Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1944, Síða 6

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1944, Síða 6
2 T 1 M A R I T V. F. I. 1 «) 4 1 Virkjun jarðgufu til rafmagns og hitanotkunar. Erindi flutt á fundi V. F. í. þann 12. apríl 1944 af Gísla Halldórssyni, cand. polyt. Hið fyrsta, er eg veit til að ritað hafi verið um virkjunarmöguleika íslenzkra gufuhvera, er að finna í bréfi, er Jón Hjallalín ritaði Jóni Sigurðssyni lík- lega árið 1851 og birt er i Nýjum félagsritum árið 1853. Þar segir svo: „Hverarnir gætu verið cinhver hin mestu hlunn- indi á landi voru, ef vér kynnum með að fara, því þá mætti hafa til ærið margs, sem kostar ærna pen- inga í útlöndum. Þann veg er eg sannfærður um að við þá mætti hafa ýmislegar stórar verksmiðjur með þeim mesta ábata, ef menn hefðu hugmynd um hvílíkur kraftur i þeim er, og hvern veg hann ætti að nota í gufuvélar, sem nú tiðkast erlendis i öllum verksmiðjum, en sem þó jafnan eru býsna kostnaðarsamar, af því þær þurfa mikið eldsneyti, og er þó eldsneytið ekki haft til annars cn til að afla vatnsgufunnar. Nú með þvi að vér höfum næga gufu nærfellt við alla hvera, þá er auðvitað að við þyrftum langtum minna til að kosta en aðrar þjóðir til að koma upp gufuvélum og táta þær erfiða af sjálfsdáðum bæði nótt og dag, yrðu verksmiðjur vorar þá þar í frá- brugðnar öðruin verksmiðjum, að ekki þjn’fti að eyða einum kolahnefa upp í þær, þó þær gengi ár eptir ár og afköstuðu allteins miklu og verksmiðj- ur erlendis, þær er eyða mörgum þúsundum stein- kolatunnum á ári hverju." Ekki þótti Jóni Hjaltalín skilningur lahdsmanna vera mikill á þessum möguleikum, enda eru nú liðin rúmlega 90 ár síðan þetta var, og fyrst nú virðist áhuginn fyrir alvöru vaknaður hjá þjóðinni fyrir þessum merkilegu virkjunarmálum. Gufuboranir. í Hveragerði er, eins og menn vita. mikill jarðhiti, og iiafa þar verið boraðar margar holur, er fram- leiða gufu til uppliitunar íbúðar- og gróðurhúsa. Um reynslu jiá, er fengizt hefir af liverri holu fyrir sig, er mér ókunnugt, enda munu mælingar af skornum skammti. Væri þó full ástæða til, að einhver opinber aðili safnaði um þetta skýrslum og héldi lil haga til afnota fyrir fræðimenn og verk- fræðinga, því að takmarkað gagn er að þeim fróð- leik, sem lokaður er niðri í skúffum. Einhver hin fyrsta gufuborun, ef ekki sú fyrsta, sem gerð liefir verið hér á landi, var framkvæmd í Fagrahvammi i Hveragerði árið 1940, og gerði eg mér ferð austur lil að athuga hana og framkvæmdi nokkurar mælingar 17. júli 1940. Hola þessi var boruð í ca. () metra fjarlægð frá Varmá, fyrst gegn um klöpp ca. 73 fet, en síðan í gegnum kísil og leir til skiptis 32 fet í viðbót. Upp úr holunni kom nokk- uð af heitu vatni, sem jókst ekki eftir því sem hor- holan dýpkaði. Hins vegar óx gufan með dýpt hol- unnar, sérstaklega þegar komið var niður úr hverju kísillagi, en þó mest i 104 feta dýpt. Þegar komið var niður i þessa dýpt var ekki hægt að dæla kæli- vatninu niður vegna mótþrýstings, og varð ekki borað dýpra. Borhola jiessi var að ofanverðu 2” á vídd allt niður úr klöppinni, en um 4 cm þar fyrir neðan, cftir því sem mér var tjáð. Á pípunni ofanverðri var loka og nokkru fyrir neðan lokuna þrýstimælir. Með jivi að loka meir og meir fyrir útstreymið, mátti mæla statistiska þrýstinginn við mismunandi gufuafkast. Hæst fór statistiski jirýstingurinn, þegar lokað var alveg fvrir holuna, og var þá 1 kg/cm2 yfirþrýstingur. Gufuframleiðsla þessarar liolu var mjög lítil, svo sem eðlilegt er. Þar sem mælingar var ekki hægt að framkvæma á henni með neinni nákvæmni, vegna áhaldaskorts, tel eg ekki rétt að birta mælingar mínar, en þær bentu til, að gufan minnkaði hlut- fallslega eftir jiví sem niótþrýstingurinn óx. Bor- Iiola j^essi, eins og margar aðrar, var gerð með bor og tilstyrk rannsóknarráðs ríkisins, undir yfirumsjón Steinþórs Sigurðssonar magisters, en verkstjóri mun hafa verið, eins og við flestar aðrar jarðgufuboranir, Sveinn heitinn Steindórsson, er ný- lega fórst með hörmulegum hætti, er Hótel ísland brann. Ekki varð þessi gufuhorun til þess að ýta sérstak- lega undir stærri framkvæmdir, en smáborunum var haldið áfram hér og hvar. Það er ekki fyrr en um s. 1. áramót að borun er framkvæmd að Reykja- koti, ofanvert við Hveragerði, nær Henglinum, að sá árangur kemur i Ijós, sem vekur menn til um- hugsunar. Þarna er fyrst horuð hola nálægt gróð- urhýsi einu, og kemur ])á upp gufugos inni í héis- inu, er veldur allmikilli eyðileggingu, en sýnir jafn- framt þann kraft, sem þarna býr undir i iðrum jarð- ar. Önnur hola er nú boruð í grennd við hina fyrri, og sú aðferð höfð, að SVá” slálpípa er rekin niður með fallhamri gegn um. hinn tiltölulega gljúpa jarð- veg, unz hún kemur í hart. Þá er borað innan úr pípunni og síðan gegn um klöppina, sem fyrir verð- ur. Niður á klöppina er 21 meter, en klöppin er 1 meter á þykkt. Um leið og komið er niður úr ldöpp-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.