Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1950, Qupperneq 14

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1950, Qupperneq 14
36 TlMARIT V.F.l. 1950 3. hefti fjallar um radiolampa, sem komu á markaðinn á árunum 1940—1941, er það 260 bls. með 267 myndum og línuritum. 4. hefti fjallar um notkun radiolampa í viðtækjum og mögnurum, svo sem hátíðni- og millitiðni-mögnurum, tíðnibreytum, skynjurum o. fl. Er heftið 467 bls. með 256 myndum. Fjögur hefti til viðbótar í þessum sama flokki eru væntanleg innan skamms. Bækurnar eru allar hinar vönduðustu. M. M. Karl Stenstadvold: Industriell Elektrovarmeteknikk. Oslo 1950. Bók þessi er 572 bls. að stærð með 363 myndum, gefin út af Norske Elektrisitetsverkers Forening. Er bókin í 35 köflum og gefur glögga lýsingu á hinum ýmsu aðferðum, sem notaðar eru til þess að framleiða hita með rafstraumi ásamt hinum mismunandi gerðum ofna til bræðslu, herzlu og þurrkunar, sem notaðir eru nú á dögum í ýmsum iðngreinum. Er í bókinni getið nokk- urra nýjunga, sem fram hafa komið eftir síðasta stríð. M. M. Dansk Ingeniörforening hefir sent Tímariti V.F.I.: Normer for málinger pá radiomodtagere. Teknisk Forlag. Khöfn 1950. Er hér um að ræða reglur um mælingar á radio- viðtækjum, og eru þær samdar af nefnd, sem kosin var af rafmagnsverkfræðingadeild danska verkfræðinga- félagsins árið 1944. Ná reglurnar yfir flestar mælingar, sem nauðsyn- legt er að gera í sambandi við prófanir á radioviðtækjum. M. M. Faste höjder i boligbyggeriet nefnist lítið kver (16 síður A5), sem húsnæðismála- ráðuneyti Dana gaf út i ágústmánuði síðastl. Nefnd arkitekta og verkfræðinga, sem danska verkfræðinga- félagið skipaði, hefur samið kverið. Eins og nafnið bendir til, er efni kversins hvatning til þess að nota ákveðna lofthæð, 280 cm, i öllum nýj- um íbúðarhúsum. 20 cm eru valdir sem eining (mo- dulus), enda er það hæðin á þrem múrsteinslögum. 1 samræmi við það er mælt með 4 gluggahæðum, 120, 140, 160 og 180 cm og 3 hæðum undir glugga, 60, 80 og 100 cm. Samræmingin miðar að því, að gera húsin ódýrari í byggingu með því að hægt verður að skera allar leiðsl- ur i réttar lengdir fyrirfram, smíða glugga og hurðir í verksmiðjum o. s. frv. Tölur þær, sem kverið mælir með, eru miðaðar við múrsteinshleðslu, og e.t.v. eru aðrar tölur heppilegri fyrir okkar byggingarefni og aðferðir. Eigi að síður hefðu allir, sem hér fást við byggingar, gott af að lesa þetta kver og hugleiða boðskap þess, ef þeim mætti þá verða ljósara en áður, hvers virði „standardiser- ing“ er. Ól. J. Akademiet for de tekniske videnskaber í Kaupmannahöfn hefur nýlega sent VFl allar vís- indaútgáfur sínar frá árunum 1945—1950, samtals um 40 rit. Tímaritið mun á næstunni birta skrá um þessi rit. NÝiR FÉLAGAR. Hjálmar R. Bárðarson er fæddur á Isafirði 8. júní 1918, sonur Bárðar G. Tómassonar, skipasmiðs, og konu hans Filippíu Hjálm- arsdóttur. Hjálmar tók stúdentspróf við Mennta- skólann í Reykjavík 1939. Árið 1940 fór hann til Dan- merkur og vann þar fyrst við flugvélasmíði, en hóf síðan nám við Danmarks tekniske Hojskole og lauk þar prófi í skipaverkfræði í janúar 1947. Að námi loknu starfaði hann um skeið við Helsingor Skibs- værft og Maskinbyggeri, en siðan við skipasmíða- stöðina í Beverley í Eng- landi. Frá ársbyrjun 1948 hefur hann verið fram- kvæmdaverkfræðingur (driftsingenior) við Stálsmiðjuna h.f. í Reykjavík. Hann hefur átt sæti i skipaöryggis- nefnd. — Hjálmar hefur fengizt nokkuð við ljósmyndun og hlotið mikla viðurkenningu fyrir myndir sínar víða um heim. M. a. er hann heiðursfélagi í „Danske ka- mera pictorialister" (D.K.P.), Árið 1945 kom út eftir hann í Danmörku kennslubók í ljósmyndun. Greinar um ljósmyndun hefur hann skrifað í dönsk, sænsk og sviss- nesk tímarit og víðar. Þá hefur hann ritað nokkrar greinar um skipasmíði o. fl. Árið 1939 hlaut hann gull- pennaverðlaun við stúdentspróf fyrir ritgerðina „Flug- mál Islands". — Hjálmar kvæntist 16. júní 1946 Else Sorensen, sem er fædd 6. maí 1920 í Gautaborg. Hann var tekinn í félagið á stjórnarfundi 24. nóv. 1949. Gestur Stefánsson er fæddur 8. des. 1923 að Haga í Gnúpverjahreppi, sonur Stefáns Sigurðssonar, bónda, og konu hans Mar- grétar Eiríksdóttur. Gest- ur tók stúdentspróf við Menntaskólann á Akureyri vorið 1943. Síðan stundaði hann verkfræðinám við Háskóla Islands og lauk þar fyrrihlutaprófi árið 1945, en lokaprófi í bygg- ingaverkfræði við Dan- marks tekniske Hojskole árið 1949. Að námi loknu réðist hann til Bæjarverk- fræðings í Reykjavík, en starfar nú um skeið hjá fél. „Fosskraft", meðan bygging Sogsvirkjunarinn- ar stendur yfir. — Gestur var tekinn í félagið á stjórnarfundi 24. nóv. 1949. STEINDÓRSPRENT H.F.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.