Einherji


Einherji - 20.12.1997, Blaðsíða 9

Einherji - 20.12.1997, Blaðsíða 9
DESEMBER 1997 EINHERJI ■ * C^luim 0igIfivdtitgum og ^ljútniiiöttttiuit gteöilcgrof jótoíjúttöor og fot*§teí§ liumnttöt óio. meö ftoítítlteíi fijeit* öiÖSttifititt og gott £om§torf ó óriiut ðem cr oð líím. IKIEA iðjuver við austanverðan Skagafjörð Sverrir Sveinsson veitustjóri á Siglufirði Stefán Ólafsson prófessor vann fyrir Byggðastofnun skýrslu um orsakir og eðli íbúaþróunar á íslandi umdanfarin ár. Sigurður Guðmundsson forstöðu- maður þróunarsviðs Byggða- stofnunar sagði frá niðurstöðum þessarar skýrslu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins 22. nóvember s.l. Komu fram hjá honum kunnuglegar ástæður fólks- flutninga frá landsbyggð- inni til Suðvesturlands s.s. versnandi ástand í atvinnu og húsnæðismálum auk minni möguleika til menn- ingar og afþreyingar, sam- göngumál, verslun og þjónusta. Þessum niður- stöðum fylgdi auk þess spá að í Norðurlandskjördæmi vestra myndi íbúum fækka um 13% á næstu 10 árum. Ég lít á þessa niðurstöðu sem sönnun þess að ekki hefur allt verið gert af hálfu hins opinbera sem í þess valdi hefur verið. Ég get ekki sætt mig við þessa spá og finnst að allt verði að gera sem í mannlegu valdi er, til að snúa þessari þróun við. Nokkuð hefur þó verið gert til að greina þessi mál. Hinn 22. janúarl997 var haldin fjöl- menn ráðstefna í Miðgarði um skýrslu sem unnin var af nefnd sem Páll Péturs- son félagsmálaráðherra skipaði og fjallaði um atvinnumál í kjördæminu. í október 1996 koma fram svipaðar áherslur og í niðurstöðum í skýrslu Stef- áns Ólafssonar sem Sigurður Guðmundsson kynnti á miðstjórnarfund- inum. í niðurstöðum skýrsl- unnar um iðnaðar- og atvinnumál segir m.a.: „Kanna ber möguleika á staðsetningu lítils eða meðalstórs iðjuvers á svæðinu sem mundi fram- leiða einingar fyrir stærri framleiðslu á heimsmark- aði. Slrkt yrði að gera í samvinnu við stærri erlend iðnfyrirtæki, sérstaklega er verið að kanna möguleika á framleiðslu sem krefst töluverðrar orku og / eða hátækni og helsta hráefni til framleiðslunnar verði ál sem fengist innanlands. Þegar á að hefjast handa við undirbúningsvinnu til þróunar og kynningar á kostum svæðisins fyrir fyrirtæki í orkufrekum iðnaði. Vinna þarf síðan að nánara staðarvali fyrir slíkt iðjuver.“ Þingflokkur framsóknar- manna hélt ráðstefnu um atvinnumál á Blönduósi í maí s.l. þar sem fjallað var um stöðu atvinnumála kjördæmisins. Lagði ég þar áherslu á að RARIK fengi leyfi iðnaðarráðu- neytisins að virkja Héraðs- vötn í Skagafirði við Villinganes, og benti á að með því að virkja einungis 30 MW væri hægt að lækka orkukaup fyrirtækisins af Landsvirkjun um 150-200 mkr. þessi framkvæmd gæti verið liður í því að lækka orkuverð til notenda Raf- magnsveitna ríkisins. Lækkað orkuverð á landsbyggðinni á að vera forgangsverkefni þing- manna vegna sívaxandi óánægju fólks með raf- orkuverð til upphitunar. Vinna við undirbúning að þessari framkvæmd er hafin milli heimamanna og RARIK. Finnur Ingólfs- son lýsti því yfir á mið- stjórnarfundi Framsóknar- flokksins að ef samstaða yrði milli þessara aðila, myndi hann beita sér fyrir því að þeir fengju virkjunar- heimild við Villinganes. Á kjördæmisþingi fram- sóknarmanna á Norður- landi vestra, sem haldið var 8.-9. nóvember sl. á Staðarflöt í Hrútafirði, var samþykkt ályktun um byggðamál. þar segir um þennan málaflokk m.a.: „Að hefja markvissa sókn til uppbyggingar iðnaðar á Norðurlandi vestra. Meðal annars með skipulagðri leit verði reynt að laða fyrir- tæki til að flytja starfsemi sína tO kjördæmisins. Þingið hvetur eindregið til virkjunar Héraðsvatna við Villinga- nes á vegum RARIK. Mikilvægt er að hlutur kjördæmisins verði sem stærstur og þar með íhlut- unarréttur varðandi nýt- ingu orkunnar." Eins og sést á þessum samþykktum hafa heima- menn bent á möguleika sem þeir sjá og geta breytt stöðinni í atvinnumálum og lagt til aðstöðu fyrir slík fyrirtæki sem síðan kæmu með fjölbreyttari atvinnu- fyrirtæki. Oftar en ekki er sagt að heimamenn verði að koma með hugmyndir, þá muni ekki skorta við- leitni og vilja þingmanna að fylgja málum eftir við framkvæmdavaldið. Að sjálfsögðu eru hugmyndir til allsfyrst. Ég setti fram þá hugmynd fyrir mörgum árum að staðsetja eigi iðju- ver við austanverðan Skagafjörð og benti á svæðið innan við Straum- nes þar sem er 36 m dýptarlína rétt innan við Hrolleifshöfða og hægt er að byggja höfn þar sem yrði í skjóli fyrir norð- austanátt. Með því að staðsetja iðjuver á þessum stað væri hægt að tengja saman í eitt atvinnusvæði þéttbýlisstaðina Sauðár- krók, Hofsós og Siglufjörð, en nokkur fólksfækkun hefur verið á öllum þessum stöðum. Að mati Byggða- stofnunar er vinnuradíus um 40 km milli Siglufjarðar og Sauðárkróks eru 96 km, og þessi staður sem ég bendi á er rétt norðan við Hofsós. Þannig er þessi staðsetning kjörin til að ná þeim markmiðum að stað- setja fyrirtækið m.t.t. nú- verandi aðstæðna og hafa áhrif á flutning fólks frá þessum stöðum. Með öðrum orðum að snúa vörn í sókn. Finnur Ingólfs- son iðnaðarráðherra sagði frá því á miðstjómarfundi Framsóknarflokksins að áhugi væri hjá bandarísk- rússnesku fyrirtæki M.D. Seis, að byggja olíuhreins- unarstöð á íslandi. Ég tel því að nú sé kjörið tækifæri fyrir sveitarstjórn Hofs- hrepps að setja sig í sam- band við iðnaðarráðherra fyrst hann hefur gefið upp boltann og vinna að því að fyrirtækið verði staðsett þarna.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.