Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.08.1941, Qupperneq 8

Freyr - 01.08.1941, Qupperneq 8
118 FRE YR bætt. Meðaltal Þórsdætra 1939: Ársnyt 2984 kg. Feiti % 4,03. Fitueiningar 12020. Undan Dumb frá Eyrarlandi eru til nokkr- ar ungar kýr, sem gefa ástæðu til að ætla, að hann muni hækka mjólkurmagn, en með feiti % er nokkuð óvissara og jafn- vel hætt við að það lækki. Einnig munu Dumbsdætur reynast erfiðar í fóðri. í Glæsibæj arhreppi hafa dætur Brands frá Eyrarlandi reynzt frekar góðar mjólk- urkýr með meðalfeita mjólk. í Hrafnagilshreppi, reyndust dætur Skjaldar frá Litladal nokkuð misjafnar, og ekki góðar hvað snerti feiti %, en nú þegar búið er að drepa það lakara af dætrum hans, munu þær sem eftir lifa sýna góða útkomu. Ljótur, sonur Skjald- ar, gefur betri raun, sérstaklega gefa dætur hans feitari mjólk. Undan Her- rauð frá Stokkahlöðum eru til nokkrar ungar kýr. Meðaltal þeirra árið 1939 er: Ársnyt 2814 kg. Feiti % 4,07. Fitueiningar 11447. Virðist Herrauður bæði auka mjólkurmagn og hækka feiti %, og þegar tekið er tillit til hve dætur hans eru ungar, er útkoman mjög álitleg. Aftur hafði Herrauður slæma byggingu og kemur það nokkuð fram hjá dætrum hans. í Saurbæjarhreppi hafa dætur Rauðs frá Stóradal reynzt vel. Meðaltal þeirra árið 1939: Ársnyt 3260 kg. Feiti % 3,76. Fitueiningar 12265. Hér er farið fljótt yfir sögu og mörgu sleppt, bæði góðu og miður góðu, en af þessari upptalningu má sjá, að öll hafa þessi naut haft nokkuð til að bera, og þótt sum þeirra virðist ekki hafa gert mikið gagn, eru það fleiri, sem augsýni- lega hafa bætt. Eftir því sem árin líða og meira liggur fyrir um reynslu kúnna og ættir, verður með meira öryggi hægt að velja kynbóta- nautin, en það val verður aldrei of vand- að. Undan hverju nauti koma svo marg- ar kýr, að á reynslu eins nauts getur oltið um heildarútkomuna á kúnum á stóru svæði. Þá getur verið mikið unnið við að geta fljótt séð, hver áhrif nautið muni hafa til ills eða góðs, en það sést því fyrr sem fleiri dætur nautsins koma á skýrslu. Þess vegna er mikið unnið við að allir kúaeigendur séu í nautgriparækt- arfélögum. Þeir menn, sem ekki fást til að vera með, eru ekki aðeins hlutlausir um þessi mál, heldur gera þeir hinum, sem í félögunum eru, erfiðara fyrir, og vinna þar með bæði sér og öðrum ógagn. Þegar athugaðar eru skýrslur naut- griparæktarfélaganna er það mjög áber- andi, hve misjöfnum árangri bændur ná með að fá afurðir af kúnum. Vil ég hér geta eins bónda, sem á skömmum tíma náði mjög góðri útkomu á kúabú sitt. Hann heldur fyrst skýrslu árið 1934 og hefir þá aðeins 4 fullmjólkandi kýr, en árið 1939 eru kýrnar orðnar 13. Meðaltöl á þessu búi eru: Ársn. kg. Feiti % Fitue. Fóðúre. Árið 1934 2746 3,43 9422 1638 Árið 1939 3528 4,01 14152 1895 Mism. + 782 + 0,58 + 4730 + 256 Ef reiknað er með 5 aura verði á fitu- einingu, hefir þessi bóndi fengið kr. 236,50 meiri afurðir af hverri kú til jafnaðar síðara árið heldur en það fyrra, og þótt fóðureyðslan hafi aukizt nokkuð mikið, er hagnaðurinn auðséður. Ég efast ekki um, að nú vildu einhverj- ir spyrja, hvort aðstaða til mjólkurfram- leiðslu sé ekki sérlega góð á þessum bæ. Það er hún einnig, að sumu leyti, en ekki öllu. Sumarhagar sízt betri en víða ann- arsstaðar. Heygæði eru eiginlega það eina, sem er sérlega áberandi, en það er skil- yrði, sem víða má bæta frá því sem nú er, og óvíða munu skilyrði það slæm, að ekki

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.