Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1949, Page 17

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1949, Page 17
TÍMARIT V.F.I. 1949 91 alflutningsgjald verða um 375 kr. per tonn af sementi. Þessi upphæð er um fimm sinnum hærri en gildandi farmgjöld fyrir sömu vöru sjóleiðis. I {iriðja atriði er gert árð fyrir, að sement verði flutt til Reykjavíkur í ,,-samskonar pramma og ætl- aðir eru til sandflutningsins“. „Samkvæmt því yrði flutningskostnaður kr. 7.00 per tonn af sementi. . .”. Æskilegt hefði verið, að frekari rökstuðningur hefði fylgt þessari staðhæfingu. Flutningsgjöld með Þyrli, sem er þrisvar sinnum stærra skip en ráðgert er að nota, eru nú 25. kr. per tonn af olíu fluttri milli Hval- fjarðar og Reykjavíkur. E. t. v. væri hægt að fram- kvæma þennan flutning fyrir lægri kostnað en fram- angreindan kostnað við olíuflutninga. Ósennilegt verður það þó að teljast, að hægt væri að framkvæma þá fyrir helmingi lægra verð, og sjö kr. verðið má teljast útilokað. Það verður því að gera ráð fyrir miklu hærri kostnaði við þennan lið, og allur sá kostn- aður er sóað fé. Því er haldið fram í greinargérðinni, að það muni kosta 35 þús. kr. meira að flytja 10 þús. tonn af sementi frá Reykjavík til Akraness en að flytja 45 þús. tonn frá Akranesi til Reykjavíkur. Þetta virðist vera misskilningur, því vissulega mætti nota sömu tæki og aðferðir við hvoru tveggja flutningana, án þess að heildarkostnaður aukist fyrir það, að flutt er minna magn. I greinargerð staðsetningarnefndarinnar er hvergi gert ráð fyrir kostnaði við lóðir, lóðamannvirki, hafn- armannvirki né vatnsveitu á Akranesi. Nú hafa hins- vegar fengizt upplýsingar um það, að þessi kostnaöur muni vera á annan tug millj. krónur. Það ætti því ekki að valda tvímæli, að æskilegt sé að staðsetning hinnar fyrirhuguðu sementsverksmiðju verði tekin til gagngerðrar endurskoðunar. Tildrög að félagsfundinum 20. jan. voru í stuttu máli svo, sem hér fer á eftir. I nóv. s. 1. kom ég að máli við þáverandi formann félagsins, próf. Finnboga R. Þorvaldsson og benti honum á, að æskilegt væri að staðsetning hinnar fyrirhuguðu sementsverk- smiðju yrði rædd á félagsfundi. Féllst hann brátt á réttmæti þess, að málið yrði tekið fyrir á félagsfundi. Hann féllst einnig á þá skoðun mína, að miður æski- legt væri fyrir meðlimi félagsins að bera fram gagn- rýni á þetta mál í dagblöðunum, en ég hélt því fram, að félagsfundur í V.F.I. væri sá rétti vettvangur til þess að koma fram leiðréttingu í þessu máli. Hins- vegar gerði próf. Finnbogi ekki ráð fyrir, að félags- stjórnin ætti að eiga frumkvæðið að þessum fundi, heldur myndi heppilegra, að nokkrir meðlimir félags- ins óskuðu eftir honum. Hinn 29. nóv. skrifuðu 12 meðlimir undir slíka ósk, og skömmu siðar ákvað stjórnin að fundurinn skyldi haldinn. Formaður bauð mér því næst að halda framsöguræðu um málið á félagsfundi, sem halda ætti 14. des. Ég kvaðst reiðu- búinn að gera þetta, hinsvegar töldum við það að ýmsu leyti rétt að gefa formanni verksmiðjustjórn- ar kost á framsögu um þetta efni. Endanlegt sam- komulag hefir orðið um það, að formaður sements- verksmiðjustjórnar skyldi flytja erindi um þessu skylt efni fyrst í janúar. Erindið var flutt 20 jan. og hefir verið skráð í Tímarit V.F.I. 5. hefti 34. ár- gangs. Málefnaflutningur í erindi þessu gefur tilefni til rækilegrar greinargerðar, einkum þar sem dr. Jón skoraðist undan að mæta á framhaldsfundinum, svo að gagnrýni á erindið var látin falla niður. Plássins vegna skal þó aðeins stiklað á stóru. Fyrst skal sú skoðun mín staðfest, að ég álít, að sandnám við strandlengju Snæfellsness og hafnleysi Mýra muni ekki standast samkeppni við sandnám á Patreksfirði fyrir verksmiðju við Faxaflóa, hvorki hvað kostnað né öryggi snertir. Meðnefndarmenn mínir í sementsverksmiðjunefnd- inni voru á öðru máli. Þegar % af áskildum tíma- fresti F. L. Smidth & Co. til þess að skila saman- burðaráætlunum fyrir verksmiðjur við Patreksfjörð, Önundarfjörð og Reykjavík var liðinn, létu þeir stöðva þessa útreikninga, og var firmað fengið til þess að gera í þess stað áætlanir fyrir verksmiðju staðsetta á Akranesi. Þegar skeljasandurinn á Sviðinu fannst, seinna i þessum mánuði, breyttist útlitið vissulega til batn- aðar, og var nefndin á einu máli í því að leggja til, að hann yrði notaður til sementsframleiðslu. I sementsverksmiðjunefndinni lagði Jón fram kort það, sem birt er á bls. 65 í Tímaritinu. Svæði það, sem afmarkað er úti á Flóanum, er um 50 km- að flat- armáli. Þessu korti fylgdi eftirfarandi skýring: „Á hinu auðkennda svæði hefir fundizt hreinn eða því sem næst hreinn skeljasandur (sandur, sem inni- heldur 90—100% af skel), en þau svæði úti í fló- anum, sem á hefir fundizt kalksnauðari skeljasand- ur, eru ekki merkt á kortinu." Mér brá því illa, þegar myndin á bls. 66 var sýnd, og ég sá, að þetta var ekki rétt. Dr. Jón virðist líta á það sem reglu, að kísilsýru- hlutfallið í sementi verði að vera minnst 2.2. Þetta er skv. uppsetningu Michaelis frá 1914. Sérfræðing- ar síðari tíma eru þó ekki á sama máli. Knowles Associates skrifuðu sementsverksmiðju- nefndinni og ráðlögðu að reyna að notast við kísil- sýruhlutfall basaltsandsins, 1.45. R. K. Meade (Port- land Cement, bls. 19) gefur töflu yfir efnagreining- ar á portlandssementi framleiddu á 30 stöðum í Bandaríkjunum. Af þeim eru sex með kísilsýruhlut- fallið 1.9 og lægra, lægst 1.46. A. C. Davis (Portland Cement 1943, bls. 19) segir, að í venjulegu port- landssementi sé hlutfallið milli 1.6 og 3.5. J. C. Witt (Portland Cement Technology 1947, bls. 192) segir frá kísilsýruhlutfallinu, sem reglu, er geti verið til aðstoðar, en að það sé orðið úrelt, og R. H. Bogue (The

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.