Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Blaðsíða 35
81
l
TÍMARIT V.F.l. 1953
1. tafla. Orkukostnaður í samstarfi aflstöðvanna.
Ár Sogsvirkjunin Rafmagnsveita Reykjavíkur Samtals rekstrar- kostnaður millj. kr. Mesta afl MW Orkuvinnslu- kostnaður kr/kw.
Ljósafoss millj. kr. Irafoss millj. kr. Elliðaár vatnsafl millj. kr. Varastöð millj. kr.
1950 2,2 0,85 5,44 8,49 27,3 310
1951 2,3 0,85 6,80 9,95 — 364
1952 2,4 0,85 7,80 11,05 — 405
1953 — 13,4 0,45 2,90 19,15 44 435
1954 — — 0,55 3,40 19,75 48,4 410
1955 — — 0,70 3,50 20,00 53,2 377
1956 — — 0,75 3,93 20,48 56,3 363
1957 — — 0,80 4,13 20,73 — 370
með, en það er Ljósafoss-stöðin með 14,5 MW afli að
nafnverði og Elliðaárstöðvamar tvær með 10,5 MW
afli saman.
1 því skyni hefur 1. tafla verið búin út, en hún sýnir
áætlaðan orkuvinnslukostnað fram til ársins 1958, talinn
í kr. á árskw. miðað við mesta afl.
Meðal orkuvinnslukostnaðurinn á því tímabili, sem í
töflunni greinir er sem næst 380 kr. á árskw., og með
5% álagningu sem lög heimila nær 400 kr. á árskw.
Ef verðlag heldur áfram að hækka, má búast við að
þetta verð hækki einnig nokkuð, en þó mun það verða
minna en almenn verðhækkun. Þegar Ljósafoss-stöðin
tók fyrst til starfa 1937 var verðið á árskw. nær 120 kr.
og helzt svo fram yfir siðustu styrjöld. Er því hið nýja
orkuverð ekki nema rúmlega þrisvar sinnum hærra að
krónutali en það var.
Við þessu verði kaupa rafveiturnar raforkuna. frá afl-
stöðvunum sameiginlega í heildsölu.
Með þeirri sölu sem taflan tilgreinir fá aflstöðvarnar
uppborið árlegan reksturskostnað sinn.
Til þess að sjá megi hvernig rafveitunum vegnar að
kaupa raforkuna við þessu verði og selja hana rafmagns-
notöndum um almennt veitukerfi er hér á eftir tekið
dæmi af fjárhag Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
4. Rafmagnsveita Reykjavíltur.
í 2. töflu er sýnd fjárhagsafkoma Rafmagnsveitu
Reykjavikur eins og hún hefur verið áætluð út frá nú-
verandi verðlagi. Rafmagnsveitan kaupir 76% af orku-
vinnslunni í heildsölu frá aflstöðvunum og selur hana ein-
stökum notöndum í smásölu.
Áburðarverksmiðjan er ekki tekin með í þennan reikn-
ing og hefur eigi heldur verið tekin með í orkuvinnslunni
í 1. töflu hér að framan, enda breytir það ekki niðurstöð-
unni, því ætlast er til að forgangsorka til Áburðarverk-
smiðjunnar verði hliðstæð orku til almenningsnotkunar
og seld við sama verði, en afgangsorkan verði seld auka-
lega sérstöku verði, en þó þannig að heildartekjur af
allri orkuvinnslunni verði hinar sömu.
Gjöldin eru í 2. töflu reiknuð út frá því, sem þau hafa
verið i reikningum síðustu ára og áætluð með sömu
hlutföllum áfram næstu árin og óbreyttu verðlagi. Út frá
þessum gjöldum og orkukaupunum koma fram heild-
argjcld rafmagnsveitunnar í 3. dálki 2. töflu að aftan. 1
næst síðasta dálki eru svo sýndar væntanlegar tekjur,
sem gert er ráð fyrir að vaxi um 7% árlega. 1 síðasta
dálkinum er svo sýndur greiðslujöfnuðurinn, er verður
óhagstæður fyrsta árið, sem nýja virkjunin starfar, en
hagstæður þegar á öðru ári.
1 3. töflu eru orkukaupin og verðið umreiknað á
mann á orkuveitusvæðinu til að sýna á hvert stig al-
menningsnotkun á raforku er komin. Þess ber að gæta
að á árunum 1949—1952 er aflþörfinni ekki fullnægt, en
segja má að orkuþörfinni sé það að mestu leyti.
2. tafla. Rekstursafkoma Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Ár Stofn- kostn. kerfis millj. kr. Keypt Reksturskostnaður millj. kr. Kostnaður af raforku- kaupum millj. kr. Sam- tals gjöld millj. kr. Tekjur millj. kr. Tekjur umfram gjöld millj. kr.
Afl MW Orka 10° kwst. Afborg., vextir og viðhald Afborganir og vextir af Sogsláni Gæzla og innheimta
1949 . 37 23 92 4,45 2,90 5,34 12,69 15,24 2,05
1950 . 41 100 4,75 3,15 7,00 14,90 17,00 2,10
1951 . 45 — 109 5,30 3,50 8,30 17,10 24,60 7,50
1952 . 49 — 118 5,90 3,90 9,30 18,50 26,40 7,90
1953 . 75 37 136 6,40 1,84 5,20 15,4 28,88 28,30 —0,58
1954 . 78 40 148 6,80 1,84 5,40 15,8 29,84 30,40 0,56
1955 . 81 44 162 7,30 1,84 5,80 16,0 30,24 32,50 2,26
1956 . 85 46 170 7,80 1,84 6,10 16,3 31,74 34,8 3,06
1957 . 89 — 179 8,30 1,84 6,4 16,5 32,84 37,3 4,46