Einherji


Einherji - 20.12.1997, Blaðsíða 6

Einherji - 20.12.1997, Blaðsíða 6
 EINHERJI DESEMBER 1997 Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra, haldið á Staðarflöt í Hrútafirði dagana 8. - 9. nóvember 1997 Formaður kjördæmisstjórnar Magnús Ólafsson setti þingið og bauð þingfulltrúa og gesti vel- komna. Mættir voru um 50 manns að þessu sinni. Eftir skýrslu formanns og upplestur reikninga kjör- dæmissambandsins og Ein- herja voru útgáfumál Ein- herja rædd. Björn Elannes- son ritstjóri skýrði frá því að dreifingarkostnaður blaðs- ins hafi aukist vegna hækkunar á burðargjöldum hjá Pósti og síma, en að öðru leiti hafi útgáfa síðasta árs verið með hefð- bundnum hætti. Stefán Guðmundsson al- þingismaður flutti fundin- um kveðju Guttorms Óskars- sonar sem átti ekki heiman- gengt að þessu sinni, en hann hefur setið öll kjör- dæmisþing Framsóknar- manna í þessu kjördæmi síðan 1959. Framsöguerindi Þá var komið að fram- söguræðum gesta og flutti Jón Kristjánsson alþingis- maður Framsóknarmanna á Austurlandi framsögu- ræðu um stjórnmálin. Hann fagnaði því að fá að koma á þingið og minntist á að Framsóknarmenn úr kjördæminu væru þekktir fyrir góða mætingu á fundi bæði heima í kjördæminu og á þing og fundi syðra. Jón minnti á að kjörtíma- bil alþingis væri hálfnað og stjórnarstarfið einnig. Nú þyrfti að horfa fram á næstu öld með góðum undirbúningi. Hann minnti á að Framsóknarflokkur- inn vildi öflugt efnahagslíf fyrir alla landsmenn og jafnvægi rrkisfjármála væri forsenda þess. Nú hafa fjárlög verið lögð fram sem sýna afgang m.a. vegna lækkunar fjármagns til atvinnumála, landbúnaðar- mála, í opinberum fjárfest- ingum og til LÍN. Hefur lækkunin aðallega farið til tryggingamála. Veiðileyfagjald taldi Jón vera íþyngjandi skatt á landsbyggðina. Málflutn- ing fylgjandi gjaldinu taldi hann óábyrgan en gefið væri í skyn að tekjuskatt mætti fella niður. Jón taldi að aukin verk- efni sveitarfélaga efldu landsbyggðina. Að lokum væri það lán flokksins að standa utan sameiningar- umræðu félagshyggjuflokk- anna því þá umræðu taldi hann byggjast á því að moka öllum málefnaágreiningi undir teppið. Páll Pétursson félagsmála- ráðherra flutti seinni fram- söguna og sagði stjórnar- samstarfið hafa gengið vonum framar vel. Hyldýpi væri á milli skoðana Fram- sóknarflokksins og núver- andi stjórnarandstöðu og sagði hann að horfur á sameiningu á vinstri væng stjórnmála verði að veru- leika en sá flokkur yrði ekki girnilegur samstarfs- flokkur til að byrja með. Nú er landið orðið eitt atvinnusvæði og horfur eru á að 14000 störf yrðu til fyrir árið 2000, en eins og menn muna stefndi Fram- sóknarflokkurinn á að 12000 ný störf yrðu til fyrir aldamótin. Nú hafa bændur, sjómenn og vörubílstjórar fengið rétt til atvinnuleysisbóta og í undirbúningi er að húsa- leigubætur verði greiddar í öllum sveitarfélögum á landinu. Páll ræddi vandamál vegna fólksflótta úr dreif- býlinu og taldi ástæður þess hugsanlega þær að einhverju marki, að almenningsálitið á höfuðborgarsvæðinu væri orðið andsnúnara dreif- býlinu en áður var. Síðustu 2 ár hefur fjarað undan kúabændum en hins vegar hafa horfur með sauðfjárafurðir heldur skán- að frá því sem orðið var. Páll hvatti til að farið verði að virkja við Villinga- nes og sagði best að hlutur heimamanna verði sem stærstur. Stefnubreyting er að verða í raforkumálum og líklegt að heimamenn fái að koma þar að. Verði af þessari virkjun hjá Villinganesi með þátttöku heimamanna fáist ódýrari raforka. Frjálsar umræður Eftir kaffihlé hófust um- ræður um stjórnmálin í framhaldi af framsögu Jóns Kristjánssonar og Páls Péturssonar. Bjarni Marinó Þorsteins- son Siglufirði, mótmælti þátttöku Framsóknarflokks- ins í því verki íhaldsins að afnema tengingu launa og tryggingaupphæða. Hann nefndi að stjórnkerfi fisk- veiða smábáta væri hlutur sem verkaði sterklega á landsbyggðaflóttann. Sverrir Sveinsson raf- veitustjóri Siglufirði, tók til máls og talaði um raforku- mál og hvatti þingið til ályktunar um lækkun raf- orkuverðs sem væri m.a. einn þáttur í flutningi fólks frá landsbyggðinni. Hann hvatti Pál og Stefán sem þingmenn Framsóknar- flokksins að þeir ynnu að því að sett yrði upp olíu- hreinsunarstöð á Norður- landi vestra. Herdís Á. Sæmundar- dóttir kennari Sauðárkróki, tók til máls og harmaði hvernig höfuðborgarsvæð- inu og landsbyggðinni væri att saman. Hún sagði eflingu menntunar í kjördæminu afar mikilvæga og þá sérstaklega farskólana sem gæfu miklu fleirum mögu- leika til menntunar. Fólk þyrfti ekki að flytja með böm og bú, gæti því stundað sína vinnu og haldið sitt heimili. Bogi Sigurbjömsson skatt- stjóri Siglufirði, sagði að tekjutengja yrði elli- og örorkulífeyri svo þetta fólk gæti framfleytt sér sómasam- lega. Einnig gagnrýndi Bogi harkalega að heimilt væri að selja, eignfæra og afskrifa fiskveiðikvóta. Hvatti hann til þess að framsóknarflokk- urinn hefði forgöngu um að afnema þetta fyrir næstu kosningar. Björk Axelsdóttir kennari í Húnavallaskóla, varpaði fram þeirri spumingu hvort grunnskólinn gæti þjónað hlutverki sínu því hún teldi að sveitarfélögin hafi verið plötuð til að taka við þeim áður en búið var að einsetja skólana og laga launamál kennara og taldi hún að sveitarfélögin hafi ekki bol- magn til að rétta við skólana. Guðmundur Jónasson mótmælti niðurskurði og fjárskorti til sjúkrastofn- ana og til framhaldsskóla, Páll Pétursson félagsmálaráðherra, Árni Cunnarsson aðstoðarmaður hans og Sighvatur Torfason íbyggnir á svip Þingforsetarnir Kristján (sfeld og Elín R. Líndal. í ræðustól Magnús Ólafsson formaður kjördæmissambandsins.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.