Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1940, Page 15

Freyr - 01.08.1940, Page 15
FREYR Búmennskafyrr og nú Fyrr á árum og öldurii voru það taldir búmenn, sem komust vel af fyrir sig og sína, voru bjargálna eða vel það, sem kallað var. Oftast nær mun aðalstyrkur þeirra tíma búmanna hafa verið: Vakandi hugsun um heyöflun og árvekni í allri skepnuhirðingu. Aftur á móti voru breytingar allar og nýj- ungar þyrnir í þeirra augum. Vitnuðu þeir oft í afa sinn eða föður um eitt og annað: „Faðir minn sæll hafði það nú svo.“ Sbr. ljóðið: „Faðir minn sparaði fóðrið við hjú- in, farnaðist honum því ágæta vel.“ Enginn hefir lýst þessum búskaparhátt- um skarplegar en St. G. St„ þegar hann talar um búskapinn á Keldu, þar sem túnið var þýft og holtin nærri. Og höggdofa fólkið á fálætis setri hlaut fannmok og vatnsburð á sérhverjum vetri. Og meðan að sumarið lýsti yfir landi, gekk lúastirt að votabandi. En fátt þó þar væri um framför og hægðir, í fóðursæl geymslubúr skorti ei nægðir. Fjarri sé það mér, að gera lítið úr fast- heldni við fornar venjur, sem vel hafa reynzt. En hætta nokkur fylgir því, að röm fastheldni geti gert menn bæði ein- sýna og þröngsýna. Þeir kostir, sem mest prýddu fyrri tíma búmenn og enn er og ætíð verður sönn prýði á hverjum bónda, eru iðjusemi, nýtni og reglusemi. En nútímabúmaðurinn þarf miklu fleira til að bera en fyrirrennari hans. Auknar kröfur til lífsins, vaxandi hraði viðskiptanna, véltæknin og hin nýju land- búnaðarvísindi, heimta að nútímabóndinn hafi til að bera fjölþætta þekkingu, verk- lega æfingu og leikni í öllum hinum marg- háttuðu vinnubrögðum nútímabúskapar. Ætíð verður bóndinn að hafa það hugfast, að hann á sjálfur að vera leiknasti mað- urinn á heimilinu við hvaða starf, sem að höndum ber utanbæjar. Með því eina móti 125 er hægt að stjórna öðrum svo við verk, að þeirra vinnuafl notist að fullu. En langsterkasti þáttur nútímabú- mannsins verður eftirtekt hans og hag- nýting á öllum nýjungum á sviði búskapar- ins. Einmitt það, sem talinn var versti ókostur fyrri tíma búmannsins — nýjunga- girnin — verður nú höfuðkostur bóndans. Á sviði jarðræktar þarf hann að fylgjast af alefli með öllum nýjum tilraunum og niðurstöðum þeirra: Um kartöflur, rófur og grasrækt; um áburðaraðferðir, áburðar- tíma, tegundir og magn, — jurtasjúkdóma og varnir, jarðvinnsluaðferðir og verkfæri, o. m. fl. Á sviði kvikfjárræktar það nýjasta í kyn- bótum og kröfum markaða, fóðrun, hirð- ingu, notkun hjálparmeðala og fóður- bætis. í raun og veru þarf nútímabóndinn að vera gagnmenntaður og halda vel við menntun sinni með því að lesa allar nýjungar, sem við koma búskap og hann á völ á. Afkoma og glæsileikur í búskap hans er kominn undir því hversu duglegur hann er að viða þessu að sér og notfæra sér það. Einn höfuðstyrkur danskra bænda er tal- inn sá, hversu fljótir þeir hafa verið að notfæra sér niðurstöður tilrauna í hvaða grein landbúnaðarins, sem verið hefur. Enda eru þeir taldir beztu bændur í heimi. Þessari hlið búmennskunnar hefur því miður ekki verið nógu mikill gaumur gef- inn eða vel á lofti haldið. En hér þarf breyting á að verða. Tilraunstarfsemi öll þyrfti að komast í fastari rás og bænda- efni og bændur menntaðir í því að notfæra sér þær. — Vísindin efla alla dáð, orkuna styrkja, viljann hvessa, vonina glæða, hugann hressa; farsældum auka lýð og láð. Þetta var kveðið fyrir 100 árum. Ólafur Sigurðsson, Hellulandi.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.