Freyr - 01.08.1940, Side 13
FREYR
123
nokkrum framkvæmdum í þeim efnum.
Ég álít ástandið alls ekki svo ískyggilegt að
réttmætt sé að hverfa að slíkri neyðar-
ráðstöfun, að ætla sér að útrýma mæði-
veikinni með niðurskurði. Slíkt myndi líka
víða mæta hinni hörðustu mótspyrnu.
Eitt, sem ber að athuga í sambandi við
allar bollaleggingar um niðurskurð, er að
það fé, sem lifir enn á mæðiveikisvæðinu
gefur svo ótrúlega mikinn arð, að enginn
hefði trúað slíku fyrir nokkrum árum. Það
er ekki einungis undarlegt, að dilkar eru
nú orðið vænni en nokkru sinni fyrr, held-
ur er undravert, hve vænir þeir eru, þegar
tillit er tekið til þess, að nú láta flestir
bændur á mæðiveikisvæðinu meiri hlut-
ann af gimbralömbum sínum fá og auk
þess er mun meira tvílembt en venjulega
var áður en fénu fækkaði. Þetta hvort-
tveggja orsakar, að hlutfallslega miklu
meira af sláturdilkum bænda á mæðiveiki-
svæðinu eru tvílembingar og lambgimbrar-
lömb en nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir það
er meðal kroppþungi dilkanna hærri en
áður hefir þekkzt.
Það er ekki unnt að fullyrða hverjar séu
allar orsakir til þessa. Betri vetrarfóðrun á
óefað mikinn þátt í hinum auknu afurð-
um eftir hverja kind. Einnig mun fækkun
fjár í högum vor og sumar líka eiga drjúg-
an þátt í þessu a. m. k. sumstaðar. En hin
mjög svo aukna frjóvsemi fjárins er næst-
um því óskiljanleg.
Hjá mörgum bændum á mæðiveikisvæð-
inu er helmingur ánna með tveimur lömb-
um og hjá sumum meira en helmingur.
Auk þess kemur nú æði víða fyrir að lamb-
gimbrar séu tvílembdar. Slíkt voru eins-
dæmi áður. Það mun vera hæpinn gróði að
fá lambgimbrar tvílembdar, en þrátt fyrir
Það ber það vott um óvenjulega frjósemi.
Góð fóðrun hlýtur að valda mestu um hina
auknu frjósemi fjárins, annars er það ó-
skiljanlegt.
Reynslan hefir kennt okkur, að það fæst
mjög mikill arður af sauðfénu á mæði-
veikisvæðinu, þrátt fyrir mikil vanhöld, og
hve fátt það er orðið. Ættu bændur um
land allt að láta það sér að kenningu verða,
og eiga ekki fleiri skepnur en þeir geta
fóðrað svo vel að þær gefi fullan arð.
Meðan útlitið með sauðfjárræktina hjá
bændum á mæðiveikisvæðinu versnar ekki
frá því sem nú er, álít ég að ekki muni
vera rétt að hugsa til fjárskipta, nema ef
til vill á nokkrum jarðarsvæðum, þar sem
hægt væri að hreinsa til án þess að gera
aðalvarðlínur lengri eða erfiðari til vörslu.
Hugsanlegt væri að reyna að útrýma allri
mæðiveiki af Vestfjarðakjálkanum og
færa aðalvarðlínu þar að Gilsfirði og Bitru-
firði. Eins gæti komið til mála að reyna
fjárskipti á svæðinu milli Blöndu og Hér-
aðsvatna norðan Vatnsskarðsgirðingar.
Þarf samt að athuga það rækilega áður en
ráðizt væri í framkvæmdir.
Það sem mér ofbýður mest, þegar rætt
er um niðurskurð, er að hugsa til þess að
ráðast á þann hluta fjárins, sem bezt
stendur sig gegn plágunni, því illa væru
bændur staddir, ef það yrði gert, en samt
tækist ekki að útrýma veikinni, en svo illa
gæti farið.
En hvað sem framundan kann að vera,
þá verða þeir bændur, sem lengst hafa
búið við mæðiveikina og misst hafa margt
af fé sínu, að bjóða plágunni byrginn og
reyna að fjölga fénu aftur. Á komandi
hausti ætti alls ekki að slátra nokkru
gimbrarlambi undan heilbrigðum foreldr-
um á þeim svæðum, þar sem mæðiveikin
hefir verið 2 ár eða lengur. Ef einhverjir
eiga þá fleiri gimbrarlömb, en þeir sjálfir
þurfa að setja á, eða hafa fóður handa,
eiga þeir að selja þau þeim, sem fæst eiga
eða til bænda, sem eru að fá veikina í fé
sitt.
En afgamlar ær og meira eða minna