Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1949, Síða 16

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1949, Síða 16
90 TÍMARIT V.F.I. 1949 ekki verða annarsstaðar fundin, og rannsókn þeirra hefur aukið mjög á þekkingu manna og skilning á þeim lögmálum, sem gilda innan atómkjarnans og annars staðar, þar sem mikil orka er að verki. Sem stendur verður ekkert sagt með vissu um hagnýtingu þessara rannsókna, en ef dæma skal eftir reynslu liðna tímans, þá virðist það vera nokkurn veginn gef- ið mál, að þekking sú, sem menn eru að afla sér með rannsóknum á geimgeislunum, verði einhvern tíma hagnýtt í einhverri mynd. Rannsóknir þessar eru nú undirstaðan að áframhaldandi þróun atóm- vísindanna, og þær virðast til þess fallnar að graf- ast fyrir hið innsta eðli efnisins og samband þess við orkuna. Staðsetning sementsverksmiðjunnar. (Svar við erindi dr. J. E. Vestdals). Eftir Harald Ásgeirsson. Án þess, að því er séð verður, að rannsóknir á aðstæðum væru gerðar, skrifaði Jóhannes Bjarnason grein í Tímann 4. ágúst s. 1. þar sem mælt var með staðsetningu verksmiðjunnar á Akranesi. 5. ágúst var skipuð nefnd til þess að ráða úr um staðsetningu verksmiðjunnar, og þessi nefnd skilaði áliti, sam- hljóða Tíma-greininni þann 8. sama mánaðar. I greinargerð þessarar nefndar er staðreyndum svo hallað, að óbærilegt er, að hún ráði úrslitum í svo mikilvægu máli sem bygging sementsverksmiðju er á þessum tímum. Þess vegna eru eftirfarandi athuga- semdir við þessa greinargerð dregnar fram. I greinargerð nefndarinnar eru ýms atriði dregin fram og lögð til jafns fyrir staðsetningu verksmiðj- unnar á Akranesi annarsvegar, og hinsvegar fyrir þann stað, sem nefndin taldi líklegastan sunnan Hval- fjarðar, Örfirisey. Aðeins þrjú atriði eru tekin til útreiknings, en samandregin eru þau eftirfarandi: 1. Það má dæla sandinum úr Teigavör jafnóðum og hann er notaður, og sparast við það 180 þúsund krónur á ári, ef verksmiðjan verður á Akranesi. 2. Það þarf að flytja 10 þús. tonn af sementi fyrir Hvalfjörð áleiðis norður í land. Aukakostnaður við þetta verður 350 þús. krónur á ári ef verksmiðjan verður í Reykjavík. 3. Dreifingarkostnaður til Suð-Vesturlands verður 315 þús. krónum hærri frá verksmiðju á Akranesi. Mismunur þessara þriggja liða verður 215 þús. kr. Akranesi í vil. Ekki verður séð, hvernig nokkur af þessum liðum fái staðist í raun. Útreikningar á fyrsta atriði munu í stuttu máli vera svo, sem hér fer á eftir. Að verksmiðju í Örfirisey þyrfti að flytja 22 þús. tonn af basalti á ári á kr. 4.50 per tonn, eða samtals 99 þús. kr. á ári. Auk þessa mun áætlað, að flytja þurfi 11 þús. tonn- um meira af skeljasandi til þeirrar verksmiðju á kr. 7.00 per tonn, eða fyrir 77 þús. kr. á ári. Samtals eru þetta 176 þús. kr. eða nær 180 þús. kr. Ekki verður séð, að gert hafi verið ráð fyrir nokkr- um kostnaði við það að nema sandinn úr Teigavör. Hinsvegar er staðhæft: „honum má dæla jafnóðum og hann er notaður . . . svo að hvorki þarf að flytja hann í pramma né byggja fyrir hann geymsluþró“. Þetta mun ekki vera rétt. Til þess að hægt sé að dæla þessum sandi verður að gera ráð fyrir ca. 60% inni- haldi af sjó. Þessi sjór þynnist ef til vill nokkuð við það að við þessa blöndu bætist þveginn skeljasandur. Ef gert er ráð fyrir, að hægt verði að láta brennslu- efjuna (slurry) innihalda 60% af föstum efnum, verð- ur afgangs 40% af þynntum sjó. Ef þynningin nemur % samsvarar þetta 30% af 3,5% söltum sjó. Dag- framleiðsla verksmiðjunnar á að verða 250 tonn af sementi. Föst hráefni til þeirrar framleiðslu verða þá um 375 tonn, og vökvi þá um 250 tonn, þar af SA sjór eða um 185 tonn. Saltinnihaldið verður því 185 tx 3,5% =6,5 tonn. Mest af þessu salti gufar upp í heita enda ofnsins, og þéttist aftur þar í ofninum sem hitinn er 600—800° C og myndar hina illræmdu alkali hringa, sem loka ofninum. Af þessum ástæðum er það að sementsverk- smiðju er nauðsynlegt að hafa ferskt vatn, til þess að þvo saltið úr sandinum. Láðst hefir að taka tillit til þess, sem nauðsynlegt má þó telja, að gera ráð fyrir veðurtöfum á sand- náminu frá Sviði. Sennileg afleiðing af þeim töfum mundi vera sú, hvar sem verksmiðjan annars væri staðsett, að sanddæluskipið yrði notað til þess að dæla upp basaltsandi þá daga, sem það getur ekki dælt á Sviðinu. Einnig hefir láðst að gera ráð fyrir því, að skel geti fengizt með öðrum basaltsandi, en þeim, sem áætlað er að nota úr Teigavör. I öðru atriði er gert ráð fyrir, að sementi verði dreift landleiðis frá Reykjavík til Mið-Vestur- og Norð-Vesturlandsins. Ekki er sennilegt, að sá háttur verði hafður á dreifingunni. Ef gert er ráð fyrir gildandi flutningataxta á þessum leiðum, myndi með-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.