Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1940, Page 6

Freyr - 01.08.1940, Page 6
116 FRE YR Framræslan Vorið í vor og sumarið í sumar, það sem af því er, ætti að geta orðið mörgum þónd- anum og garðeigandanum áminning um það, hvers virði góð framræsla er fyrir garðræktina og túnræktina. Víða voru garðarnir lengi vel þannig á sig komnir, að hvorki var fært hestum né mönnum neitt að þeim að vinna. Urðu þeir því seint og jafnvel illa unnir. Fyrir sömu sakir settu margir kartöflur í kaldan og votan sáðbeð. Vætukuldinn í jörðinni hefir svo stutt hina köldu tíð í því að tefja sprettuna, svo jafnvel mun ekki ugg- laust um, að útsæði hafi rotnað í mold- inni, í votlendustu og verst ræstu görð- unum, í stað þess að spíra og spretta. Þannig er það því miður allvíða með garð- ræktina, enda er ekki góðs að vænta, því jafnvel í höfuðstaðnum og umhverfis hann, þar sem skemmst er til hinnar mestu búfræðiþekkingar, er árlega úthlutað garðlöndum til manna, sem eru svo illa ræst, að þau mega heita óhæf til garð- ræktar í þurrkasumrum, hvað þá þegar vætutíð er. Einhver almesta framför, sem hægt væri að koma á í garðyrkjunni, er vafalaust að bæta framræslu garðanna langt fram yfir það, sem nú tíðkast og jafnvel langt fram yfir það, sem menn láta sér almennt til hugar koma. Vanræstu túnin tala sínu máli í öllum árum en í vor hafa þau æpt hástöfum. Fífa, starir og elfting kveðast á um kunn- áttuleysi og kæruleysi mikils fjölda rækt- unarmanna. Og viðlagið í þeirri kveðandi er um úrræðaleysi og værð forráðamanna ræktunarmálanna. Mýrlendi hafa verið hraðræktuð og illa unnin, án þess að vera ræst nema ef til vill að nafninu til. í flögin hefir verið sáð dýru fræi, sem ekki hefir notazt vel að sökum vætu og torfs. Á slétturnar hefir verið borinn dýr áburður, sem ekki hefir komið að nema hálfu gagni af sömu á- stæðum. Af þessum nýju túnum hefir fengizt lítili töðuafli og lélegur að gæðum, hálfgrasablendingur og hismi á móts við það sem góð taða getur verið. Loks hefir dýr fóðurbætir verið keyptur og notaður til þess að bæta upp þetta eymdarfóður. Svona er sagan, þetta er skráð á allt of margar blaðsíður í ræktunarsögu síðustu áratuganna tveggja. Það’ er auðvelt að finna að og vonskast yfir mistökunum. En hverjar eru frumor- sakir þeirra og hver er von til þess að þessum illa Gróttusöng verði nú vent í kross og hafinn annar betri óður, svo um- bótabragð sé að? Þrátt fyrir allt framræsluleysið eða hina lélegu framræslu, hefir mikilli vinnu og miklu fé verið varið til skurða og ræsa- gerðar hin síðari ár, svo maður tali nú ekki um þær miljónir, sem bundnar hafa verið í nýrækt á landi, þar sem framræslu var þörf en hún algerlega vanrækt. Sam- tímis því að þessu fé, þessum miljónum, hefir verið eytt fálmkennt og út í bláinn, höfum við vanrækt með öllu að afla svars við því: hvernig eigum við að ræsa og þurrka mýrarnar okkar og annan jarðveg, og hve mikið eða vel þurfum við að ræsa til þess að ná sem arðbeztum árangri af ræktun garða og túna? Þessum mikils- verðu grundvallarspurningum er enn ó- svarað. Meðan svo er, að forráðamenn búnaðarmálanna hefjast ekki handa með að afla svara við þeim, verður að fara varlega í það að lasta hina einstöku, oft- ast getulitlu ræktunarmenn, fyrir lélega ræktun, þeim er mikil vorkunn, þótt van- smíði séu á hjá þeim, meðan ráðunaut- arnir og leiðbeiningamennirnir um jarð- rækt og sjálft Búnaðarfélag íslands getur ekki sagt fyrir um framræslu á þann veg,

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.