónda Jónssyni og
Helgu Sigurðardóttur.
Hann stundaði nám í búnaðarskólanum
á Stend í Noregi 1896—98 og síðar í Bún-
aðarháskólanum í Kaupmannahöfn og
lauk prófi þar 1902. Sama ár tók Sigurður
við stjórn Bændaskólans á Hólum og var
skólastjóri þar til 1919, er hann tók við for-
ráðum Búnaðarfélags íslands, en því starfi
gegndi hann, sem formaður og síðar sem
búnaðarmálastjóri til vorsins 1935. Sam-
hliða skólastjórastarfinu á Hólum var Sig-
urður framkvæmdarstjóri Ræktunarfélags
Norðurlands frá stofnun þess 1903 og til
1911 og stofnaði og starfrækti tilrauna-
stöð þess — Gróðrarstöðina — á Akureyri
á þeim árum.
Árið 1899 kvæntist Sigurður Þóru Sigurð-
ardóttur, ættaðri úr Fnjóskadal. Þau eign-
uðust 5 börn og eru fjögur á lífi. Þóra
andaðist 1938.