Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1949, Page 5
TÍMARIT V.F.I. 1949
79
við það verður vatnsgufan yfirmettuð. Sé loftið hreint,
myndast þó engir vatnsdropar nema þar, sem jónir
eru, en hver jón safnar um sig svolitlum vatns-
dropa. Á brautum agnanna, sem koma inn um rúð-
una E, myndast þá þokurákir, sem eru ljósmyndaðar
með Ijósmyndavélinni F, um leið og Ijós er sent inn
um gluggann D. 3. mynd sýnir slíkar þokurákir, sem
framkallaðar eru af alfa-ögnum, en á 4. mynd sjást
þokudropar eftir beta-agnir. Gammageislar fara aft-
ur á móti í gegnum þokuhylkið án þess, að brautir
þeirra verði sýnilegar.
Myndir af brautum geimgeislanna sýna, að þær
eru mjög margvíslegar. Margar þeirra eru elektrónu-
brautir, eins og beta-brautirnar, en þó eru þær yfir-
leitt beinni vegna þess að elektrónurnar fara hér
hraðar. Hraðinn er svo mikill, að þær komast jafn-
vel í gegnum nokkurra sentimetra þykkar blýplötur,
en um leið gerist merkilegur hlutur. Elektrónurnar,
sem koma út úr plötunni, eru oft fleiri en þær, sem
inn í hana fóru, og sumar þeirra eru ekki venjulegar
negatívar elektrónur, heldur hafa þær pósitíva
hleðslu.
4. mynd. Vatnsdropar á brautum beta-agna.
3. mynd. Þokurákir eftir alfa-agnir.
5. mynd. (Anderson og Neddermeyer.)
Sköpun pósitívrar og negatívrar elektrónu í blýplötu.
Eitt slíkt tilfelli er sýnt á 5. mynd. Þokuhylkið
hefur hér verið haft í segulsviði og brautirnar sveigj-
ast til hægri eða vinstri eftir því hvort agnirnar eru
pósitívar eða negatívar. Myndin sýnir negatíva elek-
trónu, sem fer niður í gegnum 3,5 mm þykka blý-
plötu, en út úr plötunni koma auk þess ein pósitív
og ein negatív elektróna. Inni í plötunni hafa skap-
azt tvær elektrónur, önnur pósitív en hin negatív,
og verður nánar skýrt frá því síðar. Pósitívar elek-
trónur eða pósitrónur, voru óþekktar fram til 1930,
en þá fann Ameríkaninn Anderson þær á þokuhylkis-
myndum af geimgeislum. Þær eru fullkomin spegil-
mynd af negatívum elekrónum. Massinn er sá sami,
og hleðslan einnig að undanteknu forteikninu.
Ef svo sem 10 cm þykkt blýlag er sett yfir þoku-
hylkið, hverfa elektrónurnar að mestu, en eftir verða
brautir, sem líkjast nokkuð elektrónubrautunum, en