Einherji


Einherji - 01.05.1997, Blaðsíða 4

Einherji - 01.05.1997, Blaðsíða 4
EINHERJI Hvernig efnir Framsókn kosningaloforðin? Páll Pétursson félagsmálaráðherra: Stjórnarandstæðing- ar, öfundssjúkir vegna góðrar stöðu Fram- sóknarflokksins í síð- ustu kosningum, halda því stöðugt fram að Framsóknarmenn í ríkisstjórn hafi svikið þau kosningaloforð sem við gáfum fyrir síðustu kosningar. Þetta er ekki rétt eins og glöggt sést ef málið er athugað. Við lofuðum að koma lagi á ríkisfjármálin. Á tveimur árum hefur okkur tekist að eyða 8 mill- jarða ríkissjóðshalla og fjárlög þessa árs eru afgreidd með dálitlum tekjuafgangi. Við lofuðum að sruðla að auknum hagvexti. Hagvöxtur sl. ár var 5,5% sem er helmingi meira en í nágrannalöndum og spáð er 3 - 4% árlegum hagvexti næstu ár. Við lofuðum að reyna að vinna bug á atvinnuleysinu. Atvinnuleysi var 6 - 7 % í kosningabaráttunni. Skráð atvinnuleysi er komið niður í 3 - 4 % og þegar ný löggjöf um vinnumarkaðsaðgerðir og atvinnuleysistryggingar er komin til framkvæmda, má reikna með að staðan batni en frekar. Þar er gert ráð fyrir að landið verði eitt vinnuvæði, stórbættri vinnumiðlun og mjög aukinni aðstoð við atvinnuleitendur. Við lofuðum að vinna að því að skapa 12.000 störf. þegar hefur störfum fjölgað um rúm 6000 og allar líkur á að störfum fjölgi um a.m.k. 13.000 á kjörtímabilinu. Okkur mun að vísu reynast torvelt að manna þau öll. Nú þegar verðum við að flytja vinnuafl til landsins og hér eru í dag hátt á annað þúsund útlendingar við vinnu. Við lofuðum að vinna að skattaiækkunum einkum jaðarskatta á síðari hluta kjörtímabilsins. Ákveðið hefur verið að lækka tekjuskatt um 4% í þrepum á næstu þremur árum. Hátekjuskattur hækkar hins vegar strax um 2% en lækkar síðan smkvæmt tekjuskatti. 1. janúar 1999 hefur venjulegur tekjuskattur lækkað um 4% en hátekjuskattur lækkað um 2%. Barnabætur hækka hjá fjöl- skyldum með meðaltekjur eða lægri en lækka hjá þeim sem hafa meira en meðaltekjur. Hátekjufólk fær engar barna- bætur. Við lofuðum að hækka skattleysismörk. Ákveðið hefur verið að hækka skattleysismörk um 2.5 % árlega næstu þrjú árin . Við lögðum áherslu á að lægstu launataxtar þyrftu að hækka sérstaklega. í kjarasamningum 1994 var samið um lægstu taxta 43 þúsund á mánuði. Um næstu áramót verða lægstu taxtar 70 þúsund. Við lögðum áherslu á aukinn kaupmátt launa. Þjóðhagsstofnun telur að kaupmáttur aukist um 21 % á árunum 1995 - 1999 sem er helmingi meira en í ná- grannalöndum. Við lofuðum að endur- skoða vinnulöggjöfina. Vinnulöggjöfin var endur- skoðuð sl. vor. Þeir kjara- samningar sem nú eru að takast eru vafalaust þeir bestu sem gerðir hafa verið. Þeir eru lengri en áður, flestir til 3 ára og það skapar stöðugleika. Þeir gefa um 13% hækkun á samningstímanum og veru- lega meira fyrir þá lægst launuðu. Vinnulöggjöfin nýja hefur reynst mjög vel. Þeir kjarasmningar sem nú eru að takast eru þjóðfélaginu mjög hagstæðir og gefa launa- mönnum sanngjarnar launa- bætur og mjög mikla kaup- máttaraukningu. Við lögðum áherslu á að verðbólgunni yrði að halda í skefjum. Verðbólga hefur verið minni hér nágrannalöndum sl. 2 ár. Þjóðhagsstofnun spáir 2 - 3 % árlegri verð- bólgu á næstu þremur árum. Við lögðum áherslu á að standa vörð um hag þeirra sem minnst mega sín. Ákveðið er að bætur almannatrygginga, ellilífeyrir og atvinnuleysisbætur hækki til samræmis við meðal- hækkun launa. Bætur þeirra sem búa einir og hafa ekki aðrar tekjur en bætur almanna- trygginga hafa raunar þegar hækkað um 12,98 % í tíð núverandi ríkisstjórnar. Heild- arútgjöld almannatrygginga hafa á síðustu 20 mánuðum hækkað úr 15.830 milljónum í 18.081 milljónir eða um 14,22 %. Eldri en 67 ára eru um 10% þjóðarinnar. Hluti þeirra er sem betur fer vel settur og hefur nóg fyrir sig að leggja af eignatekjum og frá lífeyrissjóðum. Því var ákveð- ið að þeir sem hófðu yfir 75 þúsund í tekjur á mánuði eða ættu yfir 2,5 milljónir í peningum eða verðbréfum skyldu ekki fá svokallaða „frekari uppbót " á ellilífeyri. Nú hefur verið ákveðið að hækka þetta þak í 80 þúsund á en í tíð fyrrverandi ríkis- stjórnar. Við lofuðum að vinna að jafnrétti kynjanna. Ákveðið hefur verið að framkvæma kynhlutlaust starfsmat í fjórum stofnunum og fyrirtækjum. Það ætti að verða gott tæki til að eyða kynbundnum launamun. Endur- skoðun jafnréttis áætlunar er að hefjast og efhi ég til funda víða um land með kven- félögum, jafhréttisnefndum og öðrum er láta sig þau mál varða þessar vikurnar til að safha hugmyndum að endur- bótum á jafhréttisáætluninni. Þá er ákveðið að setja á stofh Lánatryggingasjóð kvenna en hann mun ábyrgjast helming bankalána er konur taka til stofhunar smáatvinnurekstrar. Við lofuðum að breyta húsnæðiskerfinu og greiða fyrir því að ungt fólk gæti eignast eigið húsnæði. Lánshlutfall húsbréfa til Páll Pétursson mánuði. Þeim bótaþegum sem lægstar hafa tekjur hefttr ekki einungis verið hlíft við skerðingum heldur hlutur þeirra bættur sérstaklega. Hvað varðar málefhi fatlaðra hafa verið gerðar i þeim verulegar úrbætur. Ný sambýli fatlaðra hafa verið tekin í notkun og nokkur til viðbótar verða byggð á árinu. Til þessa málaflokks er nú varið verulega meira fé árlega þeirra sem kaupa eða byggja sína fyrstu íbúð var hækkað úr 65% í 70 %. Húsnæðisstofn- un verður endurskipulögð og afgreiðsla húsbréfa svo og greiðslumat og veðmat verður fært til bankanna. Lögum um Húsnæðisstofnun heflir verið breytt. Lánstími húsbréfa er orðinn sveigjanlegur 15, 25 eða 40 ár. Lögfestar voru heimildir til að fresta afborgunum timabundið og að breyta vanskilum í lán. Vextir af hlutaverðtryggðum lánum við Byggingasjóð voru lækkaðir úr 9,75% í 6%. Úrræði voru sköpuð til að létta byrði sveitarfélaga vegna félagslegra íbúða. Endurskipu- lagning félagslega húsnæðis- kerfisins stendur yfir með það að markmiði að sníða af því agnúa, einfalda það og gera það tekjulágu fólki raunhæft úrræði og bærilegt fyrir sveitarfélögin. Við lofuðum að breyta lögunum um Lánasjóð ísl- enskra námsmanna. Samkomulag hefur tekist við sjálfstæðismenn um breytingu á lögum um L.Í.N. Endurgreiðsluhlutfall af tekj- um lánþega að námi loknu, lækkar úr 7% tekna í 4,75%. Þetta leiðir af sér að hjón með tvær milljónir í árstekjur sem greiddu 140 þúsund fyrir breytingu, greiða 95 þúsund eftir breytingu og hún er einn- ig affurvirk. Samtímagreiðsla námslána verður tekin upp í stað eftirágreiðslna. Þetta gerist í gegnum banka og sparisjóði en L.Í.N. greiðir þann vaxta- og lántökukostnað sem annars hefði fallið á námsmanninn. Þetta er mun betra fyrirkomulag fyrir námsmenn, sérstaklega þá sem ekki búa í Reykjavík. Þá eru ákvæði gerð hvað varð- ar tafir í námi. Við lögðum áherslu á hættuna af skuldum heimi- lanna. Hagdeild Seðlabankans hefur að beiðni félagsmála- ráðuneytisins gert mjög vandaða úttekt á skuldum heimilanna byggða á öllum skattframtölum ársins 1994. í ljós kemur að 42% framtala eru skuldlaus. Heildarskuldir heimilanna eru um 300 millj- arðar og er það um það bil sama upphæð og inneign heimilanna í lífeyrissjóðum. Eignir heimilanna aðrar en eignir í lífeyrissjóðum voru framtaldar 770 milljarðar. Um það bil 5% heimila eiga í skuldabasli og 2400 fjöl- skyldur skulda 10 milljónir eða meira. 1-2% fjölskyldna eru með vonlítinn fjárhag. 1,1% heimila er með 1 milljón eða meira í van-

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.