Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1949, Side 11
TÍMARIT V.F.I. 1949
85
elektrónunum, sem aílstaðar eru fyrir, en um leið og
þær snertast, hverfa þær báðar og verða að tveim
gammakvöntum.
I geimgeislunum á sér því stað bæði sköpun og
11. mynd. (Anderson og Neddermeyer.)
Elektrónuskúr í segulsviði.
eyðing á elektrónum. Fjöldi elektrónanna í heimin-
um er því ekki alltaf sá sami, en hleðslan helzt ó-
breytt, þar sem hér skapast alltaf eða hverfa pósi-
tív og negatív elektróna samtímis.
Afstæðiskenningin og geimgeislarnir.
Hraði agnanna í geimgeislunum er, eins og áður er
sagt, mjög mikill, og nálgast yfirleitt ljóshraðann.
Hin gamalkunnu hreyfingarlögmál Newtons gilda
þess vegna ekki fyrir hreyfingar þessara agna, held-
ur verðum við að taka afstæðiskenninguna til hjálp-
ar. Þekking á lögmálum afstæðiskenningarinnar er
nauðsynleg til þess að skilja það, sem gerist í geim-
geislunum, en geimgeislarnir eru líka ein af sterk-
ustu stoðunum undir afstæðiskenningunni, og þeir
sýna að hlutirnir haga sér í raun og veru samkvæmt
lögmálum hennar.
I töflu I hér að neðan er gerður samanburð-
ur á hreyfingárlögmálunum og nokkrum hug-
tökum þar að lútandi, eins og þau eru samkvæmt
kenningum Newtons og samkvæmt kenningum Ein-
steins.
Við getum sagt, að mismunurinn liggi í því að
Newton reiknar ekki með því, að orkan hafi neinn
massa, en samkvæmt kenningum Einsteins hefur hún
E
massann mE = -^-, þar sem c er ljóshraðinn og all-
ar stærðir eru mældar í absólútum einingum. Af
þessu leiðir, að massi hlutar vex þegar hann fer á
hreyfingu, sem svarar massa hreyfingarorkunnar.
Samkvæmt kenningu Newtons er massinn alltaf
jafn kyrrstöðumassanum m0, en samkvæmt kenn-
ingum Einsteins er hann -— 0 ■ ■ - Massaaukningin er
A m = —m° - -r- m0, en hreyfingarorkan, sem gef-
ur þessa massaaukningu er
A m c- = m0 c2 ^
Hreyfimagnið er myndað á sama hátt bæði hjá
Einstein og Newton, það er massmn sinnum hraðinn,
B = mv. Hreyfingarlíkingin er í raun og veru á sama
formi hjá báðum, K = en Einstein tekur tillit
til þess að massinn er breytilegur.
I. TAFLA.
Samanburður á kenningimi Newtons og Einsteins.
Newton
Hreyfingarlögmálið . K = mg = -^(mv) K =
Hreyfimagn......... B = m v
Hreyfingarorka ... E = ý m v2
Massi.............. m = m0
mE = 0
Einstein
,no v
(II
= (m v)
B
tn0 v
Vl+5
m v
E = mn C"
■V'+5
1 =mc2T-mnc2
m:
V'+-S
m
E 1 c2
Massi orkunnar . .