Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1938, Side 10
Vestmannaeyjalína, vestari hlutinn.
TlMARIT V.F.I. 1 938.
(58
Kostnaðaráætliin Hveragerðislínu.
Hveragerðislínan liggur út frá Eyrarbakka- og
Stokkseyrarlínu skannnt fyrir norðan Ölfusá. Ligg-
ur fyrst til vesturs milli Þórustaða og Árbæjar.
Skanunt fyrir sunnan Grænhól beygir línan til
norðurs og á móts við Vorsabæ er stefnan tekin
á Hveragerði. Lína þessi fylgir að lieita má stefnu
þjóðvegarins alla leið.
Línan er gerð með 3 X 25 mm- margþættum eir-
vír. Gert er ráð fyrir í kostnaðaráætluninni, að
bæir þeir, sem ná má til með 220 volta spennu
út frá línu þessari, séu allir teknir með. Byggja
mætti línu þessa ódýrari, ef bæjum væri sleppt.
Samanlagður mannfjöldi, er lína þessi nær til,
er um 280 manns, þar af 150 manns i Hveragerði.
Mannfjöldinn í Ilveragerði hefir vaxið mjög ört
undanfarin ár. Er þar sjúkraliús og rjómabú, sem
livorttveggja munu geta orðið neyzlumiklir notend-
ur í framtíðinni.
Stofnkostnaður veitunnar áætlast þannig:
Háspennuvirki ............. kr. 55274
Verkstjórn, vaxtatap, ófyrir-
séð, ca. 25% ...............— 13726 69000
Lágspennuveilur ........... kr. 27300
Fyrir ófyrirséðu, ca. 10 .... — 2700 30000
Alls kr. 99000
Þessi kostnaður sundurliðast þannig:
Fobverð á öllu efni ........... kr. 49000
Flutningskostnaður ............ - 6000
Innlendur kostnaður ........... — 44000
Kr. 99000
Kostnaðaráætlun Vestmannaeyjalínu.
Lína þessi greinist frá Eyrarbakka- og Stokks-
eyrarlínu við Ölfusárbrú. Frá Ölfusárbrú liggur
línan til suðausturs og yfir Þjórsá skammt fyrir
sunnan Ferjunes og lieldur sömu stefnu þar lil
á móts við Sandhólaferju. Hjá Sandhólaferju beyg-
ir línan til suðurs og heldur þeirri stefnu þar til
á móts við Iláf, en þaðan er stefnan tekin beint
á Krosssand, undan Önundarstöðum, en frá sand-
inum liggur 12 km langur Iiáspennuslrengur til
Vestmannaeyja. Lengd háspennuloftlínu er 63 km.
Linan er gerð úr 3x70 nun2 margþættum 'eir-
vír á gegndreyplum tréstólpum með járnþver-
örmum.
Sæstrengurinn er 3 X 50 mm2 eir.
Mannfjöldi á orkusvæðinu, er línan nær til, er
nú 3550 i Vestmannaeyjum, 550 til sveita.
Enn liggja ekki fyrir nægileg gögn, til þess að
Iiægt sé að gera nákvæma áætlun um stofnkostn-
að þessarar veitu. Sæstrengurinn á milli lands og
eyja er einn af aðalldutum veitunnar, en „teknisk-