Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Blaðsíða 16

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Blaðsíða 16
62 TlMARIT V.P.l. 1951 Geislamagn (el á mín) Móberg neðan við efsta basaltlagið ............... 4,7 Basaltlag nr. 2 .................................. 2,0 Móberg neðan við basaltlag nr. 2 ................. 3,5 Basalt tekið rétt neðan við móbergið ............. 2,7 Basalt neðan til úr Kömbum ....................... 1,1 Basalt neðan til úr Kömbum ....................... 2,3 Ástaðaf, jall. Ástaðafjall er móbergsfjall, en móbergið skiptist í efri og neðri hluta af nokkrum láréttum basaltlögum. Syðri hluti þess virðist hafa sigið, því að þar liggja bas- altlögin lægra. Geislamagnsmælingarnar benda einnig á að svo sé. Geislamagn móbergsins ofan á basaltinu er á báðum stöðum um 10 el/mín. Basaltlögin gefa um 2 el/mín. Til móbergsins undir basaltlögunum hefur að- eins náðst i þeim hluta fjallsins, sem ekki er siginn, en þar gefur það um 3 el/mín. Henglll. Nokkur sýnishorn af móbergi og basaltgöngum, tekin á hverasvæðinu norðaustan í Hengli og í Fremstadal, gefa frá 1 til 6 el/mín. Rjúpnabrekkur og Sauðatindar. Brekkurnar norður af Reykjakoti eru myndaðar úr mó- bergi með basaltlögum. Sunnan til mældist geislamagn móbergsins 2—4 el/mín, en norðan til, umhverfis Sauða- tinda, er það 6—8 el/mín. Basaltgangarnir á þessu svæði mældust frá 2 til 4 el/mín, en þó gaf einn þeirra 17,5 el/mín, sem er hæsta geislamagn, sem mælt var á Hveragerðissvæðinu. Við boranir i Reykjakoti hefur orðið fyrir þykkt basalt undir móberginu. Geislamagn þess reyndist 2—3 el/mín. Reykjafjall. Upp af Svaða eru þrjú basaltlög, sem gefa 1—3 el/ mín. Geislamagn móbergsins undir þessum lögum er svipað og laganna sjálfra, en allt, sem ofan á þeim er, móberg, basaltlög og gangar, sýnir töluvert meira geisla- magn eða 7—10 el/mín. Frá Svaða og suður fyrir Reyki eru engin basaltlög í fjallinu. Á þessu svæði verður þess lítið vart, að geisla- magnið breytist reglulega með hæðinni. Móbergið liggur milli 3 og 7 el/mín, en basaltgangarnir milli 5 og 8. Fyrir sunnan Reyki, þar sem fjallið er lægra, eru blá- grýtislög neðst í hlíðinni. Hér kemur greinilega fram, að geislamagnið fer minnkandi með vaxandi hæð, en það er eina tilfellið, sem fundizt hefur á Hveragerðissvæðinu. Hér fer á eftir skrá yfir mælingarnar á þessum stað. el/mín Blágrýtislag neðst i hlíðinni sunnan við Reyki . . 5,8 Móbergslag ofan á blágrýtinu ................. 6,8 Basaltlag (porphyry) ofan á efra móbergslaginu 2,8 Móbergslag ofan á basaltlaginu................ 1,7 Basaltlag (porphyry) ofan á efra móbergslaginu 0,5 Móberg ofan á basaltinu ....................... 3,0 Ingólfsfjall. 1 Ingólfsf jalli er móberginu tviskipt af basaltlögum um mitt fjallið. Mælingar á nokkrum sýnishornum þaðan gáfu þessar niðurstöður: Móberg ofan basaltlaganna 3,0 og 4,0 el/mín. Basaltgangur í móberginu 5,5. Basaltlög- in 3,3 og 2,3. Móberg neðan basaltlaga 1,2 og 2,8. Basalt- gangur í neðra móberginu 4,0 el/mín. Láglcndið. Sýnishorn, sem tekin voru á láglendinu umhverfis Hveragerði reyndust yfirleitt gefa minna en 5 el/mín. Þetta gildir bæði fyrir móberg og basaltganga og hraun. Aftur á móti gildir það ekki fyrir hveraleir. Sýnishorn af gömlum hveraleir, sem tekin voru á hverasvæðinu i Hveragerði gáfu frá 1 til 12 el/mín. Hér fer á eftir geislamagn 9 basaltganga á milli Sauðár og Svaða: 3,2 3,5 2,8 4,0 5,1 4,8 5,2 4,3 og 4,3 el/mín. Austur við Kotströnd virðist geislamagnið vera meira, því að móbergssýnishorn þaðan gefur 8,7 el/mín, en basalt tekið úr grjóthól við túnið gefur 9,7 el/min. Austur við ölfusárbrú koma fram blágrýtislög, sem virðast vera víðáttumikil. Þau gefa 7—9 el/min. Ef þessi lög liggja undir Hveragerðissvæðinu, og það tekst að bora niður í þau, þá ætti það að koma áberandi í ljós við geislamagnsmælingar á borkjörnunum, þó er ef til vill hæpið að treysta því, að þessi lög séu „homo- gen“ hvað geislamagn snertir. Þótt ekki hafi orðið ann- ars vart á Hveragerðissvæðinu en, að jarðlögin væru „homogen", þá er þetta þó engin algild regla, eins og mælingarnar í Silfrastaðafjalli sýna okkur. Silfrastaðafjall í Sltagafirði. Mælingar sýnishorna úr 18 mismunandi basaltlögum gáfu þessar tölur (byrjað efst og haldið niður eftir): 11,9 5,0 3,2 3,6 6,0 4,1 3,6 3,0 6,5 7,0 1,3 3,0 9,7 8,4 4,4 6,1 7,0 9,6 el/min. Átta sýnishorn voru tekin á svipuðum stað úr lagi nr. 18. Þau gáfu 9,6 14,9 9,9 7,6 7,5 9,3 12,9 og 16,3 el/mín. Greinargerð um framkvæmd mælinganna. Geislamagnsmælingarnar voru framkvæmdar með sí- völum Geiger Miiller teljara úr gleri. Veggirnir eru þunn glerpípa, silfruð að innan. Þykktin er um 45

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.