Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1949, Side 18
92
TÍMARIT V.F.Í. 1949
Chemistry of Portland Cement, 1947) gengur al-
gerlega fram hjá því.
I erindinu er minnst á það, að mér hafi tekizt
með segulhreinsun að hækka kísilsýruhlutfallið upp
í 1.84. Síðan er farið nokkrum orðum um galla
þessarar aðferðar, og er m. a. vitnað í skýrslu Elm-
quists. Þess er hinsvegar ekki getið, að Elmquist
tókst að hækka hlutfallið í basalti frá Patreksfirði
upp í 1.67 og í skeljasandi frá Önundarfirði upp í
1.86. Ekki er heldur minnzt á, að hann taldi mögu-
leika fyrir því, að hægt væri að framkvæma þessa
hreinsun með fleytingu, ef segulhreinsun reyndist
ekki heppileg, né heldur að hann lagði áherzlu á, að
gengið væri úr skugga um þessa möguleika.
I kafla erindisins um staðsetningu verksmiðjunn-
ar er tölum nokkuð breytt frá því, sem birt var í
greinargerð 5.—8. ágúst nefndarinnar, en forsend-
urnar eru hinar sömu. Þó ber að geta þess, að að-
stæður Örfiriseyjar hafa verið endurskoðaðar, en
mismunurinn á aðstæðum Akraness og Örfiriseyjar,
kr. 1.50 pr. t. af sementi, er „einnig hér Akranesi
í vil“. Þessi mismunur kemur fram m. a. í því, að í
Örfirisey er áætlað að greiða kr. 1.70 pr. t. af sem-
enti fyrir flutning verkafólks til og frá vinnu, en á
Akranesi mun tilætlunin vera, að starfsfólkið gangi
til vinnunnar.
Þessi atriði, sem hér að framan hafa verið rædd,
eru of margbrotin til þess, að þeim verði gerð veru-
leg skil í fjögurra dálka grein. Það er líka skoðun
mín, að ágreiningsatriði okkar dr. Jóns hafi ekki
verið hentugt efni til einhliða frásagnar í Ríkisút-
varpinu, þótt hann hafi heldur kosið að ræða þessi
mál þar en að mæta til umræðu á félagsfundi í V.F.Í.
Örstutt athugasemd.
Þessi ritsmíð Haralds Ásgeirssonar gæti gefið tiíefni til
langra andsvara, svo margt fer þar milli mála. Sumt skil
ég ekki. Engin ástæða er þó til að leiðrétta hvaðeina, greinin
er þannig úr garði gerð. Verð ég því fáorðari en efni standa
til, nefni aðeins þrjú dæmi um málflutning Haralds.
1. 1 álitsgerð dags. 5. maí 1949 til atvinnumálaráðuneytisins
segir Haraldur Ásgeirsson: „Þótt nægur sandur fyndist á
Faxaflóa og við strendur Snæfellsness og Mýra er ekki
vitað til þess að til séu tæki, sem með nokkru öryggi séu
fær um að afla þessa hráefnis, við þau skilyrði sem fyrir
hendi eru“. Og síðar í sömu álitsgerð: „Viðtöl við vitamála-
stjóra, hafnarstjóra Rvíkur, fv. frkv.stj. S.R. o. fl. hafa
styrkt skoðun minnihlutans (þ. e. H. Á.) á því að það séu
litlar líkur til þess að sandnám í Faxaflóa fyrir verksmiðju
staðsetta við Reykjavík, standist samkeppni við sandnám
á Patreksfirði fyrir sömu verksmiðju.“ — Nú segir H. Á.:
„Fyrst skal sú skoðun mín staðfest, að ég álít, að sandnám
við strandlengju Snæfellsness og hafnleysi Mýra muni ekki
standast samkeppni við sandnám á Patreksfirði fyrir verk-
smiðju við Faxaflóa, hvorki hvað kostnað né öryggi snertir."
Nú er sandnámi í Faxaflóa sleppt. Að líkindum vill H. Á.
dylja andúð sína á rannsóknum í Faxaflóa eða láta hana
falla í gleymsku, nú, eftir að allt annað er komið á daginn
en hann hélt fram.
2. I greinargerð, er fylgdi frumvarpi til laga um; sements-
verksmiðju, er birt áætlun eftir H. Á. um kostnað við dreyf-
ingu sements frá Önundarfirði og pökkun þess i þar til
gerðu skipi. Er miðað við flutning á öllu því sementi, sem hefði
þurft að flytja með skipi frá Önundarfirði til hafna hér á
landi, eigi aðeins til Reykjavíkur, heldur einnig annarra
hafna. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að þessi kostnaður
verði kr. 20.00 pr. tonn af sementi. — Nú segir H. Á., að flutn-
ingsgjaldið eitt saman á olíu frá Hvalfirði til Reykjavíkur
sé kr. 25.00 pr. tonn.
Hvoru skyldi maður eiga að trúa? Eða kannske hvorugu?
3. H. Á. virðist álíta, að ætlunin sé að dæla sandi úr fjör-
unni fyrir framan verksmiðjuna á Akranesi með sjó beint
inn í hráefnamylluna. Mér vitanlega hefur engum dottið
það i hug nema H. Á., og ekki var ráð fyrir því gert i
sementsverksmiðjunefndinni. Fyrr má nú dæla sandinum
beint inn í verksmiðju en að honum sé dælt með sjó beina
leið í mylluna! Á fundinum í V.F.l. 20. jan. s.l. hélt H. Á.
þessu sama fram, og sagði ég honum þá, að slíkt hefði mér
vitanlega aldrei komið til mála. Ætlunin væri að dæla sand-
inum úr fjörunni beint inn í verksmiðju og láta hann setjast
þar til. Að dómi verkfræðinga hjá F. L. Smidth & Co. myndi
ekki vera þörf að þvo með vatni úr sandinum sjóinn, sem
þá væri eftir. Þessum upplýsingum skeytir H. Á. engu, og
er það enn ein sönnun þess, hve vitagagnslaust það er að
reyna að rökræða við hann um þessi mál. Er ég búinn að
fá langa reynslu i því efni. En ekki nóg með það, að H. Á.
reikni með allt of miklu sjómagni í útreikningum sínum
hér að framan, heldur virðist hann halda, að sjór innihaldi
3,5% af alkalísöltum. Hið rétta er, að sjór inniheldur um
2,8% af alkalísöltum.
Svo er að sjá sem Haraldur hafi enn þá skoðun, að ráðlegt
sé að brenna sement úr skeljasandi og basalti einu saman
og óþarft muni að bæta þar við kísilsýruriku hráefni. Hélt
ég þó sannarlega, að hann hefði séð að sér í því efni. En
hvers vegna sannfærði hann ekki verkfræðinga hjá F. L.
Smidth & Co. um þetta, er hann var á ferðalagi í Danmörku
og víðar í erindum sementsverksmiðjunnar 1946, og aftur
1949, er verkfræðingur frá fyrirtækinu kom hingað til lands ?
Og hvers vegna sannfærði hann ekki E. Elmquist í þessu efni,
er hann ferðaðist með honum hér á landi 1948? Þá gáfust
tækifæri til að koma skoðunum þessum á framfæri. En því
getur H. Á. búist við, þótt það kunni að vera raunalegt fyrir
hann, að álit hans í þessu efni mun naumast verða tekið
fram yfir álit E. Elmquists, verkfræðinga hjá F. L. Smidth
& Co. og annarra sérfræðinga á þessu sviði, er njóta álits
víða um heim. Jón E. Vestdal.
Ýmsar athuganir og fréttir.
Félagsmerki.
Verkfræðingafélag Islands efnir til almennrar samkeppni
um félagsmerki fyrir V.F.I., sem hafa megi í stimpil á skjöl
félagsins og auðkenni þess, t. d. á verkfræðingamótum og
sem félagsmenn geti borið við slík tækifæri. Uppdrætti að
merkinu og útskýringar skal senda félagsstjóminni fyrir
30. maí n.k. Félagsstjómin skipar dómnefnd. Einum verð-
launum — kr. 500,00 — fimm hundruð krónum — er heitið
fyrir það merki, sem dómnefndin velur. Stjórn V.F.I.
Norrænt efnafræðingamót í Helsingfors 1950.
Dagana 21. til 25. ágúst 1950 verður haldið 7. norræna efna-
fræðingamótið í Helsingfors. Islenzkum efnafræðingum hefur
verið boðin þátttaka í mótinu, og er hverjum þátttakanda
heimilt að taka einn gest með sér á mótið.
Þeir efnafræðingar, sem vilja taka þátt I mótinu geta til-
kynnt þátttöku sína til Gísla Þorkelssonar, Atvinnudeild Há-
skólans, í siðasta lagi fyrir 15. maí 1950. Gísli Þorkelsson
gefur einnig nánari upplýsingar varðandi mótið. G. Þ.
Steindórsprent h.f.