Freyr - 01.08.1941, Side 14
124
FRE YR
IVokkur orð iim votheysgerð
Framh. af bls. 114.
að þótt hitinn sé orSinn nægilega hár inni
í miðri gryfjunni, er hann ekki nógu hár
út við veggina, sem stafar af því, að þeir
leiða hitann burt. Þar af leiðandi vill oft
vera dálítil skemmd í heyinu við veggina.
Úr þessu má þó bæta með því að hafa
gryfjuveggina sem mest í jörðu, og jafnvel
einangra þá með þurru torfi. Einnig hefir
hinn hái hiti, sem myndast í sætheyinu,
töluvert mikið efnatap og rýrnun á meltan-
leika fóðurefnanna í för með sér. Mun hann
sérstaklega draga úr meltanleika eggja-
hvítuefnanna. Efnatapið við sætheysgerð-
ina er talið vera um eða yfir 30%.
Efnatapið við súrheysgerð er að öllum
jafnaði heldur minna, eða milli 20 og 30%.
En ókostur við súrheysverkun er, að með-
ferðin á farginu kostar töluvert mikla
vinnu. En mikið farg er bráðnauðsynlegt,
og einasta örugga leiðin, til að halda hit-
anum niðri um 20°, annars stígur hann of
hátt, fer upp í hið skaðlega hitastig 30—45°.
Reynslan virðist sýna, að súrheysverkun
mistekst frekar hjá bændum en sætheys-
verkun, vegna þess, að þeir ferg.ja súrheyið
ekki nógu duglega, svo að hitinn verður of
mikill. Vonandi verður nú alveg á næst-
unni úr því skorið með ítarlegum tilraun-
um hvort súr- eða sætheysgerðin hentar
okkur betur. Meðan ekki er úr því skorið
er um að gera að þeir, sem verka vothey
— og það eiga allir bændur að gera •— geri
sér fulla grein fyrir því að um tvennt er
að ræða: súrhey eða sæthey — köldu eða
heitu aðferðina, og haga verkuninni eftir
því. Það er hvorki vit né verklag að láta
skeika að sköpuðu um það hvernig votheyið
verkast. Bil beggja súrhey og vothey, 30—
45° hiti, má ekki eiga sér stað. Rétt og
einfaldlega framkvæmd votheysverkun er
auðveldur og sjálfsagður liður í heyskapn-
um hvernig sem viðrar og án votheysverk-
IHysa í voiliev
Póðurefnatapið við votheysgerð er hægt
að minnka með því að setja sýru eða
önnur efni, sem auðveldlega breytast í sýru
í grasið um leið og það er látið í gryfjuna.
Eitt meðal þeirra efna, sem komið geta til
greina er mysa. í mysunni er mestur hlut-
inn af sykrinum, sem er í nýmjólkinni og
hann breytist auðveldlega i mjólkursýru,
sem súrsar heyið. S. 1. sumar fékk Búnaðar-
deild Atvinnudeildarinnar að gera tilraun
í Laugardælum í Flóa, með það hvað mik-
ið gagn væri að því að nota mysu við vot-
heysgerð. Votheyið var búið til í stein-
steyptum gryfjum, sem höfðu sæmilegt
botnfrárennsli. Grasið var seinni sláttur
(slegið 11. sept.), af gömlu vel ræktuðu
túni.
Látið var samtímið í tvær gryfjur í Laug-
ardalnum og mysa í aðra 10 lítrar í hver 200
kg. af grasi. Mysan var nokkra vikna gömul
og orðin vel súr. Búið var til sæthey og því
ekkert farg sett á heyið, meðan verið var
að fylla gryfjurnar. Hitinn var mældur í
báðum gryfjunum. Sté hann aldrei eins
hátt í þeirri, sem mysan var látin í. í
hinni gryfjunni, þar sem engin mysa var
látin í, var hitinn um 45°C.
Til að fylgjast með gerlagróðrinum í hey-
inu í báðum gryfjunum var borað með
mjóum bor niður í þær og sýnishorn úr
tveggja metra dýpt í heyinu tekin og at-
huguð öðru hvoru frá því látið var í gryfj-
urnar og þar til farið var að gefa úr þeim.
Það kom í ljós að heyið súrnaði aðeins
fljótar og meira í þeirri gryfjunni, sem
mysan var látin í. Heyið úr mysugryfjunni
unarinnar er voði vís hvenær sem hey-
skapartíðin er lakari en í meðallagi og jafn-
vel þótt betur sé.
Pétur Gunnarsson.